Stórbrotið mark Eggerts Arons: „Galin tilfinning“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júlí 2023 11:00 Eggert og liðsfélagar hans fagna markinu frábæra. Eins og sjá má á viðbrögðum félaga hans var markið stórglæsilegt. Vísir/Hulda Margrét Eggert Aron Guðmundsson kom mikið við sögu í jafntefli Íslands og Noregs í gær. Hann fékk á sig vítaspyrnu í síðari hálfleiknum en jafnaði metin með frábæru marki rétt fyrir leikslok. Eggert Aron sagði leikinn gegn Norðmönnum í gær hafa verið erfiðan og var nokkuð sáttur með stigið úr því sem komið var en jöfnunarmark hans kom á lokamínútum leiksins. „Erfitt bara, þetta voru ógeðslega mikil hlaup. Fyrri hálfleikur var erfiður, við vorum „sloppy“ og áttum erfitt með að nýta okkur sénsana þegar við fengum þá. Norðmennirnir voru að spila vel á móti okkkur, við vorum að bíða eftir mistökum en þau bara komu ekki. Síðan í seinni hálfleik breytist aðeins leikurinn,“ sagði Eggert Aron við Huldu Margréti, fulltrúa Vísis úti á Möltu. „Úr því sem var komið þá tökum við stigið.“ Eggert Aron fékk á sig vítaspyrnu í síðari hálfleiknum. Dómurinn var mjög vafasamur en Eggert bætti heldur betur upp fyrir vítaspyrnuna með því að skora jöfnunarmarkið nánast upp á eigin spýtur. „Mér leið ömurlega að hafa gefið þetta víti. Þeir sem sáu þetta í sjónvarpinu og vellinum sáu að þetta var aldrei víti. Við getum ekkert breytt því.“ Hann lýsti síðan tilfinningunum þegar hann skoraði jöfnunarmarkið. „Síðan þetta mark, það var galin tilfinning einhvern veginn. Að sjá allt fólkið í stúkunni og liðsfélagana hópast að mér, þetta var geðveik tilfinning.“ Ísland á einn leik eftir í riðlakeppninni. Hann er gegn Grikklandi og Ísland verður að vinna sigur í þeim leik og treysta á sigur Spánar gegn Noregi ætli liðið að eiga möguleika á sæti í undanúrslitum. Eggert var ekki hissa á karakternum sem liðið sýndi í leiknum gegn Noregi. EGGERT ARON GUÐMUNDSSON (2004) WITH A SENSATION COAST TO COAST GOLAZO FOR THE EQUALIZER!!!#U19Euro pic.twitter.com/75fXKIRbYC— Football Report (@FootballReprt) July 7, 2023 „Svo sem ekki. Við höfum alveg sýnt það áður að við erum sterkir saman og ég myndi líkja okkur við landsliðið 2016-18, við erum ekkert eitt af stærstu liðunum eins og hin en við þekkjum hvern annan út og inn og náum að spila vel saman.“ „Við höfum farið í stóra leiki áður. Teymið heldur spennustiginu áður og við erum að fara að taka þennan leik, það er bara ljóst,“ sagði Eggert Aron að lokum en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal: Eggert Aron Guðmundsson Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Sjá meira
Eggert Aron sagði leikinn gegn Norðmönnum í gær hafa verið erfiðan og var nokkuð sáttur með stigið úr því sem komið var en jöfnunarmark hans kom á lokamínútum leiksins. „Erfitt bara, þetta voru ógeðslega mikil hlaup. Fyrri hálfleikur var erfiður, við vorum „sloppy“ og áttum erfitt með að nýta okkur sénsana þegar við fengum þá. Norðmennirnir voru að spila vel á móti okkkur, við vorum að bíða eftir mistökum en þau bara komu ekki. Síðan í seinni hálfleik breytist aðeins leikurinn,“ sagði Eggert Aron við Huldu Margréti, fulltrúa Vísis úti á Möltu. „Úr því sem var komið þá tökum við stigið.“ Eggert Aron fékk á sig vítaspyrnu í síðari hálfleiknum. Dómurinn var mjög vafasamur en Eggert bætti heldur betur upp fyrir vítaspyrnuna með því að skora jöfnunarmarkið nánast upp á eigin spýtur. „Mér leið ömurlega að hafa gefið þetta víti. Þeir sem sáu þetta í sjónvarpinu og vellinum sáu að þetta var aldrei víti. Við getum ekkert breytt því.“ Hann lýsti síðan tilfinningunum þegar hann skoraði jöfnunarmarkið. „Síðan þetta mark, það var galin tilfinning einhvern veginn. Að sjá allt fólkið í stúkunni og liðsfélagana hópast að mér, þetta var geðveik tilfinning.“ Ísland á einn leik eftir í riðlakeppninni. Hann er gegn Grikklandi og Ísland verður að vinna sigur í þeim leik og treysta á sigur Spánar gegn Noregi ætli liðið að eiga möguleika á sæti í undanúrslitum. Eggert var ekki hissa á karakternum sem liðið sýndi í leiknum gegn Noregi. EGGERT ARON GUÐMUNDSSON (2004) WITH A SENSATION COAST TO COAST GOLAZO FOR THE EQUALIZER!!!#U19Euro pic.twitter.com/75fXKIRbYC— Football Report (@FootballReprt) July 7, 2023 „Svo sem ekki. Við höfum alveg sýnt það áður að við erum sterkir saman og ég myndi líkja okkur við landsliðið 2016-18, við erum ekkert eitt af stærstu liðunum eins og hin en við þekkjum hvern annan út og inn og náum að spila vel saman.“ „Við höfum farið í stóra leiki áður. Teymið heldur spennustiginu áður og við erum að fara að taka þennan leik, það er bara ljóst,“ sagði Eggert Aron að lokum en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal: Eggert Aron Guðmundsson
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Sjá meira