Instagramklásúla í samningnum sem gæti reynst dýrkeypt Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júlí 2023 09:31 Felix Nmecha er nýr leikmaður Dortmund þrátt fyrir mótmæli stuðningsmanna. Vísir/Getty Á dögunum festi Borussia Dortmund kaup á hinum tuttugu og þriggja ára gamla Felix Nmecha frá Wolfsburg. Í samningi Nmecha er að finna klásúlu sem hefur vakið nokkra athygli. Stuðningsmenn þýska knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund voru ekkert yfir sig ánægðir þegar félagið tilkynnti um kaupinn á Felix Nmecha. Leikmaðurinn hefur nefnilega í þónokkur skipti tjáð sig á bæði trans- og hómófóbískan hátt á samfélagsmiðlum og vildu stuðningsmenn Dortmund meina að kaupin gengju gegn gildum félagsins. Gekk þetta meira að segja svo langt að stuðningsmennirnir boðuðu til mótmæla vegna kaupanna en það hafði þó lítið að segja. Nmecha er orðinn leikmaður Dortmund og nú hefur komið í ljós að í samningi hans er að finna klásúlu sem er ansi forvitnileg. Klásúlan hljóðar þannig að ef Nmecha brýtur gegn gildum félagsins á samfélagsmiðlum þá fær hann eina milljón evra í sekt, sem gerir tæplega 150 milljónir íslenskra króna. Vonast forsvarsmenn Dortmund að þetta muni fá Nmecha til að hugsa sig tvisvar um áður en hann skellir í stöðuuppfærslu. Nmecha heldur því sjálfur fram að áðurnefnd innlegg hans á samfélagsmiðlum hafi verið tekin úr samhengi og hann lýsir sjálfum sér sem kristnum og að hann „elski allar manneskjur.“ Samningur Nmecha við Dortmund gildir til ársins 2028 en hann skoraði tvö mörk og gaf þrjár stoðsendinga í 30 deildarleikjum með Wolfsburg á síðustu leiktíð. Þýski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Sjá meira
Stuðningsmenn þýska knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund voru ekkert yfir sig ánægðir þegar félagið tilkynnti um kaupinn á Felix Nmecha. Leikmaðurinn hefur nefnilega í þónokkur skipti tjáð sig á bæði trans- og hómófóbískan hátt á samfélagsmiðlum og vildu stuðningsmenn Dortmund meina að kaupin gengju gegn gildum félagsins. Gekk þetta meira að segja svo langt að stuðningsmennirnir boðuðu til mótmæla vegna kaupanna en það hafði þó lítið að segja. Nmecha er orðinn leikmaður Dortmund og nú hefur komið í ljós að í samningi hans er að finna klásúlu sem er ansi forvitnileg. Klásúlan hljóðar þannig að ef Nmecha brýtur gegn gildum félagsins á samfélagsmiðlum þá fær hann eina milljón evra í sekt, sem gerir tæplega 150 milljónir íslenskra króna. Vonast forsvarsmenn Dortmund að þetta muni fá Nmecha til að hugsa sig tvisvar um áður en hann skellir í stöðuuppfærslu. Nmecha heldur því sjálfur fram að áðurnefnd innlegg hans á samfélagsmiðlum hafi verið tekin úr samhengi og hann lýsir sjálfum sér sem kristnum og að hann „elski allar manneskjur.“ Samningur Nmecha við Dortmund gildir til ársins 2028 en hann skoraði tvö mörk og gaf þrjár stoðsendinga í 30 deildarleikjum með Wolfsburg á síðustu leiktíð.
Þýski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Sjá meira