Hægir á landrisi, dregur úr skjálftum og „stefnir allt í gos“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júlí 2023 11:43 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Arnar Enn hægist á landrisi og dregur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga, rétt eins og fyrir eldgosið í Fagradalsfjalli á síðasta ári. Eldfjallafræðingur segir allt stefna í eldgos, en kvika geti þó mallað í lengri tíma grunnt undir jarðskorpunni. Kvika er nú um kílómetra fyrir neðan yfirborð jarðar, að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings. „Landrisið, það hefur hægt á því. Skjálftarnir, það hefur dregið úr þeim. Þetta mynstur er alveg í stíl við það sem gerðist fyrir bæði '21 og '22 gosin,“ segir Þorvaldur. „Þetta stefnir allt saman í gos.“ Stutt sé í gos miðað við stöðuna eins og hún er nú. Þó sé mögulegt að tíma taki fyrir kvikuna að komast upp síðasta kílómetrann, líkt og hafi verið raunin í eldgosinu 2021. „Þetta gerðist mun hraðar í '22 gosinu og hugsanlega gæti það gerst enn hraðar núna. Maður veit það ekki. Ástæða þess sé að kvikan noti sömu aðfærsluæð og áður hefur gosið um, sem þýðir að auðveldara er fyrir kvikuna að brjótast fram til yfirborðs. Hins vegar gætu efstu hlutar gosrása fyrri eldgosa hafa kólnað, þannig að kvika hafi storknað efst í þeim. Býst við afllitlu gosi „Þá er bara eins og það sé tappi í þeim. Þá þarf kvikan á þessum síðasta kílómetra að finna þessa opnun sem er til staðar, til að komasta þennan síðasta kílómetra til yfirborðs.“ Þannig að kvikan gæti mallað þarna í einhvern tíma með tilheyrandi skjálftum, á meðan hún leitar að útgönguleið? „Já, það er langbest að lýsa því þannig. Og hversu lengi hún mallar er náttúrulega stóra spurningin“ Upplýsingar frá því fyrr í vikunni bendi til þess að landris nái yfir stórt svæði, sem segi til um að mikil kvika hafi safnast saman í geymsluhólfum neðanjarðar, yfir langan tíma. Þó sé ómögulegt að segja til um hversu stór hluti þeirrar kviku nái á endanum upp á yfirborð í eldgosi. „Það er mjög erfitt að spá fyrir um stærðina á væntanlegu gosi. Ég á von á því að þetta verði frekar afllítið gos.“ Fyrr í dag var rætt við náttúruvársérfræðing hjá Veðurstofunni sem sagðist eiga von á mun kröftugra gosi en fyrri gos hefðu verið. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10 Hægur kvikugangur sem gýs líklega alveg við Keili Jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að spá fyrir um hvar eða hvenær kvikugangurinn nái yfirborðinu. Líklegast mun gjósa alveg við Keili þar sem skjálftavirknin er mest. Eftir tæplega 800 ára rólegheit er líklega hafið eldgosatímabil á Reykjanesskaga. 7. júlí 2023 00:30 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Kvika er nú um kílómetra fyrir neðan yfirborð jarðar, að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings. „Landrisið, það hefur hægt á því. Skjálftarnir, það hefur dregið úr þeim. Þetta mynstur er alveg í stíl við það sem gerðist fyrir bæði '21 og '22 gosin,“ segir Þorvaldur. „Þetta stefnir allt saman í gos.“ Stutt sé í gos miðað við stöðuna eins og hún er nú. Þó sé mögulegt að tíma taki fyrir kvikuna að komast upp síðasta kílómetrann, líkt og hafi verið raunin í eldgosinu 2021. „Þetta gerðist mun hraðar í '22 gosinu og hugsanlega gæti það gerst enn hraðar núna. Maður veit það ekki. Ástæða þess sé að kvikan noti sömu aðfærsluæð og áður hefur gosið um, sem þýðir að auðveldara er fyrir kvikuna að brjótast fram til yfirborðs. Hins vegar gætu efstu hlutar gosrása fyrri eldgosa hafa kólnað, þannig að kvika hafi storknað efst í þeim. Býst við afllitlu gosi „Þá er bara eins og það sé tappi í þeim. Þá þarf kvikan á þessum síðasta kílómetra að finna þessa opnun sem er til staðar, til að komasta þennan síðasta kílómetra til yfirborðs.“ Þannig að kvikan gæti mallað þarna í einhvern tíma með tilheyrandi skjálftum, á meðan hún leitar að útgönguleið? „Já, það er langbest að lýsa því þannig. Og hversu lengi hún mallar er náttúrulega stóra spurningin“ Upplýsingar frá því fyrr í vikunni bendi til þess að landris nái yfir stórt svæði, sem segi til um að mikil kvika hafi safnast saman í geymsluhólfum neðanjarðar, yfir langan tíma. Þó sé ómögulegt að segja til um hversu stór hluti þeirrar kviku nái á endanum upp á yfirborð í eldgosi. „Það er mjög erfitt að spá fyrir um stærðina á væntanlegu gosi. Ég á von á því að þetta verði frekar afllítið gos.“ Fyrr í dag var rætt við náttúruvársérfræðing hjá Veðurstofunni sem sagðist eiga von á mun kröftugra gosi en fyrri gos hefðu verið.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10 Hægur kvikugangur sem gýs líklega alveg við Keili Jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að spá fyrir um hvar eða hvenær kvikugangurinn nái yfirborðinu. Líklegast mun gjósa alveg við Keili þar sem skjálftavirknin er mest. Eftir tæplega 800 ára rólegheit er líklega hafið eldgosatímabil á Reykjanesskaga. 7. júlí 2023 00:30 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10
Hægur kvikugangur sem gýs líklega alveg við Keili Jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að spá fyrir um hvar eða hvenær kvikugangurinn nái yfirborðinu. Líklegast mun gjósa alveg við Keili þar sem skjálftavirknin er mest. Eftir tæplega 800 ára rólegheit er líklega hafið eldgosatímabil á Reykjanesskaga. 7. júlí 2023 00:30