„Slæma daga forðast ég að vera utandyra í hverfinu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júlí 2023 06:46 Forstjóri Pure North segir byggð hafa breyst hratt í kringum endurvinnsluna undanfarin ár. Vísir Bæjarráð Hveragerðisbæjar harmar upplifun íbúa í Hveragerði sem hafa kvartað til ráðsins vegna lyktmengunar og plastsalla sem sagður er berast frá endurvinnslufyrirtækinu Pure North. Forstjóri endurvinnslunnar segir fyrirtækið eiga í góðu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og leiti sífellt leiða til að bæta starfsemi sína. Í fundargerð bæjarráðs Hveragerðis frá því í vikunni er Geir Sveinssyni bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Pure North vegna málsins. Tilefnið er bréf frá Bifreiðaverkstæði Jóhanns ehf. til bæjarráðsins. Hefur gluggann lokaðan Í bréfinu kemur fram að plastbrunalykt frá Pure North angri bifvélavirkjana mjög í nágrenni endurvinnslustöðvarinnar að Sunnumörk 4. Á lygnum dögum í ákveðinni vindátt eru þeir komnir með hausverk og ónot seinni hluta dags. Þeir spyrja hvað bæjaryfirvöld ætla að gera og hvort fyrirtækið sé með leyfi fyrir slíkri mengun. „Erum klárlega ekki að njóta dagsins sem er algerlega óboðlegt. Slæma daga forðast ég að vera utandyra í hverfinu,“ skrifar bifvélavirkinn. Hann kveðst hafa verið í samskiptum við heilbrigðiseftirlit Suðurlands vegna málsins. Þar hafi hann fengið þau svör að margar kvartanir hafi borist vegna lyktarmengunar í hverfinu. Hefur hann eftir Sigrúnu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra eftirlitsins, að hún viti af plast salla sem leggist yfir hverfið. Hún hafi bent þeim á að vísa erindinu til Hveragerðisbæjar. „Búið að fara nokkrar heimsóknir en ekkert hefur breyst. Hún segir klárt að ég eigi ekki að verða fyrir ónotum og finna plast brunalykt. Að auki segir sigrún að það sé ekkert víst að þetta sé heilsuspillandi og geti tæplega lokað fyrirtæki með svo mörgum starfsmönnum. Undarlegt álit þykir mér.“ Þá segir hann kunningja sinn og fyrirtækjaeiganda að Mánamörk í Hveragerði ekki geta haft glugga opna á norðurhlið vegna plast salla í lofti, brunalyktar og ýldulyktar. Sigurður Halldórsson segir Pure North gera sitt besta til að verða við slíkum ábendingum.Vísir/Vilhelm Vill gera betur Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North, segir í samtali við Vísi, að slíkar kvartanir komi reglulega upp. Bæjarstjóri eigi enn eftir að ræða við sig en Sigurður segir fyrirtækið vilja vinna með yfirvöldum. Lykt sé hluti af starfseminni „Við höfum ekki heyrt af þessum tilteknu kvörtunum en við höfum átt í góðu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í gegnum árin og munum gera það áfram. Við erum alltaf að leita leiða til að gera betur og starfsemi okkar er í stöðugri þróun.“ Sigurður segir að fyrirtækið hafi brugðist við slíkum ábendingum af festu. Til mikils sé að vinna með því að endurvinna frekar hér heima en erlendis. Pure North hafi meðal annars gert athugasemdir við að íbúabyggð yrði byggð í nágrenni við iðnaðarhverfið að Sunnumörk á sínum tíma, en ekki hafi verið hlustað á það. „Þegar við hefjum starfsemi árið 2008 þá erum við í rauninni úti í sveit. Síðan þá hefur orðið heilmikil uppbygging í kring sem getur verið erfitt.“ Hveragerði Umhverfismál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Í fundargerð bæjarráðs Hveragerðis frá því í vikunni er Geir Sveinssyni bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Pure North vegna málsins. Tilefnið er bréf frá Bifreiðaverkstæði Jóhanns ehf. til bæjarráðsins. Hefur gluggann lokaðan Í bréfinu kemur fram að plastbrunalykt frá Pure North angri bifvélavirkjana mjög í nágrenni endurvinnslustöðvarinnar að Sunnumörk 4. Á lygnum dögum í ákveðinni vindátt eru þeir komnir með hausverk og ónot seinni hluta dags. Þeir spyrja hvað bæjaryfirvöld ætla að gera og hvort fyrirtækið sé með leyfi fyrir slíkri mengun. „Erum klárlega ekki að njóta dagsins sem er algerlega óboðlegt. Slæma daga forðast ég að vera utandyra í hverfinu,“ skrifar bifvélavirkinn. Hann kveðst hafa verið í samskiptum við heilbrigðiseftirlit Suðurlands vegna málsins. Þar hafi hann fengið þau svör að margar kvartanir hafi borist vegna lyktarmengunar í hverfinu. Hefur hann eftir Sigrúnu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra eftirlitsins, að hún viti af plast salla sem leggist yfir hverfið. Hún hafi bent þeim á að vísa erindinu til Hveragerðisbæjar. „Búið að fara nokkrar heimsóknir en ekkert hefur breyst. Hún segir klárt að ég eigi ekki að verða fyrir ónotum og finna plast brunalykt. Að auki segir sigrún að það sé ekkert víst að þetta sé heilsuspillandi og geti tæplega lokað fyrirtæki með svo mörgum starfsmönnum. Undarlegt álit þykir mér.“ Þá segir hann kunningja sinn og fyrirtækjaeiganda að Mánamörk í Hveragerði ekki geta haft glugga opna á norðurhlið vegna plast salla í lofti, brunalyktar og ýldulyktar. Sigurður Halldórsson segir Pure North gera sitt besta til að verða við slíkum ábendingum.Vísir/Vilhelm Vill gera betur Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North, segir í samtali við Vísi, að slíkar kvartanir komi reglulega upp. Bæjarstjóri eigi enn eftir að ræða við sig en Sigurður segir fyrirtækið vilja vinna með yfirvöldum. Lykt sé hluti af starfseminni „Við höfum ekki heyrt af þessum tilteknu kvörtunum en við höfum átt í góðu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í gegnum árin og munum gera það áfram. Við erum alltaf að leita leiða til að gera betur og starfsemi okkar er í stöðugri þróun.“ Sigurður segir að fyrirtækið hafi brugðist við slíkum ábendingum af festu. Til mikils sé að vinna með því að endurvinna frekar hér heima en erlendis. Pure North hafi meðal annars gert athugasemdir við að íbúabyggð yrði byggð í nágrenni við iðnaðarhverfið að Sunnumörk á sínum tíma, en ekki hafi verið hlustað á það. „Þegar við hefjum starfsemi árið 2008 þá erum við í rauninni úti í sveit. Síðan þá hefur orðið heilmikil uppbygging í kring sem getur verið erfitt.“
Hveragerði Umhverfismál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira