Íbúar vanir skjálftum en þeir séu alltaf jafn óþægilegir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júlí 2023 11:47 Formaður bæjarstjórnar fylgist vel með gangi mála. Vísir Það er erfitt að venjast sífelldum jarðskjálftum segir formaður Bæjarráðs Grindavíkur og vettvangsstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Nú sé góður tímapunktur fyrir íbúa að fara yfir öll öryggisatriði sem þurfa að vera í lagi í skjálftahrinu. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og vettvangsstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum er einn þeirra sem náði að sofa af sér skjálftahrinuna í nótt og líka þann stóra. „Ég heyrði af fólki sem vaknaði við hann og hann var nú víst nokkuð öflugur. Síðan höfum við fundið skjálfta og það var í morgun, við fundum vel fyrir honum og þessum tveimur í morgun.“ En hvernig er tilfinningin að vera í miðjunni á svona hrinu? „Nú, það er ekki hægt að segja annað en að við séum orðin aðeins vön þessu en þetta er alltaf óþægilegt. Við vorum svo alsæl þegar við vorum orðin laus við þessa jarðskjálfta en við sjáum til hvað verður. Það verður að koma í ljós hvað muni gerast. Nú, ef það kæmi gos upp á svipuðum slóðum þá er það nú bara í samræmi við það sem vísindamenn hafa sagt þannig að ég held við þurfum bara að bíða og sjá.“ Íbúar á suðvesturhluta landsins eru hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum sem geta fallið við skjálfta og huga sérstaklega að því að munir geti ekki fallið á fólk í svefni. Veðurstofa Íslands hefur þá einnig varað fólk við bröttum hlíðum á svæðinu vegna mögulegs grjóthruns. „Það er gott að brýna þetta svolítið fyrir fólki vegna þess að það er orðið svo langt síðan síðast. Það er bara um að gera að ganga vel frá öllum hlutum.“ Það sé erfitt að venjast því að stórir skjálftar ríði yfir í sífellu. „Það er erfitt að venjast því en þetta er náttúrulega mjög einstaklingsbundið, sumir kippa sér lítið upp við þetta og aðrir eru mjög hræddir og það er bara skiljanlegt, það er nú bara mannskepnan í raun.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall Alþjóðaflugið hefur núna viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. 5. júlí 2023 11:31 Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. 5. júlí 2023 10:36 Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. 5. júlí 2023 10:08 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og vettvangsstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum er einn þeirra sem náði að sofa af sér skjálftahrinuna í nótt og líka þann stóra. „Ég heyrði af fólki sem vaknaði við hann og hann var nú víst nokkuð öflugur. Síðan höfum við fundið skjálfta og það var í morgun, við fundum vel fyrir honum og þessum tveimur í morgun.“ En hvernig er tilfinningin að vera í miðjunni á svona hrinu? „Nú, það er ekki hægt að segja annað en að við séum orðin aðeins vön þessu en þetta er alltaf óþægilegt. Við vorum svo alsæl þegar við vorum orðin laus við þessa jarðskjálfta en við sjáum til hvað verður. Það verður að koma í ljós hvað muni gerast. Nú, ef það kæmi gos upp á svipuðum slóðum þá er það nú bara í samræmi við það sem vísindamenn hafa sagt þannig að ég held við þurfum bara að bíða og sjá.“ Íbúar á suðvesturhluta landsins eru hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum sem geta fallið við skjálfta og huga sérstaklega að því að munir geti ekki fallið á fólk í svefni. Veðurstofa Íslands hefur þá einnig varað fólk við bröttum hlíðum á svæðinu vegna mögulegs grjóthruns. „Það er gott að brýna þetta svolítið fyrir fólki vegna þess að það er orðið svo langt síðan síðast. Það er bara um að gera að ganga vel frá öllum hlutum.“ Það sé erfitt að venjast því að stórir skjálftar ríði yfir í sífellu. „Það er erfitt að venjast því en þetta er náttúrulega mjög einstaklingsbundið, sumir kippa sér lítið upp við þetta og aðrir eru mjög hræddir og það er bara skiljanlegt, það er nú bara mannskepnan í raun.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall Alþjóðaflugið hefur núna viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. 5. júlí 2023 11:31 Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. 5. júlí 2023 10:36 Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. 5. júlí 2023 10:08 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall Alþjóðaflugið hefur núna viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. 5. júlí 2023 11:31
Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. 5. júlí 2023 10:36
Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. 5. júlí 2023 10:08