Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júlí 2023 10:08 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segist síður vilja spá og spegúlera en það sé allt eins víst að gjósi eins og ekki. Vísir/Arnar Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. „Þetta lítur út eins og þarna sé kvikuinnskot farið af stað. Þetta er aðeins norðar en gaus... Skjálftarnir raða sér á línu sem liggur svona frá gosstöðvunum í Merardölum í fyrra og svo í norðaustur langleiðina að Keili. Svo verðum við bara að sjá til hvað verður,“ sagði Magnús Tumi. Hann segir ekki hægt að spá fyrir um hvort hrinan endi með gosi en að gera verði ráð fyrir því. Þá gjósi líklega aðeins norðar. Gos yrði að öllum líkindum nokkurn veginn eins og áður; það væri ekki ólíklegt að um yrði að ræða annað „túristagos“. Gosið gæti hins vegar einnig orðið ívið kraftmeira. „Þetta er bara voðalega erfitt um að segja,“ segir Magnús Tumi. „Fyrir svona tveimur mánuðum fer af stað landris og það er djúpt, sést á mörgum stöðum, og nú erum við komin af stað og þarna djúpt niðri er ennþá heitt þannig að kvikan á auðvelt með að komast af stað. Síðan þarf hún að brjóta sér leið síðasta hlutann og henni tekst það stundum og stundum ekki.“ Magnús Tumi er nú á fundi Almannavarna með vísindamönnum þar sem farið verður yfir mælingar, mögulega þróun og mismunandi sviðsmyndir. „Og síðan er náttúrulega reglan í svona að undirbúa sig undir á sem er alvarlegust eða verst og hefur einhverjar líkur á að gerast. Þannig er þetta unnið.“ Jarðfræðingurinn segir Íslendinga vana gosum og vita hvaða vöktun þurfi að vera í gangi og til hvaða viðbragða þurfi að grípa. Endurmeta þurfi stöðuna eftir því sem mál þróast. Boðað sé til funda þegar eitthvað umfram „bakgrunnsvirkni“ eigi sér stað. Þá vilji menn ræða saman og stilla saman strengi, segir Magnús Tumi. „Á skalanum 1 til 10, hversu líklegt er að gjósi?“ er hann spurður. „Ef þetta heldur áfram svona þá verðum við að telja að líkur séu verulegar á að það gjósi á næstu dögum,“ svarar sérfræðingurinn en játar að honum sé heldur illa við að gefa út spádóma. „En það er allt eins líklegt að það gjósi eins og ekki; að minnsta kosti helmingslíkur myndi ég segja.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta lítur út eins og þarna sé kvikuinnskot farið af stað. Þetta er aðeins norðar en gaus... Skjálftarnir raða sér á línu sem liggur svona frá gosstöðvunum í Merardölum í fyrra og svo í norðaustur langleiðina að Keili. Svo verðum við bara að sjá til hvað verður,“ sagði Magnús Tumi. Hann segir ekki hægt að spá fyrir um hvort hrinan endi með gosi en að gera verði ráð fyrir því. Þá gjósi líklega aðeins norðar. Gos yrði að öllum líkindum nokkurn veginn eins og áður; það væri ekki ólíklegt að um yrði að ræða annað „túristagos“. Gosið gæti hins vegar einnig orðið ívið kraftmeira. „Þetta er bara voðalega erfitt um að segja,“ segir Magnús Tumi. „Fyrir svona tveimur mánuðum fer af stað landris og það er djúpt, sést á mörgum stöðum, og nú erum við komin af stað og þarna djúpt niðri er ennþá heitt þannig að kvikan á auðvelt með að komast af stað. Síðan þarf hún að brjóta sér leið síðasta hlutann og henni tekst það stundum og stundum ekki.“ Magnús Tumi er nú á fundi Almannavarna með vísindamönnum þar sem farið verður yfir mælingar, mögulega þróun og mismunandi sviðsmyndir. „Og síðan er náttúrulega reglan í svona að undirbúa sig undir á sem er alvarlegust eða verst og hefur einhverjar líkur á að gerast. Þannig er þetta unnið.“ Jarðfræðingurinn segir Íslendinga vana gosum og vita hvaða vöktun þurfi að vera í gangi og til hvaða viðbragða þurfi að grípa. Endurmeta þurfi stöðuna eftir því sem mál þróast. Boðað sé til funda þegar eitthvað umfram „bakgrunnsvirkni“ eigi sér stað. Þá vilji menn ræða saman og stilla saman strengi, segir Magnús Tumi. „Á skalanum 1 til 10, hversu líklegt er að gjósi?“ er hann spurður. „Ef þetta heldur áfram svona þá verðum við að telja að líkur séu verulegar á að það gjósi á næstu dögum,“ svarar sérfræðingurinn en játar að honum sé heldur illa við að gefa út spádóma. „En það er allt eins líklegt að það gjósi eins og ekki; að minnsta kosti helmingslíkur myndi ég segja.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði