Skjálfti yfir þremur í Fagradalsfjalli Kristinn Haukur Guðnason og Eiður Þór Árnason skrifa 4. júlí 2023 23:22 Upptök skjálftahrinunnar eru nærri gosstöðvunum í Meradölum. Vísir/Vilhelm Skjálfti mældist 3,6 að stærð með upptök við Fagradalsfjall klukkan 22:45 í kvöld. Skjálftinn kemur í kjölfarið af jarðskjálftahrinu sem hófst síðdegis í dag í norðaustanverðu Fagradalsfjalli, um klukkan 16:00. Um er að ræða stærsta skjálftann sem mælst hefur á Reykjanesskaganum það sem af er ári og fannst hann bæði þar og á höfuðborgarsvæðinu. Enginn órói mælist á svæðinu. Flestir skjálftarnir ná ekki 2 að stærð en eftir klukkan 21:45 hafa 15 skjálftar í Fagradalsfjalla mælst yfir 2 af stærð. Búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni í nótt og jafnvel næstu daga, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Í byrjum apríl fór að mælast landris við Fagradalsfjall og bendir þessi virkni til innflæðis kviku undir fjallinu. Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að áfram verði vel fylgst með svæðinu. Tíðari skjálftar og landris á svæðinu séu vísbendingar um innskotsflæði. „Þannig að kvikan er á hreyfingu þarna ofan í en hversu langt undir yfirborðinu getum við ekki staðfest núna, hún er kannski á sirka sex kílómetra dýpri,“ segir Minney Sigurðardóttir. Sennilega ekki sést síðan í aðdraganda eldgossins í Meradölum Eldfjalla og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá því að meginvirknin sé norðan við gosstöðvarnar í fyrra, nálægt Litla Hrút og Kistufelli. „Þau kvikuhlaup sem orðið hafa frá 2021 hafa átt uppruna sinn á svipuðum slóðum og þá hlaupið til suðurs, sem í tveim tilfellum endaði með eldgosi,“ segir í færslu hópsins. Hefur skjálftavirkni eins og nú er ekki sést síðan í aðdraganda eldgossins í Merardölum. Landris hefur mælst á öllum Reykjanesskaga síðan í apríl, um 2,5 sentimetri. Að sögn jarðfræðinga er landrisið til komið vegna kvikuhreyfinga sem lyfti jarðlögum fyrir ofan sig. Mega íbúar Reykjanesskagans og höfuðborgarsvæðisins alls búast við viðvarandi skjálftavirkni. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Áframhaldandi landris og engar skyndilegar breytingar Áframhaldandi landris mælist á Reykjanesskaga en nokkuð stöðugt landris hefur sést nálægt Fagradalsfjalli frá því snemma í apríl. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið en engin merki um skyndilegar breytingar. 3. júlí 2023 14:11 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Sjá meira
Flestir skjálftarnir ná ekki 2 að stærð en eftir klukkan 21:45 hafa 15 skjálftar í Fagradalsfjalla mælst yfir 2 af stærð. Búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni í nótt og jafnvel næstu daga, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Í byrjum apríl fór að mælast landris við Fagradalsfjall og bendir þessi virkni til innflæðis kviku undir fjallinu. Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að áfram verði vel fylgst með svæðinu. Tíðari skjálftar og landris á svæðinu séu vísbendingar um innskotsflæði. „Þannig að kvikan er á hreyfingu þarna ofan í en hversu langt undir yfirborðinu getum við ekki staðfest núna, hún er kannski á sirka sex kílómetra dýpri,“ segir Minney Sigurðardóttir. Sennilega ekki sést síðan í aðdraganda eldgossins í Meradölum Eldfjalla og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá því að meginvirknin sé norðan við gosstöðvarnar í fyrra, nálægt Litla Hrút og Kistufelli. „Þau kvikuhlaup sem orðið hafa frá 2021 hafa átt uppruna sinn á svipuðum slóðum og þá hlaupið til suðurs, sem í tveim tilfellum endaði með eldgosi,“ segir í færslu hópsins. Hefur skjálftavirkni eins og nú er ekki sést síðan í aðdraganda eldgossins í Merardölum. Landris hefur mælst á öllum Reykjanesskaga síðan í apríl, um 2,5 sentimetri. Að sögn jarðfræðinga er landrisið til komið vegna kvikuhreyfinga sem lyfti jarðlögum fyrir ofan sig. Mega íbúar Reykjanesskagans og höfuðborgarsvæðisins alls búast við viðvarandi skjálftavirkni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Áframhaldandi landris og engar skyndilegar breytingar Áframhaldandi landris mælist á Reykjanesskaga en nokkuð stöðugt landris hefur sést nálægt Fagradalsfjalli frá því snemma í apríl. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið en engin merki um skyndilegar breytingar. 3. júlí 2023 14:11 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Sjá meira
Áframhaldandi landris og engar skyndilegar breytingar Áframhaldandi landris mælist á Reykjanesskaga en nokkuð stöðugt landris hefur sést nálægt Fagradalsfjalli frá því snemma í apríl. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið en engin merki um skyndilegar breytingar. 3. júlí 2023 14:11
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent