Áframhaldandi landris og engar skyndilegar breytingar Eiður Þór Árnason skrifar 3. júlí 2023 14:11 Áfram eru merki um jarðhræringar við Fagradalsfjall. Vísir/Vilhelm Áframhaldandi landris mælist á Reykjanesskaga en nokkuð stöðugt landris hefur sést nálægt Fagradalsfjalli frá því snemma í apríl. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið en engin merki um skyndilegar breytingar. Þetta segir náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Landrisið komi yfirleitt til vegna kvikuhreyfinga sem valdi þrýstingsbreytingum og í kjölfarið leiði oft til jarðskjálfta. Mbl.is greindi frá því að landris væri hafið á ný á Reykjanesskaga en líkt og fyrr segir hefur það átt sér stað yfir lengri tíma. „Eiginlega frá því í byrjun apríl er búið að vera nokkuð stöðugt landris sem við erum búin að sjá og þá á stöðvunum sem eru næstar Fagradalsfjalli og í Krýsuvík,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, jarðeðlisfræðingur og náttúruvásérfræðingur. Merki um djúpar kvikuhreyfingar Einnig má sjá merki um landsig á svæðinu en nýleg gervitunglagögn sem ná frá goslokum í fyrra fram í maí síðastliðinn sýna ýmis teikn um aflögun. „Við Reykjanestá, Svartsengi og norðurhluta hraunsins erum við að sjá landsig. Þetta við Reykjanestá teljum við vera vegna djúpra kvikuhreyfinga, þar sem djúp kvika er væntanlega að fæða eitthvað grynnra kvikuhólf og svo lítur út fyrir að það sé þensla akkúrat undir Fagradalsfjalli á meira en 15 kílómetra dýpri svo það er eitthvað djúpt í gangi þar,“ segir Hildur. Hið síðastnefnda geti ýmist verið vegna breytinga á jarðskorpunni eftir eldgosið í Fagradalsfjalli eða vísbending um innflæði kviku. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið og samkvæmt nýlegum gasmælingum er hraunbreiðan enn að afgasast og mjög heit á sumum stöðum. „Þetta er eitthvað sem við búumst alveg við. Við sjáum þetta ekki sem einhvern einn atburð heldur sem marga atburði. Við erum búin að fá tvö eldgos og Reykjanesið er náttúrulega mjög virkt svæði akkúrat núna.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Þetta segir náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Landrisið komi yfirleitt til vegna kvikuhreyfinga sem valdi þrýstingsbreytingum og í kjölfarið leiði oft til jarðskjálfta. Mbl.is greindi frá því að landris væri hafið á ný á Reykjanesskaga en líkt og fyrr segir hefur það átt sér stað yfir lengri tíma. „Eiginlega frá því í byrjun apríl er búið að vera nokkuð stöðugt landris sem við erum búin að sjá og þá á stöðvunum sem eru næstar Fagradalsfjalli og í Krýsuvík,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, jarðeðlisfræðingur og náttúruvásérfræðingur. Merki um djúpar kvikuhreyfingar Einnig má sjá merki um landsig á svæðinu en nýleg gervitunglagögn sem ná frá goslokum í fyrra fram í maí síðastliðinn sýna ýmis teikn um aflögun. „Við Reykjanestá, Svartsengi og norðurhluta hraunsins erum við að sjá landsig. Þetta við Reykjanestá teljum við vera vegna djúpra kvikuhreyfinga, þar sem djúp kvika er væntanlega að fæða eitthvað grynnra kvikuhólf og svo lítur út fyrir að það sé þensla akkúrat undir Fagradalsfjalli á meira en 15 kílómetra dýpri svo það er eitthvað djúpt í gangi þar,“ segir Hildur. Hið síðastnefnda geti ýmist verið vegna breytinga á jarðskorpunni eftir eldgosið í Fagradalsfjalli eða vísbending um innflæði kviku. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið og samkvæmt nýlegum gasmælingum er hraunbreiðan enn að afgasast og mjög heit á sumum stöðum. „Þetta er eitthvað sem við búumst alveg við. Við sjáum þetta ekki sem einhvern einn atburð heldur sem marga atburði. Við erum búin að fá tvö eldgos og Reykjanesið er náttúrulega mjög virkt svæði akkúrat núna.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira