Kanna hvort kyndilborun geti flýtt gerð jarðganga á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2023 21:10 Ofurheitur plasma-ljósbogi mölvar bergið. EarthGrid Þetta gæti hljómað eins og í gömlu ævintýri að eldspúandi dreki bori göng í gegnum íslensk fjöll. Hugmyndin er samt ekki galnari en svo ríkisstjórnin eru búin að undirrita viljayfirlýsingu til að kanna hvort slík aðferð gæti stórlækkað kostnað og aukið afköst við gerð jarðganga hérlendis. „Viljayfirlýsing um kyndilborun“ segir í frétt Stjórnarráðsins um „hraðvirkari og hagkvæmari tækni fyrir jarðgöng og lagnagöng“ með mynd af ráðherrunum Sigurði Inga Jóhannssyni og Guðlaugi Þór Þórðarsyni ásamt Björgmundi Erni Guðmundssyni, fulltrúa bandaríska félagsins EarthGrid, að skrifa undir yfirlýsingu í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Björgmundur Örn Guðmundsson fulltrúi EarthGrid, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stjórnarráðið Aðferðin felst í að nota ofurheitan plasma-ljósboga til að kurla upp bergið en tæknin hefur í áratugi verið nýtt í málmiðnaði þegar hefðbundin logsuða dugar ekki. Vísir sagði frá því í fyrra að aðferðin gæti valdið byltingu í jarðgangagerð og að ekki færri en þrír ótengdir aðilar, austan hafs og vestan, væru að þróa hana. Earthgrid virðist komið einna lengst og er að byrja að nýta kyndilborun fyrir lagnagöng í gegnum hart berg. Og núna er verið að þróa stærri kyndilbor til að bora stærri göng. Á heimasíðu Earthgrid er sýnd mynd af frumgerð beltadreka sem myndi með fjölda logandi ljósbogakyndla mölva sér leið í gegnum bergið. EarthGrid hefur birt þessa mynd af frumgerð kyndilborvélar.Earthgrid Kyndilborinn er knúinn áfram af raforku og þarf raunar mjög mikla orku til að ná fram ofurhita. Fullyrt er að mikið hagræði felist í þessari aðferð, afköstin verði mun meiri en með hefðbundnum borunum og kostnaður mun lægri. Í frétt Stjórnarráðsins segir að búist sé við því að jarðgöng fyrir umferð ökutækja verði boruð á næstu árum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Tækni Orkumál Tengdar fréttir Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni. 27. júní 2023 12:02 Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Sjá meira
„Viljayfirlýsing um kyndilborun“ segir í frétt Stjórnarráðsins um „hraðvirkari og hagkvæmari tækni fyrir jarðgöng og lagnagöng“ með mynd af ráðherrunum Sigurði Inga Jóhannssyni og Guðlaugi Þór Þórðarsyni ásamt Björgmundi Erni Guðmundssyni, fulltrúa bandaríska félagsins EarthGrid, að skrifa undir yfirlýsingu í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Björgmundur Örn Guðmundsson fulltrúi EarthGrid, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stjórnarráðið Aðferðin felst í að nota ofurheitan plasma-ljósboga til að kurla upp bergið en tæknin hefur í áratugi verið nýtt í málmiðnaði þegar hefðbundin logsuða dugar ekki. Vísir sagði frá því í fyrra að aðferðin gæti valdið byltingu í jarðgangagerð og að ekki færri en þrír ótengdir aðilar, austan hafs og vestan, væru að þróa hana. Earthgrid virðist komið einna lengst og er að byrja að nýta kyndilborun fyrir lagnagöng í gegnum hart berg. Og núna er verið að þróa stærri kyndilbor til að bora stærri göng. Á heimasíðu Earthgrid er sýnd mynd af frumgerð beltadreka sem myndi með fjölda logandi ljósbogakyndla mölva sér leið í gegnum bergið. EarthGrid hefur birt þessa mynd af frumgerð kyndilborvélar.Earthgrid Kyndilborinn er knúinn áfram af raforku og þarf raunar mjög mikla orku til að ná fram ofurhita. Fullyrt er að mikið hagræði felist í þessari aðferð, afköstin verði mun meiri en með hefðbundnum borunum og kostnaður mun lægri. Í frétt Stjórnarráðsins segir að búist sé við því að jarðgöng fyrir umferð ökutækja verði boruð á næstu árum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Tækni Orkumál Tengdar fréttir Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni. 27. júní 2023 12:02 Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Sjá meira
Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni. 27. júní 2023 12:02
Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36