Þakklát forseta Íslands fyrir bréf eftir andlát dóttur sinnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júní 2023 11:34 Móðir Sofiu er þakklát fyrir stuðninginn og þakkar sérstaklega forseta Íslands. Valda Anastasia Kolesnikova, móðir Sofiu Sarmite Kolesnikova sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi þann 27. apríl síðastliðinn, segist vera gríðarlega þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið eftir andlát dóttur sinnar. Hún þakkar Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sérstaklega fyrir handskrifað bréf sem hann skrifaði henni. Lögreglan á Suðurlandi hefur andlát Sofiu til rannsóknar og er karlmaður í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað henni. Valda segist þakklát öllum þeim sem hafi veitt henni styrk á þessum erfiðu tímum og þakkar sérstaklega börnum sínum og systkinum Sofiu. „Krakkarnir mínir hafa staðið sig eins og hetjur og ekki gefist upp, þau eru öll mætt til vinnu og hitta vini og fjölskyldu,“ skrifar Valda í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Hún þakkar sömuleiðis vinafólki sínu fyrir skilyrðislausa ást og stuðning. „Einnig langar mig að þakka forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni fyrir handskrifað bréf sem hann sendi og sýndi okkur stuðning á þessum erfiðu tímum og hans yndislegu eiginkonu Elizu Reid sem gerði það jafnframt og hefur boðið okkur að líta við.“ Í gæsluvarðhaldi í tvær vikur til viðbótar Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að maðurinn sem grunaður er um að hafa valdið Sofiu bana verði í gæsluvarðhaldi í tvær vikur til viðbótar hið minnsta. Lögregla kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands fyrir tveimur vikum síðan til Landsréttar og fékk gæsluvarðhald yfir manninum því framlengt um fjórar vikur. Sveinn segir lögreglu hafa talið það nauðsynlegt vegna biðar eftir gögnum erlendis frá. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi í tæplega níu vikur. Sveinn segir lögreglu enn bíða eftir lokaskýrslu úr krufningu en hann segir bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að Sofiu hafi verið ráðinn bani. Lögreglumál Grunur um manndráp á Selfossi Árborg Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur andlát Sofiu til rannsóknar og er karlmaður í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað henni. Valda segist þakklát öllum þeim sem hafi veitt henni styrk á þessum erfiðu tímum og þakkar sérstaklega börnum sínum og systkinum Sofiu. „Krakkarnir mínir hafa staðið sig eins og hetjur og ekki gefist upp, þau eru öll mætt til vinnu og hitta vini og fjölskyldu,“ skrifar Valda í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Hún þakkar sömuleiðis vinafólki sínu fyrir skilyrðislausa ást og stuðning. „Einnig langar mig að þakka forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni fyrir handskrifað bréf sem hann sendi og sýndi okkur stuðning á þessum erfiðu tímum og hans yndislegu eiginkonu Elizu Reid sem gerði það jafnframt og hefur boðið okkur að líta við.“ Í gæsluvarðhaldi í tvær vikur til viðbótar Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að maðurinn sem grunaður er um að hafa valdið Sofiu bana verði í gæsluvarðhaldi í tvær vikur til viðbótar hið minnsta. Lögregla kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands fyrir tveimur vikum síðan til Landsréttar og fékk gæsluvarðhald yfir manninum því framlengt um fjórar vikur. Sveinn segir lögreglu hafa talið það nauðsynlegt vegna biðar eftir gögnum erlendis frá. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi í tæplega níu vikur. Sveinn segir lögreglu enn bíða eftir lokaskýrslu úr krufningu en hann segir bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að Sofiu hafi verið ráðinn bani.
Lögreglumál Grunur um manndráp á Selfossi Árborg Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira