Lægðin úr sögunni og besti sumardagurinn handan við hornið suðvestanlands Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. júní 2023 11:24 Einar segir að lægðin sem hefur herjað á landann sé úr sögunni og íbúar suðvesturhornsins megi eiga von á sól og blíðu. Mánudagurinn gæti orðið besti sumardagur sumarsins hingað til. Samsett/Bylgjan/Vilhelm Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir að lægðin sem hefur hringsólað yfir landinu sé úr sögunni. Yfir helgina má suðvesturhornið eiga von á sólarglætu og mikilli hlýju. Mánudagurinn gæti síðan orðið einn besti dagur sumarsins. Um helgina er mikið um að vera enda fyrsta helgin í júlí sem er ein mesta ferðahelgi sumarsins. Þá fagna Skagamenn Írskum dögum á Akranesi, um 1100 börn keppa á Orkumótinu í Eyjum og Bíldudals grænar baunir eru þegar byrjaðar í Bíldudal. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Blika.is, mætti í Reykjavík síðdegis í gær til að ræða veðrið um helgina sem verður ansi gott á suðvesturhorninu. Lægðin úr sögunni Einar segir að lægðin sem hefur herjað á landið sé loksins úr sögunni. Hitinn sé að potast upp, veðrið að lagast og að hlýtt loft sem barst norður fyrir land komi til baka yfir helgina. „Hún er búin að vera ansi leiðinleg þessi lægð sem er búin að hringsóla yfir landinu síðustu tvo til þrjá daga og hún er enn að senda yfir til okkar vindstrengi og úrkomubakka hér og þar á landinu,“ sagði Einar og bætti við að hún sé „úr sögunni“ í dag. „Almennt séð er hitinn að potast upp og veðrið að lagast“ sagði hann og í dag yrði hægur vindur. „Svo eru dálítið skemmtilegir hlutir að gerast að því leytinu til að næstu lægð er bara spáð yfir Bretlandseyjar, eða Skotland öllu heldur, og vindur er að snúast hægt og rólega í norðaustanátt,“ segir hann um lægðina sem fer aðallega yfir Skota og Færeyinga. „En það sem er skemmtilegt í þessu er að hlýtt loft sem hefur borist langt norður fyrir land er að koma til baka og kemur aftan að okkur yfir helgina, sérstaklega þegar líður á helgina.“ Milt og gott veður á laugardag Sólarglennur verða víða á landinu á laugardag, veðrið milt og má eiga von á því að hitinn farinn upp í fimmtán stig. „En á laugardaginn fer smám saman að snúast til norðaustanáttar, verður nú hægur og þá rignir nú dálítið á Norðausturlandi og á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum svona einhver þoka, sjórinn er nú kaldur, það er úti fyrir og suður með Austfjörðum,“ sagði hann. „Annars verða sólarglennur ansi víða á landinu en það er stutt í fjallaskúrir, allavega síðdegis á laugardeginum.“ „En milt og gott veður og hitinn tíu til fimmtán stig á landinu nema kannski alveg við sjávarsíðuna þar sem vindur stendur beint á sjónum,“ sagði Einar. Besti sumardagur sumarsins á mánudag „Á sunnudaginn þá er norðaustanáttin heldur að færast í aukana, verður orðinn strekkingur sérstaklega þegar frá líður og mesti vindurinn kannski yfir Vestfjarðakjálkann á norðvesturhluta landsins. En ekki fyrr en eftir hádegi og seinni partinn sem við förum að finna fyrir vindinum.“ „En þá fer þetta hlýja loft úr norðaustri að færa sig yfir landið og þá er spáð fimmtán til sautján stiga hita suðvestanlands og einhverju sólfari í háum skýjum eða sól með köflum og ágætasta veður, nema um austanvert landið verður einhver suddi og rigning með köflum,“ sagði Einar. Eftir helgina má eiga von á frábæru veðri á mánudag sem Einar segir að gæti orðið besti sumardagurinn á suðvestanlandi. „Síðan er að sjá á mánudaginn að þá verði þetta hlýja loft úr norðaustri yfir sunna- og vestanverðu landinu, norðaustanátt og bæði hlýtt og bjart. Það gæti orðið einna besti sumardagurinn suðvestanlands.“ Þessi góði sumardagur mun ná til Skagans og þá fer veðrið líka skánandi í Eyjum þar sem ungir knattspyrnuiðkendur sparka í bolta. Í norðaustanátt séu Eyjarnar í skjóli sem Eyjamenn geta verið sáttir með. Veðurspáin fyrir júlí er hins vegar dálítið út og suður að sögn Einars og ekki bara á Íslandi heldur víðar á norðurhveli jarðar. Það séu almennt meiri öfgar í sumarveðráttunni sem séu hugsanlega birtingarmynd loftslagsbreytinga. Veður Vestmannaeyjar Akranes Reykjavík Sólin Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Sjá meira
Um helgina er mikið um að vera enda fyrsta helgin í júlí sem er ein mesta ferðahelgi sumarsins. Þá fagna Skagamenn Írskum dögum á Akranesi, um 1100 börn keppa á Orkumótinu í Eyjum og Bíldudals grænar baunir eru þegar byrjaðar í Bíldudal. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Blika.is, mætti í Reykjavík síðdegis í gær til að ræða veðrið um helgina sem verður ansi gott á suðvesturhorninu. Lægðin úr sögunni Einar segir að lægðin sem hefur herjað á landið sé loksins úr sögunni. Hitinn sé að potast upp, veðrið að lagast og að hlýtt loft sem barst norður fyrir land komi til baka yfir helgina. „Hún er búin að vera ansi leiðinleg þessi lægð sem er búin að hringsóla yfir landinu síðustu tvo til þrjá daga og hún er enn að senda yfir til okkar vindstrengi og úrkomubakka hér og þar á landinu,“ sagði Einar og bætti við að hún sé „úr sögunni“ í dag. „Almennt séð er hitinn að potast upp og veðrið að lagast“ sagði hann og í dag yrði hægur vindur. „Svo eru dálítið skemmtilegir hlutir að gerast að því leytinu til að næstu lægð er bara spáð yfir Bretlandseyjar, eða Skotland öllu heldur, og vindur er að snúast hægt og rólega í norðaustanátt,“ segir hann um lægðina sem fer aðallega yfir Skota og Færeyinga. „En það sem er skemmtilegt í þessu er að hlýtt loft sem hefur borist langt norður fyrir land er að koma til baka og kemur aftan að okkur yfir helgina, sérstaklega þegar líður á helgina.“ Milt og gott veður á laugardag Sólarglennur verða víða á landinu á laugardag, veðrið milt og má eiga von á því að hitinn farinn upp í fimmtán stig. „En á laugardaginn fer smám saman að snúast til norðaustanáttar, verður nú hægur og þá rignir nú dálítið á Norðausturlandi og á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum svona einhver þoka, sjórinn er nú kaldur, það er úti fyrir og suður með Austfjörðum,“ sagði hann. „Annars verða sólarglennur ansi víða á landinu en það er stutt í fjallaskúrir, allavega síðdegis á laugardeginum.“ „En milt og gott veður og hitinn tíu til fimmtán stig á landinu nema kannski alveg við sjávarsíðuna þar sem vindur stendur beint á sjónum,“ sagði Einar. Besti sumardagur sumarsins á mánudag „Á sunnudaginn þá er norðaustanáttin heldur að færast í aukana, verður orðinn strekkingur sérstaklega þegar frá líður og mesti vindurinn kannski yfir Vestfjarðakjálkann á norðvesturhluta landsins. En ekki fyrr en eftir hádegi og seinni partinn sem við förum að finna fyrir vindinum.“ „En þá fer þetta hlýja loft úr norðaustri að færa sig yfir landið og þá er spáð fimmtán til sautján stiga hita suðvestanlands og einhverju sólfari í háum skýjum eða sól með köflum og ágætasta veður, nema um austanvert landið verður einhver suddi og rigning með köflum,“ sagði Einar. Eftir helgina má eiga von á frábæru veðri á mánudag sem Einar segir að gæti orðið besti sumardagurinn á suðvestanlandi. „Síðan er að sjá á mánudaginn að þá verði þetta hlýja loft úr norðaustri yfir sunna- og vestanverðu landinu, norðaustanátt og bæði hlýtt og bjart. Það gæti orðið einna besti sumardagurinn suðvestanlands.“ Þessi góði sumardagur mun ná til Skagans og þá fer veðrið líka skánandi í Eyjum þar sem ungir knattspyrnuiðkendur sparka í bolta. Í norðaustanátt séu Eyjarnar í skjóli sem Eyjamenn geta verið sáttir með. Veðurspáin fyrir júlí er hins vegar dálítið út og suður að sögn Einars og ekki bara á Íslandi heldur víðar á norðurhveli jarðar. Það séu almennt meiri öfgar í sumarveðráttunni sem séu hugsanlega birtingarmynd loftslagsbreytinga.
Veður Vestmannaeyjar Akranes Reykjavík Sólin Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Sjá meira