Fótbolti

Messi fær argentínskan þjálfara sem hann þekkir vel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi ræðir við Gerardo 'Tata' Martino þegar þeir unnu saman hjá Barcelona.
Lionel Messi ræðir við Gerardo 'Tata' Martino þegar þeir unnu saman hjá Barcelona. Getty/David Ramos

Það lítur út fyrir að Lionel Messi sé að fá nánast allt sem hann vill hjá bandaríska félaginu Inter Miami.

Messi samdi óvænt við bandaríska félagið þegar allir héldu að hann færi annað hvort heim til Barcelona eða í peningana í Sádi-Arabíu.

Eftir að Messi samdi við Miami félagið þá hafa margir gamlir vinir hans úr boltanum verið orðaðir við félagið. Það lítur út fyrir að nokkrir þeirra fá samning.

Nú síðast hefur Inter ráðið sér þjálfara og það er Argentínumaðurinn Gerardo Martino sem þekkir mjög vel til stórstjörnunnar.

Martino stýrði einmitt Messi hjá argentínska landsliðinu í tvö ár frá 2014-2016 sem og hjá Barcelona tímabilið 2013-14.

Martino tekur við starfinu af Phil Neville sem var rekinn fyrr í þessum mánuði.

„Gerardo ‚Tata' Martino er mjög virtur þjálfari í okkar sporti og ferilskráin hans talar sínu máli,“ sagði David Beckham um ráðninguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×