Sigurður Ragnar: Erum að vinna í að fá styrkingu Kári Mímisson skrifar 28. júní 2023 22:18 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur á von á liðsstyrk í júlí. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur var að vonum vonsvikinn með 2-0 tap sinna manna gegn KR nú í kvöld. Siggi Raggi viðurkendi að betra liðið hefði sigrað en á sama tíma sagðist hann geta tekið margt jákvætt út úr leiknum í kvöld. „Ég held að allir sem hafi horft á leikinn hafi séð að þetta voru sanngjörn úrslit. Við vorum í dálitlu brasi í dag en það voru alveg jákvæðir punktar. Mér fannst við komast í ágætis stöður oft á tíðum en nýttum þær illa. Mögulega vantaði meiri gæði hjá okkur fremst á vellinum, fórum illa með góðar stöður. Við fáum á okkur mark á leiðinda tíma, stuttu fyrir leikhlé og hefðum sennilega getað gert margt betur en við erum bara að læra. Þetta er staðan hjá okkur í dag og við þurfum að gera betur í næsta leik.“ Keflavík hefur verið að vinna að því að losa leikmenn upp á síðkastið sem ekki hafi staðið undir væntingum. Sigurður segir að verið sé að vinna í því að fá inn styrkingu fyrir gluggan sem opnist 18. júlí næstkomandi. Á sama tíma vonast hann til að þeir Sami Kamel og Nacho Heras verði mættir fljótlega í lið Keflavíkur. „Við erum að vinna í því að fá inn styrkingu fram á við í glugganum og vonumst til að það fari að styttast í Sami Kamel. Við erum búnir að vera að segja þetta í sex, sjö vikur en upphaflega reiknuðum við með að þetta yrðu stutt meiðsli en þau hafa heldur betur dregist á langinn. Hann er okkar besti maður fram á við og það má segja að hann sé besti maður liðsins oft á tíðum. Við söknum hans mikið og vonumst líka til að fá Nacho í liðið, það mun styrkja okkur. Við erum að leita að styrkingum framar á vellinum sem koma þá vonandi í glugganum.“ „Glugginn núna er erfiðari“ Stefan Ljubicic hefur ekki verið í liði Keflavíkur að undanförnu. Sigurður segir að það sé óvíst hvenær hann geti spilað aftur. „Hann er með heilahristing og fær einkenni bara við það að æfa. Það er því mjög óvíst hvenær hann kemur til baka. Hann prófaði aðeins um daginn en er bara með heilahristings einkenni núna á hverjum degi.“ Sigurður segir að glugginn núna sé erfiðari en glugginn fyrir mót en á sama tíma sé hann og aðstoðarfólk hans að eyða öllum sínum tíma um þessar mundir í að leita að einhverjum leiðum til að styrkja liðið sitt. „Ég held að við eigum eftir tvo eða þrjá leiki fram að glugga og erum bara núna að eyða dögunum í að finna styrkingar fyrir okkur. Við höfum þurft að losa menn til að búa til pening fyrir nýjum mönnum. Þetta er erfiðari gluggi þar sem það eru ekkert margir á lausu sem eru á Bestu deildar getustigi, eru leikfærir og vilja koma á stuttan samning út mótið. Þetta er því alltaf erfiðari gluggi. Við þurfum bæði að reyna að bæta okkur innan liðsins en engu að síður fá inn öflugri mannskap.“ Sigurður varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með KR og ber því væntanlega hlýjan hug til félagsins. Spurður út í möguleika KR í sumar telur Sigurður útlitið vera bjart í Vesturbænum um þessar mundir. „Ég held að þeir geti alveg farið í topp fimm, sex. Þeir eru búnir að finna fjölina sína eins og Bjarni Fel sagði. Þeir eru að spila betur, eru að vinna leiki og svo er komið sjálfsöryggi í liðið þeirra á meðan við erum í basli og brasi ásamt því að það vantar svolítið inn hjá okkur. Ég held að KR muni gera gott mót“ sagði Sigurður Ragnar að lokum. Íslenski boltinn Besta deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
„Ég held að allir sem hafi horft á leikinn hafi séð að þetta voru sanngjörn úrslit. Við vorum í dálitlu brasi í dag en það voru alveg jákvæðir punktar. Mér fannst við komast í ágætis stöður oft á tíðum en nýttum þær illa. Mögulega vantaði meiri gæði hjá okkur fremst á vellinum, fórum illa með góðar stöður. Við fáum á okkur mark á leiðinda tíma, stuttu fyrir leikhlé og hefðum sennilega getað gert margt betur en við erum bara að læra. Þetta er staðan hjá okkur í dag og við þurfum að gera betur í næsta leik.“ Keflavík hefur verið að vinna að því að losa leikmenn upp á síðkastið sem ekki hafi staðið undir væntingum. Sigurður segir að verið sé að vinna í því að fá inn styrkingu fyrir gluggan sem opnist 18. júlí næstkomandi. Á sama tíma vonast hann til að þeir Sami Kamel og Nacho Heras verði mættir fljótlega í lið Keflavíkur. „Við erum að vinna í því að fá inn styrkingu fram á við í glugganum og vonumst til að það fari að styttast í Sami Kamel. Við erum búnir að vera að segja þetta í sex, sjö vikur en upphaflega reiknuðum við með að þetta yrðu stutt meiðsli en þau hafa heldur betur dregist á langinn. Hann er okkar besti maður fram á við og það má segja að hann sé besti maður liðsins oft á tíðum. Við söknum hans mikið og vonumst líka til að fá Nacho í liðið, það mun styrkja okkur. Við erum að leita að styrkingum framar á vellinum sem koma þá vonandi í glugganum.“ „Glugginn núna er erfiðari“ Stefan Ljubicic hefur ekki verið í liði Keflavíkur að undanförnu. Sigurður segir að það sé óvíst hvenær hann geti spilað aftur. „Hann er með heilahristing og fær einkenni bara við það að æfa. Það er því mjög óvíst hvenær hann kemur til baka. Hann prófaði aðeins um daginn en er bara með heilahristings einkenni núna á hverjum degi.“ Sigurður segir að glugginn núna sé erfiðari en glugginn fyrir mót en á sama tíma sé hann og aðstoðarfólk hans að eyða öllum sínum tíma um þessar mundir í að leita að einhverjum leiðum til að styrkja liðið sitt. „Ég held að við eigum eftir tvo eða þrjá leiki fram að glugga og erum bara núna að eyða dögunum í að finna styrkingar fyrir okkur. Við höfum þurft að losa menn til að búa til pening fyrir nýjum mönnum. Þetta er erfiðari gluggi þar sem það eru ekkert margir á lausu sem eru á Bestu deildar getustigi, eru leikfærir og vilja koma á stuttan samning út mótið. Þetta er því alltaf erfiðari gluggi. Við þurfum bæði að reyna að bæta okkur innan liðsins en engu að síður fá inn öflugri mannskap.“ Sigurður varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með KR og ber því væntanlega hlýjan hug til félagsins. Spurður út í möguleika KR í sumar telur Sigurður útlitið vera bjart í Vesturbænum um þessar mundir. „Ég held að þeir geti alveg farið í topp fimm, sex. Þeir eru búnir að finna fjölina sína eins og Bjarni Fel sagði. Þeir eru að spila betur, eru að vinna leiki og svo er komið sjálfsöryggi í liðið þeirra á meðan við erum í basli og brasi ásamt því að það vantar svolítið inn hjá okkur. Ég held að KR muni gera gott mót“ sagði Sigurður Ragnar að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira