Magnaðar myndir af sandstormi í Reynisfjöru Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júní 2023 14:00 Ferðamennirnir í Reynisfjöru höfðu gaman að náttúruöflunum í fyrstu en gamanið kárnaði fljótt þegar kom að því að ganga aftur á bílastæðið. Fólk fauk í mestu hviðunum. RAX Rax fangaði stórbrotnar myndir frá Reynisfjöru í gær þar sem sandstormar herjuðu á ferðamenn. Einn fauk í sandinn og annar þurfti að bera barn sitt vegna vindsins sem fór upp í rúma 30 metra á sekúndu. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem Rax, var staddur á Reynisfjöru, rétt utan við Vík í Mýrdal, síðdegis í gær þar sem kröftugir sandstormar geisuðu. Ferðamenn hlaupa eftir fjörunni á meðan sandstormurinn ber á þeim.RAX „Ég fer þegar veðrið verst,“ sagði Rax kíminn aðspurður hvort hann hefði verið í Mýrdalnum sér til yndisauka. Foreldrar héldur á börnum sínum eða leiddu þau áfram í gegnum sandstorminn.RAX Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og tekur daglega við gríðarlegum fjölda gesta. Þó leiðinni þangað hafi verið lokað á tímabili í gær var samt fjöldi fólks niðri í fjörunni sem fékk að kenna á náttúruöflunum. Fólk leitaði skjóls í stuðlaberginu, aðrir grúfðu sig niður.RAX Rax segir vindhraðann hafa verið í stöðugum nítján til tuttugu metrum á sekúndu og hann hafi að öllum líkindum farið upp í rúmlega 30 metra á sekúndu í stærstu hviðunum. „Þetta hefur farið í 65 hnúta í hviðunum, það var alveg svakalegt,“ segir hann. Fjölskyldufaðirinn burðast með barn sitt sem hefur ekki getað gengið vegna vindsins.RAX „Þau höfðu bara gaman að þessu en svo kárnar gamanið þegar þau þurftu að bera krakkana sína til baka í rokinu,“ segir RAX um ferðamennina sem voru staddir í Reynisfjöru. Það er ekki auðvelt að bera barn á meðan sandurinn dynur á manni.RAXÞegar vindhviðurnar urðu hvað harðastar þurfti þessi fjölskyldufaðir að bera barn sitt.RAXSandstormurinn stakk eins og nálar.RAX Þrátt fyrir að hafa náð fjölda mynda segist Rax ekki hafa náð tali af ferðamönnunum, vindurinn hafi verið of mikill til að maður gæti stoppað til að spjalla. „Maður fauk til og frá. Þú ræður ekki við neitt, maður bara fauk. Ég sat á jörðinni og fauk,“ sagði hann. Reynisfjara er einn hættulegasti staður landsins vegna öldugangsins sem getur sogað fólk hratt út á haf. Undanfarin ár hefur fjöldi fólks dáið eftir að hafa lent í sjónum við fjöruna.RAX „Náttúruöflin geta tekið völdin en það slapp þarna. Það er hættulegast þegar brimið er mikið. Menn hefðu getað fokið út í,“ segir hann um vindhviðurnar. „Sandurinn er eins og nálar þegar hann fýkur á mann,“ segir Rax sem fann nálastungur sandsins í gegnum buxurnar. Fólk hélt fyrir andlitið þegar vindhviðurnar urðu harðastar enda stakk sandurinn fast í húðina.RAX Þú varst ekkert hræddur um myndavélina? „Pínu, pínu. Ég var með hana inn á mér,“ segir hann og bætir við að á tímabili hafi hviðurnar verið svo kröftugar að hann sá ekkert til og hitti jafnvel ekki með myndavélinni. „Hviðan tekur mann og maður smellir og smellir og veit ekkert hvað maður er að gera,“ segir RAX um það hvernig fer í verstu hviðunum. RAX Veðrið var ansi slæmt í gær en Rax telur að það gæti orðið svipað í dag. Fólk sem hyggst heimsækja Reynisfjöru má því eiga von á ansi hreint miklum vindi. RAX Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem Rax, var staddur á Reynisfjöru, rétt utan við Vík í Mýrdal, síðdegis í gær þar sem kröftugir sandstormar geisuðu. Ferðamenn hlaupa eftir fjörunni á meðan sandstormurinn ber á þeim.RAX „Ég fer þegar veðrið verst,“ sagði Rax kíminn aðspurður hvort hann hefði verið í Mýrdalnum sér til yndisauka. Foreldrar héldur á börnum sínum eða leiddu þau áfram í gegnum sandstorminn.RAX Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og tekur daglega við gríðarlegum fjölda gesta. Þó leiðinni þangað hafi verið lokað á tímabili í gær var samt fjöldi fólks niðri í fjörunni sem fékk að kenna á náttúruöflunum. Fólk leitaði skjóls í stuðlaberginu, aðrir grúfðu sig niður.RAX Rax segir vindhraðann hafa verið í stöðugum nítján til tuttugu metrum á sekúndu og hann hafi að öllum líkindum farið upp í rúmlega 30 metra á sekúndu í stærstu hviðunum. „Þetta hefur farið í 65 hnúta í hviðunum, það var alveg svakalegt,“ segir hann. Fjölskyldufaðirinn burðast með barn sitt sem hefur ekki getað gengið vegna vindsins.RAX „Þau höfðu bara gaman að þessu en svo kárnar gamanið þegar þau þurftu að bera krakkana sína til baka í rokinu,“ segir RAX um ferðamennina sem voru staddir í Reynisfjöru. Það er ekki auðvelt að bera barn á meðan sandurinn dynur á manni.RAXÞegar vindhviðurnar urðu hvað harðastar þurfti þessi fjölskyldufaðir að bera barn sitt.RAXSandstormurinn stakk eins og nálar.RAX Þrátt fyrir að hafa náð fjölda mynda segist Rax ekki hafa náð tali af ferðamönnunum, vindurinn hafi verið of mikill til að maður gæti stoppað til að spjalla. „Maður fauk til og frá. Þú ræður ekki við neitt, maður bara fauk. Ég sat á jörðinni og fauk,“ sagði hann. Reynisfjara er einn hættulegasti staður landsins vegna öldugangsins sem getur sogað fólk hratt út á haf. Undanfarin ár hefur fjöldi fólks dáið eftir að hafa lent í sjónum við fjöruna.RAX „Náttúruöflin geta tekið völdin en það slapp þarna. Það er hættulegast þegar brimið er mikið. Menn hefðu getað fokið út í,“ segir hann um vindhviðurnar. „Sandurinn er eins og nálar þegar hann fýkur á mann,“ segir Rax sem fann nálastungur sandsins í gegnum buxurnar. Fólk hélt fyrir andlitið þegar vindhviðurnar urðu harðastar enda stakk sandurinn fast í húðina.RAX Þú varst ekkert hræddur um myndavélina? „Pínu, pínu. Ég var með hana inn á mér,“ segir hann og bætir við að á tímabili hafi hviðurnar verið svo kröftugar að hann sá ekkert til og hitti jafnvel ekki með myndavélinni. „Hviðan tekur mann og maður smellir og smellir og veit ekkert hvað maður er að gera,“ segir RAX um það hvernig fer í verstu hviðunum. RAX Veðrið var ansi slæmt í gær en Rax telur að það gæti orðið svipað í dag. Fólk sem hyggst heimsækja Reynisfjöru má því eiga von á ansi hreint miklum vindi.
RAX Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent