Erlent

Aðildar­ríkin vilja Stol­ten­berg á­fram en hann virðist tregur til

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Stoltenberg hefur verið tregur til að halda áfram hjá NATO en hann dreymdi um að stýra Norges Bank.
Stoltenberg hefur verið tregur til að halda áfram hjá NATO en hann dreymdi um að stýra Norges Bank. AP/Mindaugas Kulbis

Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins eru sögð hafa verið sammála um að fara þess á leit við Jens Stoltenberg að hann verði áfram framkvæmdastjóri bandalagsins.

Frá þessu greinir VG.

Samkvæmt frétt blaðsins hefur Stoltenberg ekki gefið svar af eða á en hann mun að óbreyttu láta af störfum 1. október næstkomandi. Ákvörðunar er að vænta á næstu dögum, hefur VG eftir heimildarmönnum.

Þeir segjast gera ráð fyrir að Stoltenberg muni samþykkja að vera áfram og fram á sumar 2024.

Stoltenberg sagðist hins vegar í samtali við NRK í gær að hann hefði margsinnis ítrekað að hann hefði ekkert meira fram að færa og hefði ekki áhuga á því að framlengja samning sinn.

Hann er sagður eini kandídatinn sem NATO-ríkin hafa augastað á.

Stoltenberg var forsætisráðherra Noregs frá 2005 til 2013 og var skipaður framkvæmdastjóri NATO árið 2014. Hann átti að láta af störfum 1. október 2022 og hafði leitast eftir því að verða næsti seðlabankastjóri Noregs.

Eftir mikinn þrýsting vegna innrásar Rússa í Úkraínu samþykkti hann hins vegar í mars 2022 að framlengja samning sinn við NATO tímabundið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×