Fótbolti

Ótrúleg gleði þegar hún frétti að hún væri að fara á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ana Vitória fær að taka þátt i sínu fyrsta heimsmeistaramóti í næsta mánuði.
Ana Vitória fær að taka þátt i sínu fyrsta heimsmeistaramóti í næsta mánuði. Getty/Erin Chang

Það er mjög stór stund fyrir hvern knattspyrnumann og konu þegar þau fá tækifæri til að spila fyrir þjóð sína á heimsmeistaramóti.

Hin brasilíska Ana Vitória sýndi frá gleðistund sinni þegar hún frétti af þvi að hún yrði í HM-hópi Brasilíu á heimsmeistaramótinu í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. HM hefst 20. júlí næstkomandi.

Ana stekkur upp af gleði þegar hún heyrir nafn sitt og faðmar síðan föður sinn. Gleðin leynir sér ekki og sama má segja um stoltið hjá pabbanum.

Ana Vitória er 23 ára miðjumaður sem hefur verið liðsfélagi Cloé Eyju Lacasse hjá Benfica undanfarin ár.

Ana hefur alls spilað tuttugu landsleiki fyrir Brasilíu og skorað eitt mark sem kom á móti Kanada í nóvemeber síðaliðnum. Fyrsta landsleikinn spilaí hún árið 2020.

Hún hefur orðið portúgalskur meistari undanfarin þrjú tímabil og var alls með 20 mörk og 16 stoðsendingar í 42 leikjum með Benfica á síðustu leiktíð.

Hér fyrir neðan má sjá þessa skemmtilegu stund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×