Óskar Hrafn: Evrópuleikir eru þess eðlis að þú verður að bera virðingu fyrir þeim Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júní 2023 21:31 Óskar Hrafn á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson var vitaskuld ánægður með 7-1 sigur Breiðabliks gegn Tre Penne í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Hann býst við erfiðari leik á föstudag gegn Budućnost Podgorica. Breiðablik vann í kvöld öruggan 7-1 sigur á Tre Penne frá San Marinó í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika var ánægður með leik síns liðs í kvöld. „Ég er sáttur. Þetta var fagmannleg frammistaða og við getum ekkert kvartað, sjö mörk og mjög góður seinni hálfleikur,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Stöð 2 Sport strax eftir leik í kvöld. „Fyrri hálfleikur, þá hefðum við getað spilað aðeins hraðar og aðeins meira fram á við. Ég ætla ekki að kvarta, þetta var leikur þar sem við höfðum öllu að tapa og þannig lagað ekkert að vinna. Það var þannig fyrir leik að það var langt síðan þeir unnu Evrópuleik þannig að mér fannst menn bera virðingu fyrir verkefninu og ég er ánægður með það.“ Oliver Stefánsson fékk tækifæri í byrjunarliði Breiðabliks í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn notaði hópinn vel í leiknum í dag en hann gerði töluvert margar breytingar á liðinu síðan í síðasta leik í Bestu deildinni. „Sjö góð mörk og margt jákvætt. Menn sem hafa kannski verið að spila minna fengu dýrmætar mínútur í skrokkinn. Þetta er mjög gott og það er gott að vera kominn í úrslitaleikinn.“ Óskar segist erfitt að fara fram á fleiri mörk en liðið skoraði í kvöld en yfirburðir Blika voru miklir í leiknum. „Nei nei, ég ætla ekkert að fara fram á það. Mér fannst boltinn fljóta vel og í seinni hálfleik þá fórum við fram á við og skrefin hjá þeim þyngdust. Seinni hálfleikur var mjög flottur og við hefðum alveg getað farið betur með færin sem við fengum. Evrópuleikir eru þess eðlis að þú verður að bera virðingu fyrir þeim og þessi sigur er góður og öflugur.“ Á von á jöfnum leik á föstudag Breiðablik mætir eins og áður segir liði Budućnost Podgorica í úrslitaleik um sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar á föstudag. Óskar Hrafn býst við jöfnum leik en liðin mættust í Evrópukeppninni í fyrra þar sem hart var barist. „Ég sé bara leik sem er 50/50 og ég held þetta verði mjög jafn leikur. Budućnost er með gott lið, þeir eru líkamlega sterkir og kröftugir. Við þurfum að eiga toppleik og það má ekkert út af bregða. Við þurfum að halda einbeitingu í níutíu mínútur og vera orkumiklir.“ Óskar Hrafn bendir þó á þann kost fyrir Blika að lið Podgorica er að mæta aftur til leiks eftir sumarfrí í Svartfjallalandi. Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þeir eru að koma eftir sumarfrí þannig að við eigum að vera í betra formi og betra leikformi en þeir. Við þurfum að sjá til þess að það skíni í gegn og eina leiðin til að gera það er að mæta af krafti með fyrsta skrefið öflugt og keyra yfir þá.“ Eftir mikla yfirburði í upphafi leiks í kvöld tókst liði Tre Penne að minnka muninn í 2-1 í fyrri hálfleiknum. Óskar Hrafn sagði óþarfi að einblína á nánast það eina sem fór úrskeiðis í leiknum. „Já, auðvitað er þetta hluti af því sem við töluðum um fyrir leikinn að vera betri í því að dekka inn í teig og koma í veg fyrir fyrirgjafir þannig að það var ekki gott. En það er alls ekki eitthvað sem við ætlum að einblína á og það hefur aldrei verið okkur til hagsbóta að einblína á eina hlutinn sem fór úrskeiðis þannig lagað.“ „Við skorum sjö mörk og fáum á okkur eitt. Við þurfum að vinna í þessu og verða betri og eigum að vera betri í að verjast fyrirgjöfum. Það er bara verkefni sem er endalaust vinna.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Breiðablik vann í kvöld öruggan 7-1 sigur á Tre Penne frá San Marinó í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika var ánægður með leik síns liðs í kvöld. „Ég er sáttur. Þetta var fagmannleg frammistaða og við getum ekkert kvartað, sjö mörk og mjög góður seinni hálfleikur,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Stöð 2 Sport strax eftir leik í kvöld. „Fyrri hálfleikur, þá hefðum við getað spilað aðeins hraðar og aðeins meira fram á við. Ég ætla ekki að kvarta, þetta var leikur þar sem við höfðum öllu að tapa og þannig lagað ekkert að vinna. Það var þannig fyrir leik að það var langt síðan þeir unnu Evrópuleik þannig að mér fannst menn bera virðingu fyrir verkefninu og ég er ánægður með það.“ Oliver Stefánsson fékk tækifæri í byrjunarliði Breiðabliks í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn notaði hópinn vel í leiknum í dag en hann gerði töluvert margar breytingar á liðinu síðan í síðasta leik í Bestu deildinni. „Sjö góð mörk og margt jákvætt. Menn sem hafa kannski verið að spila minna fengu dýrmætar mínútur í skrokkinn. Þetta er mjög gott og það er gott að vera kominn í úrslitaleikinn.“ Óskar segist erfitt að fara fram á fleiri mörk en liðið skoraði í kvöld en yfirburðir Blika voru miklir í leiknum. „Nei nei, ég ætla ekkert að fara fram á það. Mér fannst boltinn fljóta vel og í seinni hálfleik þá fórum við fram á við og skrefin hjá þeim þyngdust. Seinni hálfleikur var mjög flottur og við hefðum alveg getað farið betur með færin sem við fengum. Evrópuleikir eru þess eðlis að þú verður að bera virðingu fyrir þeim og þessi sigur er góður og öflugur.“ Á von á jöfnum leik á föstudag Breiðablik mætir eins og áður segir liði Budućnost Podgorica í úrslitaleik um sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar á föstudag. Óskar Hrafn býst við jöfnum leik en liðin mættust í Evrópukeppninni í fyrra þar sem hart var barist. „Ég sé bara leik sem er 50/50 og ég held þetta verði mjög jafn leikur. Budućnost er með gott lið, þeir eru líkamlega sterkir og kröftugir. Við þurfum að eiga toppleik og það má ekkert út af bregða. Við þurfum að halda einbeitingu í níutíu mínútur og vera orkumiklir.“ Óskar Hrafn bendir þó á þann kost fyrir Blika að lið Podgorica er að mæta aftur til leiks eftir sumarfrí í Svartfjallalandi. Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þeir eru að koma eftir sumarfrí þannig að við eigum að vera í betra formi og betra leikformi en þeir. Við þurfum að sjá til þess að það skíni í gegn og eina leiðin til að gera það er að mæta af krafti með fyrsta skrefið öflugt og keyra yfir þá.“ Eftir mikla yfirburði í upphafi leiks í kvöld tókst liði Tre Penne að minnka muninn í 2-1 í fyrri hálfleiknum. Óskar Hrafn sagði óþarfi að einblína á nánast það eina sem fór úrskeiðis í leiknum. „Já, auðvitað er þetta hluti af því sem við töluðum um fyrir leikinn að vera betri í því að dekka inn í teig og koma í veg fyrir fyrirgjafir þannig að það var ekki gott. En það er alls ekki eitthvað sem við ætlum að einblína á og það hefur aldrei verið okkur til hagsbóta að einblína á eina hlutinn sem fór úrskeiðis þannig lagað.“ „Við skorum sjö mörk og fáum á okkur eitt. Við þurfum að vinna í þessu og verða betri og eigum að vera betri í að verjast fyrirgjöfum. Það er bara verkefni sem er endalaust vinna.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira