Bjarni beri fulla ábyrgð á straumi fólks frá Venesúela hingað Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2023 13:23 Jóhann Páll er gáttaður á Bjarna, hvernig hann kjósi að leggja útlendingamálin upp með að þar ríki algert stjórnleysi. „Um málefnasviðsvið sem hans flokkur hefur farið með í tíu ár og mistekist að koma stjórn á.“ vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er gáttaður á því sem hann vill meina að sé afar misvísandi málflutningur Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Jóhann Páll fylgdist, líkt og svo margir aðrir, með hressilegu Pallborði Vísis í morgun en þar sátu fyrir svörum leiðtogar stjórnarflokkanna, þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Jóhann Páll hnaut ekki síst um það sem Bjarni hafði um innflytjendamál að segja. „Þessi umræða um Venesúelafólk var mögnuð,“ segir Jóhann Páll í samtali við Vísi. Yfirgengileg og misvísandi umræða Að sögn þingmannsins var það á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu 2018 sem tekin var sérstök ákvörðun um að veita umsækjendum frá Venesúela sérstaka meðferð. „Og samþykkja hverja einustu umsókn óháð einstaklingsbundnum aðstæðum fólksins. Mjög afdrifarík ákvörðun – en nú er talað um þessar umsóknir venesúelskra ríkisborgara í algeru samhengisleysi, eins og ríkisstjórnin hafi ekkert með þetta að gera?!“ Jóhann Páll vísar hér sérstaklega til ummæla Bjarna um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd: „Það er stjórnleysi í málaflokknum, sagði Bjarni. Um málefnasviðsvið sem hans flokkur hefur farið með í tíu ár og mistekist að koma stjórn á.“ Að mati þingmannsins er umræðan um umsóknir frá Venesúela með miklum ólíkindum og slitin úr öllu samhengi. Ákvörðunin sem tekin var, á vakt Sjálfstæðisflokksins, hafi reynst afdrifarík. „Ísland var eina Evrópuríkið sem ákvað að afgreiða umsóknir venesúelskra ríkisborgara með þessum hætti, veita þeim viðbótarvernd skilyrðislaust, og senda fólkinu þannig skýr skilaboð um að leita hingað.“ Flumbrukennd og ábyrgðarlaus pólitík Jóhann Páll segir að fyrir vikið hafi til að mynda íslenskum stjórnvöldum borist 1.184 umsóknir frá ríkisborgurum Venesúela í fyrra meðan slíkar umsóknir voru 94 í Noregi, 72 í Svíþjóð og 5 í Finnlandi. „Það var líka afdrifarík ákvörðun að stöðva afgreiðslu allra Venesúelaumsókna. Á meðan má fólk ekki vinna, er í skammtímabúsetuúrræðum og ríkissjóður borgar í stað þess að fólk komist til vinnu og geti sjálft aflað sér viðurværis,“ segir Jóhann Páll og er gáttaður á því hvernig formaður Sjálfstæðisflokksins kýs að leggja málin upp. „Allt er þetta afleiðingin af „stjórnleysi“, flumbrukenndri og ábyrgðarlausri pólitík Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum. Það verður að skipta um kúrs í dómsmálaráðuneytinu. Munum líka að fjársveltir innviðir og fjársvelt grunnþjónusta er stjórnmálamönnum en ekki flóttamönnum að kenna.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Innflytjendamál Pallborðið Tengdar fréttir Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Formenn ræddu ágreinings- og átakamál í Pallborðinu á Vísi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mæta í Pallborðið á Vísi klukkan 8.30 til að ræða ýmis stór mál sem hafa reynst ríkisstjórninni erfið. 27. júní 2023 07:19 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira
Jóhann Páll fylgdist, líkt og svo margir aðrir, með hressilegu Pallborði Vísis í morgun en þar sátu fyrir svörum leiðtogar stjórnarflokkanna, þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Jóhann Páll hnaut ekki síst um það sem Bjarni hafði um innflytjendamál að segja. „Þessi umræða um Venesúelafólk var mögnuð,“ segir Jóhann Páll í samtali við Vísi. Yfirgengileg og misvísandi umræða Að sögn þingmannsins var það á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu 2018 sem tekin var sérstök ákvörðun um að veita umsækjendum frá Venesúela sérstaka meðferð. „Og samþykkja hverja einustu umsókn óháð einstaklingsbundnum aðstæðum fólksins. Mjög afdrifarík ákvörðun – en nú er talað um þessar umsóknir venesúelskra ríkisborgara í algeru samhengisleysi, eins og ríkisstjórnin hafi ekkert með þetta að gera?!“ Jóhann Páll vísar hér sérstaklega til ummæla Bjarna um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd: „Það er stjórnleysi í málaflokknum, sagði Bjarni. Um málefnasviðsvið sem hans flokkur hefur farið með í tíu ár og mistekist að koma stjórn á.“ Að mati þingmannsins er umræðan um umsóknir frá Venesúela með miklum ólíkindum og slitin úr öllu samhengi. Ákvörðunin sem tekin var, á vakt Sjálfstæðisflokksins, hafi reynst afdrifarík. „Ísland var eina Evrópuríkið sem ákvað að afgreiða umsóknir venesúelskra ríkisborgara með þessum hætti, veita þeim viðbótarvernd skilyrðislaust, og senda fólkinu þannig skýr skilaboð um að leita hingað.“ Flumbrukennd og ábyrgðarlaus pólitík Jóhann Páll segir að fyrir vikið hafi til að mynda íslenskum stjórnvöldum borist 1.184 umsóknir frá ríkisborgurum Venesúela í fyrra meðan slíkar umsóknir voru 94 í Noregi, 72 í Svíþjóð og 5 í Finnlandi. „Það var líka afdrifarík ákvörðun að stöðva afgreiðslu allra Venesúelaumsókna. Á meðan má fólk ekki vinna, er í skammtímabúsetuúrræðum og ríkissjóður borgar í stað þess að fólk komist til vinnu og geti sjálft aflað sér viðurværis,“ segir Jóhann Páll og er gáttaður á því hvernig formaður Sjálfstæðisflokksins kýs að leggja málin upp. „Allt er þetta afleiðingin af „stjórnleysi“, flumbrukenndri og ábyrgðarlausri pólitík Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum. Það verður að skipta um kúrs í dómsmálaráðuneytinu. Munum líka að fjársveltir innviðir og fjársvelt grunnþjónusta er stjórnmálamönnum en ekki flóttamönnum að kenna.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Innflytjendamál Pallborðið Tengdar fréttir Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Formenn ræddu ágreinings- og átakamál í Pallborðinu á Vísi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mæta í Pallborðið á Vísi klukkan 8.30 til að ræða ýmis stór mál sem hafa reynst ríkisstjórninni erfið. 27. júní 2023 07:19 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira
Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34
Formenn ræddu ágreinings- og átakamál í Pallborðinu á Vísi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mæta í Pallborðið á Vísi klukkan 8.30 til að ræða ýmis stór mál sem hafa reynst ríkisstjórninni erfið. 27. júní 2023 07:19