„Þetta eyðileggur leikinn fyrir okkur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júní 2023 20:28 Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfyssinga, var allt annað en sáttur eftir tap liðsins gegn ÍBV í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er bara grátlegt, alveg grátlegt,“ sagði niðurlútur Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, eftir 2-0 tap liðsins gegn ÍBV í Bestu-deild kvenna í kvöld. „Við erum svo miklu, miklu, miklu betri heldur en þær og ég er bara ógeðslega pirraður,“ bætti þjálfarinn við. Hann segir að þetta hafi verið einn af þessum dögum þar sem boltinn bara vildi ekki inn, en Selfyssingar sköpuðu sér vissulega færi til að í það minnsta minnka muninn í síðari hálfleik. „Það var pínu þannig. Við erum alveg búin að vera að vinna í ákveðnum hlutum, hvernig við skiptum boltanum á milli kanta, hvernig við höldum honum innan liðsins og hvernig við erum að koma okkur í fínar stöður og svo að búa til færi út frá því.“ „Þetta eru stór skref fram á við en við náttúrulega bara verðum að drulla boltanum í netið. Það spyr enginn að neinni tölfræði nema markaskorun í enda leiks.“ Selfyssingar höfðu ágætis tök á leiknum stærstan hluta leiksins, en fengu blauta tusku í andlitið seint í síðari hálfleik þegar Eyjakonur skoruðu tvö mörk með stuttu millibili. Það síðara úr vítaspyrnu sem Björn er handviss um að hafi verið rangur dómur. „Við höldum alveg áfram að spila okkar leik þrátt fyrir þessi mörk sem við fáum á okkur. Við svindlum aðeins í varnarleiknum í fyrra markinu og svo frá því sem ég sé þá er þetta algjörlega glórulaus dómur. Þetta er af mjög stuttu færi og hún stendur bara þarna með höndina aðeins út fyrir líkama.“ „Að segja að þetta sé ónáttúruleg staða - hvað er náttúruleg staða og hvernig metur hann það á splittsekúndu? Mér finnst þetta bara vond ákvörðun, en svo þarf ég kannski bara að sjá þetta frá örðum vinklum en ég sá þetta frá. En þetta eyðileggur leikinn fyrir okkur.“ Björn var ekki sá eini á vellinum sem var ósáttur við dóminn því Sif Atladóttir, sú sem dæmt var ár, var alveg viss um að dómarinn hafi haft rangt fyrir sér. „Hún er búin að vera í þessari stöðu þúsund sinnum áður. Ég veit ekki hvernig maður á að beita sér til að blokka skot öðruvísi en hún gerir betur en flestir aðrir leikmenn. En þetta var dæmt á okkur og ég er ánægður með að liðið haldi áfram að reyna að þrýsta og reyna að komast inn í leikinn aftur, en það bara dugði ekki til í dag.“ Selfyssingar sækja Þrótt heim í næstu umferð og liðið þarf sárlega á stigum að halda í botnbaráttunni, en Björn gerir sér grein fyrir því að það verður erfiður leikur. „Við vitum það að þetta verður mjög erfiður leikur á móti Þrótti. Það er lið sem er að elta toppinn og við erum í einhverju allt öðru en það. En mér finnst búnar að vera miklar framfarir í leik okkar undanfarnar vikur. Við þurfum bara að halda áfram og vera þolinmóð gagnvart úrslitunum og vonandi koma einjhverjir punktar í næstu umferð,“ sagði Björn að lokum. Besta deild kvenna UMF Selfoss ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 0-2 | ÍBV skilur Selfyssinga eftir á botninum ÍBV vann mikilvægan 2-0 sigur er liðið heimsótti Selfyssinga í botnslag Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur ÍBV síðan 15. maí síðastliðinn. 26. júní 2023 19:50 Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
„Við erum svo miklu, miklu, miklu betri heldur en þær og ég er bara ógeðslega pirraður,“ bætti þjálfarinn við. Hann segir að þetta hafi verið einn af þessum dögum þar sem boltinn bara vildi ekki inn, en Selfyssingar sköpuðu sér vissulega færi til að í það minnsta minnka muninn í síðari hálfleik. „Það var pínu þannig. Við erum alveg búin að vera að vinna í ákveðnum hlutum, hvernig við skiptum boltanum á milli kanta, hvernig við höldum honum innan liðsins og hvernig við erum að koma okkur í fínar stöður og svo að búa til færi út frá því.“ „Þetta eru stór skref fram á við en við náttúrulega bara verðum að drulla boltanum í netið. Það spyr enginn að neinni tölfræði nema markaskorun í enda leiks.“ Selfyssingar höfðu ágætis tök á leiknum stærstan hluta leiksins, en fengu blauta tusku í andlitið seint í síðari hálfleik þegar Eyjakonur skoruðu tvö mörk með stuttu millibili. Það síðara úr vítaspyrnu sem Björn er handviss um að hafi verið rangur dómur. „Við höldum alveg áfram að spila okkar leik þrátt fyrir þessi mörk sem við fáum á okkur. Við svindlum aðeins í varnarleiknum í fyrra markinu og svo frá því sem ég sé þá er þetta algjörlega glórulaus dómur. Þetta er af mjög stuttu færi og hún stendur bara þarna með höndina aðeins út fyrir líkama.“ „Að segja að þetta sé ónáttúruleg staða - hvað er náttúruleg staða og hvernig metur hann það á splittsekúndu? Mér finnst þetta bara vond ákvörðun, en svo þarf ég kannski bara að sjá þetta frá örðum vinklum en ég sá þetta frá. En þetta eyðileggur leikinn fyrir okkur.“ Björn var ekki sá eini á vellinum sem var ósáttur við dóminn því Sif Atladóttir, sú sem dæmt var ár, var alveg viss um að dómarinn hafi haft rangt fyrir sér. „Hún er búin að vera í þessari stöðu þúsund sinnum áður. Ég veit ekki hvernig maður á að beita sér til að blokka skot öðruvísi en hún gerir betur en flestir aðrir leikmenn. En þetta var dæmt á okkur og ég er ánægður með að liðið haldi áfram að reyna að þrýsta og reyna að komast inn í leikinn aftur, en það bara dugði ekki til í dag.“ Selfyssingar sækja Þrótt heim í næstu umferð og liðið þarf sárlega á stigum að halda í botnbaráttunni, en Björn gerir sér grein fyrir því að það verður erfiður leikur. „Við vitum það að þetta verður mjög erfiður leikur á móti Þrótti. Það er lið sem er að elta toppinn og við erum í einhverju allt öðru en það. En mér finnst búnar að vera miklar framfarir í leik okkar undanfarnar vikur. Við þurfum bara að halda áfram og vera þolinmóð gagnvart úrslitunum og vonandi koma einjhverjir punktar í næstu umferð,“ sagði Björn að lokum.
Besta deild kvenna UMF Selfoss ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 0-2 | ÍBV skilur Selfyssinga eftir á botninum ÍBV vann mikilvægan 2-0 sigur er liðið heimsótti Selfyssinga í botnslag Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur ÍBV síðan 15. maí síðastliðinn. 26. júní 2023 19:50 Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 0-2 | ÍBV skilur Selfyssinga eftir á botninum ÍBV vann mikilvægan 2-0 sigur er liðið heimsótti Selfyssinga í botnslag Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur ÍBV síðan 15. maí síðastliðinn. 26. júní 2023 19:50