Bylgja manndrápsmála gengur yfir Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. júní 2023 19:21 Helgi Gunnlaugsson segir að þó mögulega sé bylgja í gangi núna séu einnig merki um að aukin tíðni alvarlegra ofbeldisverka sé komin til að vera. Stöð 2/Steingrímur Dúi Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála sem nú gengur yfir vera áhyggjuefni. Ef fram haldi sem horfi væri verið að stíga inn í allt annað umhverfi en þekkst hafi hér á landi. Fjöldi útlendinga sem fremji eða verði fyrir brotum sé merki um viðkvæmari stöðu þeirra. Alls hafa átta manndráp verið framin hér á landi síðasta árið. Manndrápsmálið um helgina er það fjórða á rétt rúmum tveimur mánuðum. Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála nú ganga yfir en sveiflur sem þessar séu þó þekktar. „Vonandi er þetta bylgja núna sem á eftir að hjaðna eins og áður hefur gerst hjá okkur. Það sem gæti styrkt það mat er að eðli manndrápanna virðist ekki hafa breyst ýkja mikið. Mikið af ofbeldismálum eru framin í vímu án mikils undirbúnings sem tengjast ekki gengjastríðum eða skipulagðri brotastarfsemi nema að litlu leyti,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði. „Við höfum áður séð bylgjur í manndrápum, til dæmis um síðustu aldamót voru manndráp allt upp í tíu á örfáum árum. Svo höfum við haft ár þar sem engin manndráp voru framin.“ Helgi segir að þó mögulegt sé að bylgja gangi yfir núna séu einnig merki um að aukin tíðni alvarlegra ofbeldisverka sé komin til að vera. „Það sem gæti ýtt undir að þetta sé ekki bylgja og það sem maður hefur áhyggjur af, er að lögregla er að haldleggja hnífa og skotvopn í meiri mæli. Við sjáum að ungt fólk og sérstaklega ungir karlmenn eru að bera hnífa á opinberum vettvangi. Hugmyndafræðin meðal tiltekinna hópa virðist vera að það sé réttlætanlegt að bera vopn og ekki bara bera þau heldur beita þeim ef einhver ögrun á sér stað.“ Útlendingar margir í viðkvæmri stöðu Í þremur af síðustu fjórum manndrápsmálum hafa fórnarlömb verið af erlendu bergi brotin. Þetta segir Helgi að megi mögulega skýra vegna viðkvæmrar stöðu útlendinga hér á landi. „Kannski bendir það til þess að margir útlendingar hjá okkur séu í veikari stöðu en gengur og gerist meðal annarra íslendinga og eru kannski berskjaldaðari gagnvart því að lenda í brotum eða fara út í brot af einhverju tagi, bæði sem gerendur og þolendur.“ Lögreglumál Manndráp í Drangahrauni Reykjavík Hafnarfjörður Tengdar fréttir Áhyggjur af auknum hnífaburði: „Stutt hjá hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum” Lögregla hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum. Yfirheyrslur yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á laugardagsmorgun hafa gengið vel að sögn yfirlögregluþjóns. 19. júní 2023 12:04 Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 Hnífaburður gerður útlægur Það þarf ekki að ræða frekar að hnífaburður er orðið vandamál hér landi. Að bera hníf ógnar öryggi barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings. 24. apríl 2023 11:31 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Alls hafa átta manndráp verið framin hér á landi síðasta árið. Manndrápsmálið um helgina er það fjórða á rétt rúmum tveimur mánuðum. Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála nú ganga yfir en sveiflur sem þessar séu þó þekktar. „Vonandi er þetta bylgja núna sem á eftir að hjaðna eins og áður hefur gerst hjá okkur. Það sem gæti styrkt það mat er að eðli manndrápanna virðist ekki hafa breyst ýkja mikið. Mikið af ofbeldismálum eru framin í vímu án mikils undirbúnings sem tengjast ekki gengjastríðum eða skipulagðri brotastarfsemi nema að litlu leyti,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði. „Við höfum áður séð bylgjur í manndrápum, til dæmis um síðustu aldamót voru manndráp allt upp í tíu á örfáum árum. Svo höfum við haft ár þar sem engin manndráp voru framin.“ Helgi segir að þó mögulegt sé að bylgja gangi yfir núna séu einnig merki um að aukin tíðni alvarlegra ofbeldisverka sé komin til að vera. „Það sem gæti ýtt undir að þetta sé ekki bylgja og það sem maður hefur áhyggjur af, er að lögregla er að haldleggja hnífa og skotvopn í meiri mæli. Við sjáum að ungt fólk og sérstaklega ungir karlmenn eru að bera hnífa á opinberum vettvangi. Hugmyndafræðin meðal tiltekinna hópa virðist vera að það sé réttlætanlegt að bera vopn og ekki bara bera þau heldur beita þeim ef einhver ögrun á sér stað.“ Útlendingar margir í viðkvæmri stöðu Í þremur af síðustu fjórum manndrápsmálum hafa fórnarlömb verið af erlendu bergi brotin. Þetta segir Helgi að megi mögulega skýra vegna viðkvæmrar stöðu útlendinga hér á landi. „Kannski bendir það til þess að margir útlendingar hjá okkur séu í veikari stöðu en gengur og gerist meðal annarra íslendinga og eru kannski berskjaldaðari gagnvart því að lenda í brotum eða fara út í brot af einhverju tagi, bæði sem gerendur og þolendur.“
Lögreglumál Manndráp í Drangahrauni Reykjavík Hafnarfjörður Tengdar fréttir Áhyggjur af auknum hnífaburði: „Stutt hjá hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum” Lögregla hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum. Yfirheyrslur yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á laugardagsmorgun hafa gengið vel að sögn yfirlögregluþjóns. 19. júní 2023 12:04 Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 Hnífaburður gerður útlægur Það þarf ekki að ræða frekar að hnífaburður er orðið vandamál hér landi. Að bera hníf ógnar öryggi barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings. 24. apríl 2023 11:31 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Áhyggjur af auknum hnífaburði: „Stutt hjá hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum” Lögregla hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum. Yfirheyrslur yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á laugardagsmorgun hafa gengið vel að sögn yfirlögregluþjóns. 19. júní 2023 12:04
Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38
Hnífaburður gerður útlægur Það þarf ekki að ræða frekar að hnífaburður er orðið vandamál hér landi. Að bera hníf ógnar öryggi barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings. 24. apríl 2023 11:31