Bylgja manndrápsmála gengur yfir Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. júní 2023 19:21 Helgi Gunnlaugsson segir að þó mögulega sé bylgja í gangi núna séu einnig merki um að aukin tíðni alvarlegra ofbeldisverka sé komin til að vera. Stöð 2/Steingrímur Dúi Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála sem nú gengur yfir vera áhyggjuefni. Ef fram haldi sem horfi væri verið að stíga inn í allt annað umhverfi en þekkst hafi hér á landi. Fjöldi útlendinga sem fremji eða verði fyrir brotum sé merki um viðkvæmari stöðu þeirra. Alls hafa átta manndráp verið framin hér á landi síðasta árið. Manndrápsmálið um helgina er það fjórða á rétt rúmum tveimur mánuðum. Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála nú ganga yfir en sveiflur sem þessar séu þó þekktar. „Vonandi er þetta bylgja núna sem á eftir að hjaðna eins og áður hefur gerst hjá okkur. Það sem gæti styrkt það mat er að eðli manndrápanna virðist ekki hafa breyst ýkja mikið. Mikið af ofbeldismálum eru framin í vímu án mikils undirbúnings sem tengjast ekki gengjastríðum eða skipulagðri brotastarfsemi nema að litlu leyti,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði. „Við höfum áður séð bylgjur í manndrápum, til dæmis um síðustu aldamót voru manndráp allt upp í tíu á örfáum árum. Svo höfum við haft ár þar sem engin manndráp voru framin.“ Helgi segir að þó mögulegt sé að bylgja gangi yfir núna séu einnig merki um að aukin tíðni alvarlegra ofbeldisverka sé komin til að vera. „Það sem gæti ýtt undir að þetta sé ekki bylgja og það sem maður hefur áhyggjur af, er að lögregla er að haldleggja hnífa og skotvopn í meiri mæli. Við sjáum að ungt fólk og sérstaklega ungir karlmenn eru að bera hnífa á opinberum vettvangi. Hugmyndafræðin meðal tiltekinna hópa virðist vera að það sé réttlætanlegt að bera vopn og ekki bara bera þau heldur beita þeim ef einhver ögrun á sér stað.“ Útlendingar margir í viðkvæmri stöðu Í þremur af síðustu fjórum manndrápsmálum hafa fórnarlömb verið af erlendu bergi brotin. Þetta segir Helgi að megi mögulega skýra vegna viðkvæmrar stöðu útlendinga hér á landi. „Kannski bendir það til þess að margir útlendingar hjá okkur séu í veikari stöðu en gengur og gerist meðal annarra íslendinga og eru kannski berskjaldaðari gagnvart því að lenda í brotum eða fara út í brot af einhverju tagi, bæði sem gerendur og þolendur.“ Lögreglumál Manndráp í Drangahrauni Reykjavík Hafnarfjörður Tengdar fréttir Áhyggjur af auknum hnífaburði: „Stutt hjá hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum” Lögregla hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum. Yfirheyrslur yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á laugardagsmorgun hafa gengið vel að sögn yfirlögregluþjóns. 19. júní 2023 12:04 Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 Hnífaburður gerður útlægur Það þarf ekki að ræða frekar að hnífaburður er orðið vandamál hér landi. Að bera hníf ógnar öryggi barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings. 24. apríl 2023 11:31 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Alls hafa átta manndráp verið framin hér á landi síðasta árið. Manndrápsmálið um helgina er það fjórða á rétt rúmum tveimur mánuðum. Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála nú ganga yfir en sveiflur sem þessar séu þó þekktar. „Vonandi er þetta bylgja núna sem á eftir að hjaðna eins og áður hefur gerst hjá okkur. Það sem gæti styrkt það mat er að eðli manndrápanna virðist ekki hafa breyst ýkja mikið. Mikið af ofbeldismálum eru framin í vímu án mikils undirbúnings sem tengjast ekki gengjastríðum eða skipulagðri brotastarfsemi nema að litlu leyti,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði. „Við höfum áður séð bylgjur í manndrápum, til dæmis um síðustu aldamót voru manndráp allt upp í tíu á örfáum árum. Svo höfum við haft ár þar sem engin manndráp voru framin.“ Helgi segir að þó mögulegt sé að bylgja gangi yfir núna séu einnig merki um að aukin tíðni alvarlegra ofbeldisverka sé komin til að vera. „Það sem gæti ýtt undir að þetta sé ekki bylgja og það sem maður hefur áhyggjur af, er að lögregla er að haldleggja hnífa og skotvopn í meiri mæli. Við sjáum að ungt fólk og sérstaklega ungir karlmenn eru að bera hnífa á opinberum vettvangi. Hugmyndafræðin meðal tiltekinna hópa virðist vera að það sé réttlætanlegt að bera vopn og ekki bara bera þau heldur beita þeim ef einhver ögrun á sér stað.“ Útlendingar margir í viðkvæmri stöðu Í þremur af síðustu fjórum manndrápsmálum hafa fórnarlömb verið af erlendu bergi brotin. Þetta segir Helgi að megi mögulega skýra vegna viðkvæmrar stöðu útlendinga hér á landi. „Kannski bendir það til þess að margir útlendingar hjá okkur séu í veikari stöðu en gengur og gerist meðal annarra íslendinga og eru kannski berskjaldaðari gagnvart því að lenda í brotum eða fara út í brot af einhverju tagi, bæði sem gerendur og þolendur.“
Lögreglumál Manndráp í Drangahrauni Reykjavík Hafnarfjörður Tengdar fréttir Áhyggjur af auknum hnífaburði: „Stutt hjá hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum” Lögregla hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum. Yfirheyrslur yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á laugardagsmorgun hafa gengið vel að sögn yfirlögregluþjóns. 19. júní 2023 12:04 Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 Hnífaburður gerður útlægur Það þarf ekki að ræða frekar að hnífaburður er orðið vandamál hér landi. Að bera hníf ógnar öryggi barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings. 24. apríl 2023 11:31 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Áhyggjur af auknum hnífaburði: „Stutt hjá hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum” Lögregla hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum. Yfirheyrslur yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á laugardagsmorgun hafa gengið vel að sögn yfirlögregluþjóns. 19. júní 2023 12:04
Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38
Hnífaburður gerður útlægur Það þarf ekki að ræða frekar að hnífaburður er orðið vandamál hér landi. Að bera hníf ógnar öryggi barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings. 24. apríl 2023 11:31
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent