Reykjanesbær látinn sitja einn í súpunni Bjarki Sigurðsson skrifar 22. júní 2023 11:40 Friðjón Einarsson er formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ og oddviti Samfylkingarinnar í sveitarfélaginu. Vísir/Sigurjón Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir innviði sprungna vegna fjölda hælisleitenda í bænum. Hann segir það hafa verið óheppni hversu mikið var af lausu húsnæði á Ásbrú þegar Vinnumálastofnun tók íbúðir þar á leigu. Mikið hefur verið rætt um fjölgun flóttamanna og hælisleitenda í Reykjanesbæ síðustu mánuði. Hefur bæjarfulltrúi Umbótar meðal annars sagt töluverðan óróa vera í bænum vegna ástandsins sem hefur myndast og hefur hún miklar áhyggjur af þróuninni. Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og formaður bæjarráðs, segir það vera rétt að innviðir séu komnir að þolmörkum. Staðan hafi verið þannig í marga mánuði og lítið gerst hjá stjórnvöldum til að bregðast við vandanum. „Því miður hefur ekki náðst samstaða meðal sveitarfélaga á Íslandi að taka þátt í þessu verkefni. Við skiljum það svo sem alveg, þetta er mikill átroðningur á sveitarfélögin, en að skilja okkur eftir svona ein er mjög illa séð af okkur,“ segir Friðjón. Hann segir að í kjölfar lagabreytingar árið 2016 sem gerði Venesúelamönnum kleift að koma til Íslands hafi ríkið fengið í fangið fjölda fólks sem eftir átti að gera ráðstafanir fyrir. Þá hafi verið laust húsnæði á Ásbrú sem ríkið tók á leigu. „Mikið af þessu var gert án samráðs við okkur. Þannig að þetta var bara svona, hvað á ég að segja, óheppni að húsnæði var hérna og við erum auðvitað í nánd við flugvöllinn. Það er ekki síður þessi seinagangur í afgreiðslu á umsóknum sem gerir það að fólk þarf að vera hérna í langan tíma sem er ómannúðlegt,“ segir Friðjón. Hann segir gögnin sýna að með fjölgun hælisleitenda hafi glæpir ekki aukist líkt og bæjarbúar hafa óttast. Þeir séu þó afar sýnilegir innan bæjarfélagsins. „Þetta fólk getur ekki verið bara inni á herbergi allan sólarhringinn, það þarf að geta farið út og reynt að njóta sín aðeins, að vera til. Þá er þetta mjög sýnilegt hjá okkur og það er það sem íbúarnir eru mest að kvarta yfir. Að þessir hópar eru mjög sýnilegir í matvöruverslunum og gangandi um bæinn. Þó þau séu ekki að gera eitt né neitt af sér þá er þetta mjög sýnilegt,“ segir Friðjón. Reykjanesbær Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um fjölgun flóttamanna og hælisleitenda í Reykjanesbæ síðustu mánuði. Hefur bæjarfulltrúi Umbótar meðal annars sagt töluverðan óróa vera í bænum vegna ástandsins sem hefur myndast og hefur hún miklar áhyggjur af þróuninni. Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og formaður bæjarráðs, segir það vera rétt að innviðir séu komnir að þolmörkum. Staðan hafi verið þannig í marga mánuði og lítið gerst hjá stjórnvöldum til að bregðast við vandanum. „Því miður hefur ekki náðst samstaða meðal sveitarfélaga á Íslandi að taka þátt í þessu verkefni. Við skiljum það svo sem alveg, þetta er mikill átroðningur á sveitarfélögin, en að skilja okkur eftir svona ein er mjög illa séð af okkur,“ segir Friðjón. Hann segir að í kjölfar lagabreytingar árið 2016 sem gerði Venesúelamönnum kleift að koma til Íslands hafi ríkið fengið í fangið fjölda fólks sem eftir átti að gera ráðstafanir fyrir. Þá hafi verið laust húsnæði á Ásbrú sem ríkið tók á leigu. „Mikið af þessu var gert án samráðs við okkur. Þannig að þetta var bara svona, hvað á ég að segja, óheppni að húsnæði var hérna og við erum auðvitað í nánd við flugvöllinn. Það er ekki síður þessi seinagangur í afgreiðslu á umsóknum sem gerir það að fólk þarf að vera hérna í langan tíma sem er ómannúðlegt,“ segir Friðjón. Hann segir gögnin sýna að með fjölgun hælisleitenda hafi glæpir ekki aukist líkt og bæjarbúar hafa óttast. Þeir séu þó afar sýnilegir innan bæjarfélagsins. „Þetta fólk getur ekki verið bara inni á herbergi allan sólarhringinn, það þarf að geta farið út og reynt að njóta sín aðeins, að vera til. Þá er þetta mjög sýnilegt hjá okkur og það er það sem íbúarnir eru mest að kvarta yfir. Að þessir hópar eru mjög sýnilegir í matvöruverslunum og gangandi um bæinn. Þó þau séu ekki að gera eitt né neitt af sér þá er þetta mjög sýnilegt,“ segir Friðjón.
Reykjanesbær Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19