„Við búumst ekki við neinni viðvarandi lækkun á húsnæðisverði“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 21. júní 2023 13:10 Hildur Margrét Jóhannsdóttir hagfræðingur hjá Landsbankanum segist ekki sjá neinar verulegar lækkanir á íbúðaverði í kortunum. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka fjórða mánuðinn í röð og nam hækkunin milli apríl og maí 0,7 prósentum. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir hækkanirnar þó ekkert í líkingu við þær sem voru fyrir ári þegar vextir voru lágir og eftirspurn í hámarki. Í kringum áramót, nóvember, desember og janúar, varð lengsta samfellda lækkun íbúðaverðs síðan undir loks árs 2009 að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir markaðinn nú hafa tekið við sér. „Það sýnir okkur kannski að markaðurinn hefur ekki kólnað jafn hratt og hefði mátt ætla miðað við það hversu hátt vaxtarstigið er orðið og lánshæfisskilyrðin þrengri,“ segir Hildur Margrét. Þessi flóknu lánshæfisskilyrði fyrir einstaklinga hafi þó haft mikil áhrif. „Eftirspurnin er mun minni. Það sést til dæmis á því hversu mikið veltan hefur dregist saman undirritaðir kaupsamningar í maí voru um það bil 40 prósentum færri en í maí í fyrra. Það sem kannski vegur á móti og hefur haldið verðinu uppi er bara hversu þörfin á húsnæði er mikil. Landsmönnum hefur aldrei fjölgað jafn mikið og í fyrra og núna á fyrsta ársfjórðungi þannig það er bara enn þá eftirspurn eftir húsnæði og verður áfram,“ segir Hildur. Það haldi lífi í markaðnum þrátt fyrir skertu aðgengi að lánsfé. Hildur Margrét á ekki von á viðvarandi lækkun á húsnæðisverði á næstunni. Sambærilegar lækkanir og áttu sér stað í kringum áramót séu þó mögulegar á milli mánaða. „En við búumst ekki við neinni viðvarandi lækkun á húsnæðisverði.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
Í kringum áramót, nóvember, desember og janúar, varð lengsta samfellda lækkun íbúðaverðs síðan undir loks árs 2009 að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir markaðinn nú hafa tekið við sér. „Það sýnir okkur kannski að markaðurinn hefur ekki kólnað jafn hratt og hefði mátt ætla miðað við það hversu hátt vaxtarstigið er orðið og lánshæfisskilyrðin þrengri,“ segir Hildur Margrét. Þessi flóknu lánshæfisskilyrði fyrir einstaklinga hafi þó haft mikil áhrif. „Eftirspurnin er mun minni. Það sést til dæmis á því hversu mikið veltan hefur dregist saman undirritaðir kaupsamningar í maí voru um það bil 40 prósentum færri en í maí í fyrra. Það sem kannski vegur á móti og hefur haldið verðinu uppi er bara hversu þörfin á húsnæði er mikil. Landsmönnum hefur aldrei fjölgað jafn mikið og í fyrra og núna á fyrsta ársfjórðungi þannig það er bara enn þá eftirspurn eftir húsnæði og verður áfram,“ segir Hildur. Það haldi lífi í markaðnum þrátt fyrir skertu aðgengi að lánsfé. Hildur Margrét á ekki von á viðvarandi lækkun á húsnæðisverði á næstunni. Sambærilegar lækkanir og áttu sér stað í kringum áramót séu þó mögulegar á milli mánaða. „En við búumst ekki við neinni viðvarandi lækkun á húsnæðisverði.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira