Fyrsti maðurinn sem greindur var með einhverfu er látinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júní 2023 06:28 Donald Triplett naut stuðnings og blómstraði, ólíkt þeim börnum sem voru vistuð á stofnunum. Wikimedia Commons/Yuval Levental Donald Triplett er látinn, 89 ára. Hann lést af völdum krabbameins. Triplett starfaði sem gjaldkeri í banka og ferðaðist víða um heim en hans er minnst fyrir að vera fyrsti einstaklingurinn sem var greindur með einhverfu. Washington Post er meðal þeirra miðla sem hafa greint frá andláti Triplett en í umfjöllun blaðsins er greint frá því hversu ólíkur hann var öðrum börnum, þegar hann var að alast upp í litlum bæ í Mississippi. Triplett veitti foreldrum sínum litla athygli né öðrum sem reyndu að ná til hans. Hann var afar upptekinn af því að láta hringlótta hluti hringsnúast og talaði öðruvísi en aðrir; notaði til að mynda „þú“ í stað „ég“ og endurtók ítrekað orð á borð við „fyrirtæki“ (e. business) og „tryggðarblóm“ (e. chrysanthemum). Þá hafði Triplett ýmsa einstaka hæfileika og gat nefnt nótur um leið og þær voru spilaðar og gert flókna útreikninga í huganum. Uppeldi Triplett og hegðun var lýst í vísindagrein árið 1943, þar sem geðlæknirinn Leo Kanner fjallaði um það sem nú kallast einhverfa. Tíu önnur börn komu við sögu í vísindagreinni en flest höfðu verið vistuð á opinberum stofnunum vegna samskipta- og hegðunarvandamála. Kanner fylgdi börnunum eftir 30 árum síðar og komst að því að stofnanavistin jafngilti „lífstíðardómi“, þar sem börnin hefðu hörfað algjörlega inn í sig. Triplett var hins vegar tekinn í sátt af nærumhverfi sínu og naut stuðnings fjölskyldu sinnar, sem hafði efni á því að fá aðstoð fyrir hann. Þá var stofnaður sjóður fyrir hann og hann útskrifaðist úr menntaskóla og fékk starf sem gjaldkeri í banka. Hann spilaði golf, söng í kór og ferðaðist til yfir 30 landa, eins síns liðs. „Donald fékk tækifæri til að fást við það sem hann hafði ástríðu fyrir og áhuga á og honum tókst að skapa sér hamingjuríkt líf á eigin forsendum,“ segir Christopher Banks, forseti og framkvæmdastjóri Autism Society. Árið 2016 var gefin út bók um Triplett, In a Different Key, sem varð síðar gerðað heimildarmynd. Bandaríkin Heilbrigðismál Andlát Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Washington Post er meðal þeirra miðla sem hafa greint frá andláti Triplett en í umfjöllun blaðsins er greint frá því hversu ólíkur hann var öðrum börnum, þegar hann var að alast upp í litlum bæ í Mississippi. Triplett veitti foreldrum sínum litla athygli né öðrum sem reyndu að ná til hans. Hann var afar upptekinn af því að láta hringlótta hluti hringsnúast og talaði öðruvísi en aðrir; notaði til að mynda „þú“ í stað „ég“ og endurtók ítrekað orð á borð við „fyrirtæki“ (e. business) og „tryggðarblóm“ (e. chrysanthemum). Þá hafði Triplett ýmsa einstaka hæfileika og gat nefnt nótur um leið og þær voru spilaðar og gert flókna útreikninga í huganum. Uppeldi Triplett og hegðun var lýst í vísindagrein árið 1943, þar sem geðlæknirinn Leo Kanner fjallaði um það sem nú kallast einhverfa. Tíu önnur börn komu við sögu í vísindagreinni en flest höfðu verið vistuð á opinberum stofnunum vegna samskipta- og hegðunarvandamála. Kanner fylgdi börnunum eftir 30 árum síðar og komst að því að stofnanavistin jafngilti „lífstíðardómi“, þar sem börnin hefðu hörfað algjörlega inn í sig. Triplett var hins vegar tekinn í sátt af nærumhverfi sínu og naut stuðnings fjölskyldu sinnar, sem hafði efni á því að fá aðstoð fyrir hann. Þá var stofnaður sjóður fyrir hann og hann útskrifaðist úr menntaskóla og fékk starf sem gjaldkeri í banka. Hann spilaði golf, söng í kór og ferðaðist til yfir 30 landa, eins síns liðs. „Donald fékk tækifæri til að fást við það sem hann hafði ástríðu fyrir og áhuga á og honum tókst að skapa sér hamingjuríkt líf á eigin forsendum,“ segir Christopher Banks, forseti og framkvæmdastjóri Autism Society. Árið 2016 var gefin út bók um Triplett, In a Different Key, sem varð síðar gerðað heimildarmynd.
Bandaríkin Heilbrigðismál Andlát Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira