Dómar í Rauðagerðismálinu mildaðir verulega Árni Sæberg skrifar 21. júní 2023 14:05 Claudia hlaut þriggja ára fangelsisdóm. Landsréttur hafði dæmt hana í fjórtán ára fangelsi. vísir/vilhelm Angjelin Sterkaj var rétt í þessu dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í Hæstarétti fyrir morðið á Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Þrír hlutdeildarmenn hans voru dæmdir til þriggja til tíu ára fangelsisvistar. Claudia Carvalho var dæmd til þriggja ára fangelsis, Murat Selivrada fjögurra ára og Shpetim Qerimi fékk tíu ára dóm. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að heimild skorti að lögum til að dæma Angjelin til þyngri tímabundinnar refsingar en mælt er fyrir um ákvæði almennra hegningarlaga um manndráp. Þá væru ekki skilyrði til að ákveða honum refsingu með vísan samverknaðarákvæðis sömu laga þar sem brot annarra hefðu verið hlutdeildarbrot. Við ákvörðun refsingar hinna þriggja var litið til þess að um hlutdeild í mjög alvarlegu broti væri að ræða. Þar sem þáttur Claudiu og Murats í undirbúningi þess þótti smávægilegur var refsing þeirra ákveðin með hliðsjón ákvæði hegningarlaga um smávægilega hlutdeild. Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Hinir þrír sakborningarnir, þau Claudia Carvalho, Shpetim Qerimi og Murat Selivrada voru öll sýknuð en Landsréttur sneri dómnum við og dæmdi öll þrjú í fjórtán ára fangelsi fyrir samverknað auk þess að þyngja dóminn yfir Angjelin í tuttugu ár. Angjelin Sterkaj var endanlega sakfelldur fyrir morðið á Armando Bequrai í dag.Vísir/Vilhelm Öll fjögur óskuðu eftir leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari skilaði áliti sínu á beiðnunum í desembermánuði í fyrra. Fram kom í álitinu að hugsanlega hafi skort lagaheimild til að þyngja dóm Angjelins. Þá væri mikilvægt að Hæstiréttur skoðaði skilyrði um samverknað í málinu annars vegar og hlutdeild hins vegar. Ein umfangsmesta rannsókn seinni tíma Undir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar kom Armando Beqirai, 33 ára fjölskyldufaðir frá Albaníu, að heimili sínu í Rauðagerði. Hann lagði bíl sínum í bílskúrnum og þegar hann gekk út um bílskúrsdyrnar var hann skotinn níu sinnum. Rannsókn málsins var ein sú umfangsmesta í síðari tíð. Var fjöldi fólks handtekinn við rannsóknina en grunur lék á um að morðið tengdist einhvers konar uppgjöri í undirheimunum. Málið var gert upp í sérstökum annál fréttastofu fyrir síðustu áramót. Málið vakti mikinn óhug í samfélaginu, enda hefur morðinu verið lýst sem aftöku. Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, ræddi málið við Kompás fyrir tveimur árum. Hún telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að Angjelin hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. Morð í Rauðagerði Dómsmál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
Claudia Carvalho var dæmd til þriggja ára fangelsis, Murat Selivrada fjögurra ára og Shpetim Qerimi fékk tíu ára dóm. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að heimild skorti að lögum til að dæma Angjelin til þyngri tímabundinnar refsingar en mælt er fyrir um ákvæði almennra hegningarlaga um manndráp. Þá væru ekki skilyrði til að ákveða honum refsingu með vísan samverknaðarákvæðis sömu laga þar sem brot annarra hefðu verið hlutdeildarbrot. Við ákvörðun refsingar hinna þriggja var litið til þess að um hlutdeild í mjög alvarlegu broti væri að ræða. Þar sem þáttur Claudiu og Murats í undirbúningi þess þótti smávægilegur var refsing þeirra ákveðin með hliðsjón ákvæði hegningarlaga um smávægilega hlutdeild. Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Hinir þrír sakborningarnir, þau Claudia Carvalho, Shpetim Qerimi og Murat Selivrada voru öll sýknuð en Landsréttur sneri dómnum við og dæmdi öll þrjú í fjórtán ára fangelsi fyrir samverknað auk þess að þyngja dóminn yfir Angjelin í tuttugu ár. Angjelin Sterkaj var endanlega sakfelldur fyrir morðið á Armando Bequrai í dag.Vísir/Vilhelm Öll fjögur óskuðu eftir leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari skilaði áliti sínu á beiðnunum í desembermánuði í fyrra. Fram kom í álitinu að hugsanlega hafi skort lagaheimild til að þyngja dóm Angjelins. Þá væri mikilvægt að Hæstiréttur skoðaði skilyrði um samverknað í málinu annars vegar og hlutdeild hins vegar. Ein umfangsmesta rannsókn seinni tíma Undir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar kom Armando Beqirai, 33 ára fjölskyldufaðir frá Albaníu, að heimili sínu í Rauðagerði. Hann lagði bíl sínum í bílskúrnum og þegar hann gekk út um bílskúrsdyrnar var hann skotinn níu sinnum. Rannsókn málsins var ein sú umfangsmesta í síðari tíð. Var fjöldi fólks handtekinn við rannsóknina en grunur lék á um að morðið tengdist einhvers konar uppgjöri í undirheimunum. Málið var gert upp í sérstökum annál fréttastofu fyrir síðustu áramót. Málið vakti mikinn óhug í samfélaginu, enda hefur morðinu verið lýst sem aftöku. Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, ræddi málið við Kompás fyrir tveimur árum. Hún telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að Angjelin hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira