Teitur Björn vill kalla atvinnuveganefnd saman Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2023 16:36 Teitur Björn, oddviti Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi, segir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um bann við hvalveiðum vera reiðarslag fyrir fjölda fólks sem nú missir vinnu sína. vísir/vilhelm/sjálfstæðisflokkurinn Verulegur urgur er nú í herbúðum Sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna hvalveiðar. Teitur Björn Einarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann telur ákvörðun Svandísar, sem óvænt tilkynnti í morgun um þá ákvörðun sína að veiðar á langreyð yrðu tímabundið bannaðar til 31. ágúst, ámælisverðar. Reiðarslag fyrir fjölda fólks sem nú missir vinnu sína Eins og fram hefur komið stóð til að veiðar hæfust á morgun og var undirbúningur vegna þeirra á lokametrum. „Ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar tímabundið er reiðarslag fyrir fjölda fólks sem missir nú atvinnu sína. Ég hef farið fram á það að atvinnuveganefnd Alþingis verði kölluð saman sem allra fyrst og ráðherra geri grein fyrir máli sínu á þeim vettvangi. Mörgum spurningum og stórum álitaefnum hefur ekki verið svarað,“ segir Teitur Björn á Facebook-síðu sinni. Vísir hefur rætt við fjölda manna innan Sjálfstæðisflokksins sem eru á einu máli um að við slíkt gerræði, sem þeir kalla þessa ákvörðun Svandísar, sé vart við búandi. Hvað sem mönnum kann að finnast um hvalveiðar til eða frá. Þeir hafa þó margir kosið að tjá sig ekki opinberlega um stöðuna að sinni, sem er viðkvæm en talið er að stjórnarsamstarfið sé í hættu. Vinnubrögðin gagnrýnd Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi hefur gagnrýnt vinnubrögðin og sagt þau vart ásættanleg. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði í samtali við fréttastofu að honum væri brugðið: „Sérstaklega hvað ákvörðunin er tekin fljótt án þess að eiga eitthvað samráð.“ Sigurður Ingi segist ekki ánægður með ákvörðun Svandísar og efast um að hún geti talist það sem heitir meðalhófsstjórnsýsla.vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir að hann væri ekki sammála ákvörðun Svandísar í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Hann sagðist telja að þetta væri ekki meðalhófsstjórnsýsla. „Það er fullt af fólki sem er bæði búið að vera að undirbúa þessa vertíð, það er fullt af fólki sem reiknaði með að fá hér tekjur á næstu tveimur mánuðum,“ segir Sigurður Ingi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Tengdar fréttir Þingmanni Sjálfstæðisflokks brugðið við ákvörðun Svandísar Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir það fara eftir því hvernig matvælaráðherra vinni úr málinu, hvort tímabundið bann hennar á hvalveiðum hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 15:45 Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07 Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46 Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Teitur Björn Einarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann telur ákvörðun Svandísar, sem óvænt tilkynnti í morgun um þá ákvörðun sína að veiðar á langreyð yrðu tímabundið bannaðar til 31. ágúst, ámælisverðar. Reiðarslag fyrir fjölda fólks sem nú missir vinnu sína Eins og fram hefur komið stóð til að veiðar hæfust á morgun og var undirbúningur vegna þeirra á lokametrum. „Ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar tímabundið er reiðarslag fyrir fjölda fólks sem missir nú atvinnu sína. Ég hef farið fram á það að atvinnuveganefnd Alþingis verði kölluð saman sem allra fyrst og ráðherra geri grein fyrir máli sínu á þeim vettvangi. Mörgum spurningum og stórum álitaefnum hefur ekki verið svarað,“ segir Teitur Björn á Facebook-síðu sinni. Vísir hefur rætt við fjölda manna innan Sjálfstæðisflokksins sem eru á einu máli um að við slíkt gerræði, sem þeir kalla þessa ákvörðun Svandísar, sé vart við búandi. Hvað sem mönnum kann að finnast um hvalveiðar til eða frá. Þeir hafa þó margir kosið að tjá sig ekki opinberlega um stöðuna að sinni, sem er viðkvæm en talið er að stjórnarsamstarfið sé í hættu. Vinnubrögðin gagnrýnd Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi hefur gagnrýnt vinnubrögðin og sagt þau vart ásættanleg. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði í samtali við fréttastofu að honum væri brugðið: „Sérstaklega hvað ákvörðunin er tekin fljótt án þess að eiga eitthvað samráð.“ Sigurður Ingi segist ekki ánægður með ákvörðun Svandísar og efast um að hún geti talist það sem heitir meðalhófsstjórnsýsla.vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir að hann væri ekki sammála ákvörðun Svandísar í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Hann sagðist telja að þetta væri ekki meðalhófsstjórnsýsla. „Það er fullt af fólki sem er bæði búið að vera að undirbúa þessa vertíð, það er fullt af fólki sem reiknaði með að fá hér tekjur á næstu tveimur mánuðum,“ segir Sigurður Ingi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Tengdar fréttir Þingmanni Sjálfstæðisflokks brugðið við ákvörðun Svandísar Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir það fara eftir því hvernig matvælaráðherra vinni úr málinu, hvort tímabundið bann hennar á hvalveiðum hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 15:45 Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07 Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46 Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Þingmanni Sjálfstæðisflokks brugðið við ákvörðun Svandísar Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir það fara eftir því hvernig matvælaráðherra vinni úr málinu, hvort tímabundið bann hennar á hvalveiðum hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 15:45
Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07
Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46
Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22