Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2023 12:46 Ný ríkisstjórn var kynnt til sögunnar á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Jón Gunnarssyni en ekki er víst að ráðherratíð hennar verði löng, nú hriktir í samstarfinu sem aldrei fyrr. vísir/vilhelm Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. Veruleg óánægja, svo vægt sé til orða tekið, er innan Sjálfstæðisflokksins með skyndilega ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva fyrirhugaðar hvalveiðar. Svandís greindi frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að ákvörðun hennar hafi verið kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun en þá ekki til atkvæðagreiðslu; þetta væri alfarið hennar ákvörðun. Átakanleg innanmein í Sjálfstæðisflokknum Og eins og til að strá salti í sárin birtir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, pistil á Facebook-síðu sinni þar sem hún fer háðulegum orðum um innanmein Sjálfstæðisflokksins. „Innanmein Sjálfstæðisflokksins eru átakanleg á að horfa. Hádramatískur tangó Jóns og Gunnu hefur verið frekar taktlaus og feilsporin stigin á sárar tærnar aftur og aftur enda virðist hljómsveitarstjórinn Bjarni Ben ekki alveg ráða við svona flókið tónverk,“ skrifar Jódís. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við stjórnartaumum í dómsmálaráðuneytinu í gær og lét Jón Gunnarsson af störfum við það sama tækifæri. Jódís Skúladóttir segir þeirra tangódans hafa verið taktlaus og þar hafi verið stigið á sárar tærnar aftur og aftur.Vísir/Vilhelm Viðmælendur Vísis úr ranni Sjálfstæðismanna segja að stjórnarsamstarfið sé komið að fótum fram og sé nánast sama hvert litið sé. Ágreiningur í efnahagsmálum varðandi aðhaldsaðgerðir, ágreiningur um orkumálin, í lögreglumálum … eiginlega sama hvert litið er og nú blasi við fyrirvaralaus ákvörðun Svandísar varðandi hvalveiðina sem mun reynast kostnaðarsöm. Hvalfangarar Hvals hf. ætluðu sér að sigla á morgun og er búið að verja hundruðum milljóna við undirbúning veiðanna. Og þeir benda á pistil Jódísar sem dæmi um að þetta samstarf sé ekki til fagnaðar. Þeim er ekki skemmt. Velta sér upp úr rasíska drullupollinum Svo áfram sé vitnað í Jódísi sem gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn og telur samstarfið óþolandi, einkum í öllu því sem snýr að verkum Jóns Gunnarssonar fráfarandi dómsmálaráðherra: „Til að víkja athygli þjóðarinnar frá þessum darraðadansi og til að bregðst við fylgistapi, sameinast þau nú öll í að velta sér upp úr rasíska drullupollinum í von um að geta kroppað inn einhver prósent frá systurflokkum sínum í útlendingamálum, Miðflokki og Flokki fólksins.“ Jódís vandar ekki samstarfsmönnum sínum í Sjálfstæðisflokknum ekki kveðjurnar í háðulegum pistli.vísir/vilhelm Jódís segir þó merkilegast við allt þetta það að allt sem miður hefur farið í lífi Sjálfstæðisflokksins virðist vera VG að kenna, að sögn fráfarandi dómsmálaráðherra: „Hann opnar ekki á sér þverrifuna nema koma því að hvernig Vinstri græn stoppa góðu málin hans. Þetta er sérlega áhugavert í því ljósi að ítrekað fæ ég að heyra hvernig VG lætur íhaldið teyma sig yfir öll mörk og við séum viljalaus verkfæri Sjálfstæðisflokksins.“ Jódís segir að sér renni blóðið til skyldunnar og tekur þá til við að lesa Jóni og Sjálfstæðismönnum pistilinn; vill kenna þeim sitthvað um lagasetningar og mikilvægi þess að þær séu „vel ígrundaðar og að mannréttindi fólks séu höfð í forgrunni.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Alþingi Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Veruleg óánægja, svo vægt sé til orða tekið, er innan Sjálfstæðisflokksins með skyndilega ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva fyrirhugaðar hvalveiðar. Svandís greindi frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að ákvörðun hennar hafi verið kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun en þá ekki til atkvæðagreiðslu; þetta væri alfarið hennar ákvörðun. Átakanleg innanmein í Sjálfstæðisflokknum Og eins og til að strá salti í sárin birtir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, pistil á Facebook-síðu sinni þar sem hún fer háðulegum orðum um innanmein Sjálfstæðisflokksins. „Innanmein Sjálfstæðisflokksins eru átakanleg á að horfa. Hádramatískur tangó Jóns og Gunnu hefur verið frekar taktlaus og feilsporin stigin á sárar tærnar aftur og aftur enda virðist hljómsveitarstjórinn Bjarni Ben ekki alveg ráða við svona flókið tónverk,“ skrifar Jódís. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við stjórnartaumum í dómsmálaráðuneytinu í gær og lét Jón Gunnarsson af störfum við það sama tækifæri. Jódís Skúladóttir segir þeirra tangódans hafa verið taktlaus og þar hafi verið stigið á sárar tærnar aftur og aftur.Vísir/Vilhelm Viðmælendur Vísis úr ranni Sjálfstæðismanna segja að stjórnarsamstarfið sé komið að fótum fram og sé nánast sama hvert litið sé. Ágreiningur í efnahagsmálum varðandi aðhaldsaðgerðir, ágreiningur um orkumálin, í lögreglumálum … eiginlega sama hvert litið er og nú blasi við fyrirvaralaus ákvörðun Svandísar varðandi hvalveiðina sem mun reynast kostnaðarsöm. Hvalfangarar Hvals hf. ætluðu sér að sigla á morgun og er búið að verja hundruðum milljóna við undirbúning veiðanna. Og þeir benda á pistil Jódísar sem dæmi um að þetta samstarf sé ekki til fagnaðar. Þeim er ekki skemmt. Velta sér upp úr rasíska drullupollinum Svo áfram sé vitnað í Jódísi sem gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn og telur samstarfið óþolandi, einkum í öllu því sem snýr að verkum Jóns Gunnarssonar fráfarandi dómsmálaráðherra: „Til að víkja athygli þjóðarinnar frá þessum darraðadansi og til að bregðst við fylgistapi, sameinast þau nú öll í að velta sér upp úr rasíska drullupollinum í von um að geta kroppað inn einhver prósent frá systurflokkum sínum í útlendingamálum, Miðflokki og Flokki fólksins.“ Jódís vandar ekki samstarfsmönnum sínum í Sjálfstæðisflokknum ekki kveðjurnar í háðulegum pistli.vísir/vilhelm Jódís segir þó merkilegast við allt þetta það að allt sem miður hefur farið í lífi Sjálfstæðisflokksins virðist vera VG að kenna, að sögn fráfarandi dómsmálaráðherra: „Hann opnar ekki á sér þverrifuna nema koma því að hvernig Vinstri græn stoppa góðu málin hans. Þetta er sérlega áhugavert í því ljósi að ítrekað fæ ég að heyra hvernig VG lætur íhaldið teyma sig yfir öll mörk og við séum viljalaus verkfæri Sjálfstæðisflokksins.“ Jódís segir að sér renni blóðið til skyldunnar og tekur þá til við að lesa Jóni og Sjálfstæðismönnum pistilinn; vill kenna þeim sitthvað um lagasetningar og mikilvægi þess að þær séu „vel ígrundaðar og að mannréttindi fólks séu höfð í forgrunni.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Alþingi Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira