Alþjóðleg samtök skora á ráðherra að stoppa bátana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2023 10:28 Svandís Svavarsdóttir segir ekki lagaheimild fyrir því að stöðva veiðarnar nú. Dýraverndunarsamtökin Hard to Port og Whale and Dolphin Conservation hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þau kalla eftir því að stjórnvöld á Íslandi afturkalli heimild Hvals hf. til hvalveiða og komi í veg fyrir að bátar fyrirtækisins leggi úr höfn á morgun. Þetta gera samtökin í kjölfar útgáfu álits fagráðs um velferð dýra, sem birt var í gær. Í tilkynningu samtakanna er vísað í álitið, sem byggir á skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðarnar sumarið 2022 og viðtölum við sérfræðinga. Fagráðið komst að þeirri niðurstöðu að veiðar á stórhvelum hér við land samræmdust ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. „Fagráðið er sammála um að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem þarf að uppfylla við skotveiðar á villtum spendýrum, er ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum,“ segir í álitinu. Þá kemur fram að hugmyndir Hvals hf. um notkun rafmagns við aflífun tryggi ekki öruggan og skjótan dauðdaga. Ljóst er að augu margra eru á Íslandi um þessar mundir en búist er við að hvalveiðar hefjist á morgun. Yfir 300 þúsund manns fylgjast með Facebook-síðu WDC og yfir 6.000 Facebook-síðu Hard to Port. Þá hafa Hollywood-stjörnur vakið athygli á undirskriftalistum gegn hvalveiðum Íslendinga og för Paul Watson hingað til lands til að trufla veiðarnar verið ítarlega skrásett á Facebook-síðunni Captain Paul Watson. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ítrekað sagt að ekki sé lagagrunnur til staðar til að afturkalla veiðiheimildir Hvals hf. í sumar, jafnvel þótt skýrsla MAST sé sláandi. Hún segir óvissu um hvort hægt sé að stunda hvalveiðar sem samræmast þeim gildum sem hafi verið lögfest með lögum um velferð dýra. Þess má geta að fulltrúi Bænadsamtaka Íslands í fagráðinu um velferð dýra bókaði sérstaklega að efasemdir væru uppi um hvort hvalir heyrðu undir umrædda löggjöf, þar sem til væru sér lög um hvali. Hvalveiðar Hvalir Dýr Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Tengdar fréttir Paul Watson segir hvalveiðar Íslendinga stjórnast af þráhyggju eins manns Paul Watson fyrrverandi leiðtogi Sea Shepard samtakanna sem sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 nálgast Íslandsmið til að trufla veiðar Hvals hf. í sumar. Hópur fólks úr Hvalavinum koma saman til mótmæla við hvalbátana seinni partinn í dag en nú er verið að undirbúa þá til veiða. 19. júní 2023 19:21 „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01 Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. 19. júní 2023 11:37 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Þetta gera samtökin í kjölfar útgáfu álits fagráðs um velferð dýra, sem birt var í gær. Í tilkynningu samtakanna er vísað í álitið, sem byggir á skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðarnar sumarið 2022 og viðtölum við sérfræðinga. Fagráðið komst að þeirri niðurstöðu að veiðar á stórhvelum hér við land samræmdust ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. „Fagráðið er sammála um að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem þarf að uppfylla við skotveiðar á villtum spendýrum, er ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum,“ segir í álitinu. Þá kemur fram að hugmyndir Hvals hf. um notkun rafmagns við aflífun tryggi ekki öruggan og skjótan dauðdaga. Ljóst er að augu margra eru á Íslandi um þessar mundir en búist er við að hvalveiðar hefjist á morgun. Yfir 300 þúsund manns fylgjast með Facebook-síðu WDC og yfir 6.000 Facebook-síðu Hard to Port. Þá hafa Hollywood-stjörnur vakið athygli á undirskriftalistum gegn hvalveiðum Íslendinga og för Paul Watson hingað til lands til að trufla veiðarnar verið ítarlega skrásett á Facebook-síðunni Captain Paul Watson. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ítrekað sagt að ekki sé lagagrunnur til staðar til að afturkalla veiðiheimildir Hvals hf. í sumar, jafnvel þótt skýrsla MAST sé sláandi. Hún segir óvissu um hvort hægt sé að stunda hvalveiðar sem samræmast þeim gildum sem hafi verið lögfest með lögum um velferð dýra. Þess má geta að fulltrúi Bænadsamtaka Íslands í fagráðinu um velferð dýra bókaði sérstaklega að efasemdir væru uppi um hvort hvalir heyrðu undir umrædda löggjöf, þar sem til væru sér lög um hvali.
Hvalveiðar Hvalir Dýr Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Tengdar fréttir Paul Watson segir hvalveiðar Íslendinga stjórnast af þráhyggju eins manns Paul Watson fyrrverandi leiðtogi Sea Shepard samtakanna sem sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 nálgast Íslandsmið til að trufla veiðar Hvals hf. í sumar. Hópur fólks úr Hvalavinum koma saman til mótmæla við hvalbátana seinni partinn í dag en nú er verið að undirbúa þá til veiða. 19. júní 2023 19:21 „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01 Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. 19. júní 2023 11:37 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Paul Watson segir hvalveiðar Íslendinga stjórnast af þráhyggju eins manns Paul Watson fyrrverandi leiðtogi Sea Shepard samtakanna sem sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 nálgast Íslandsmið til að trufla veiðar Hvals hf. í sumar. Hópur fólks úr Hvalavinum koma saman til mótmæla við hvalbátana seinni partinn í dag en nú er verið að undirbúa þá til veiða. 19. júní 2023 19:21
„Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01
Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. 19. júní 2023 11:37