Fagráð um velferð dýra segir hvalveiðar ekki samræmast lögum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júní 2023 10:14 Fagráðið segir erfitt að sjá hvernig veiðarnar gætu samrýmst lögum um velferð dýra. Vísir/Egill Fagráð um velferð dýra hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. Þetta kemur fram í áliti fagráðsins, sem Matvælastofnun óskaði eftir 22. maí síðastliðinn. Ráðið byggir niðurstöðu sína á eftirlitsskýrslu MAST um velferð hvala við veiðar á Íslandi árið 2022 og viðtölum við sérfræðinga. Í álitinu segir meðal annars að það sé mat ráðsins að miklir ágallar hafi verið á veiðunum við Ísland sumarið 2022. Þá hafi ráðið ekki séð neitt í skýrslu MAST né gögnum sem henni fylgdu sem bendir til þess að eitthvað sérstakt við aðstæður umræddrar vertíðar hafi valdið ágöllunum. „Af fyrirliggjandi gögnum að dæma og því sem fram kom í samtali við sérfræðinga telur ráðið að við veiðar á stórhvelum sé ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. Niðurstaða ráðsins er að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra,“ segir í álitinu. Í greinargerð með álitinu er meðal annars bent á að jafnvel þótt skot hittu alla jafna ákjósanlegasta skotsvæðið á hvalnum bentu myndbönd og önnur gögn til þess að ekki væri hægt að tryggja skjótt meðvitundarleysi eða dauða. Ekki væri hægt að sjá að ytri þættir á borð við veðurfar, ölduhæð eða skotmaður hefðu úrslitaáhrif á skilvirkni veiðiaðferðarinnar og þá liðu að minnst tíu mínútur upp í allt að 22 mínútur á milli skota. BÍ: Álitamál hvort lög um velferð dýra nái yfir hvali „Fagráðið er sammála um að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem þarf að uppfylla við skotveiðar á villtum spendýrum, er ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum,“ segir í álitinu. Þar sé meðal annars byggt á því að ekki sé hægt að ákvarða kyn hvala frá skipunum né sjá hvort hvalkýr eru kefldar eða mjólkandi, lífslíkur móðurlausra kálfa séu hverfandi, veiðarnar séu ómögulegar án þess að dýrunum sé fylgt eftir um tíma sem valdi þeim streitu og ótta, og aflífun sé ekki möguleg á skjótan og sársaukalausan hátt. Fagráðið fór yfir svör Hvals ehf. við eftirlitsskýrslu MAST en telur tillögur fyrirtækisins um nýja tækni við veiðarnar ekki raunhæfar. Notkun rafmagns við aflífun sé til að mynda ekki leið sem tryggi öruggan og skjótan dauðdaga. Þá byggi upplýsingar þess efnis að hægt sé að tryggja að það dauðastríð sem sást á veiðunum 2022 eigi sér ekki stað á veiðum á hrefnum, sem séu allt að tífalt minni en langreyðar. Vandséð sé að betur megi standa að veiðunum. Með álitinu fylgir bókun frá fulltrúa Bændasamtaka Íslands, sem segist sammála því að núverandi aðferðir við hvalveiðar séu ósamrýmanlegar lögum um velferð dýra. Hins vegar séu samtökin ekki að taka afstöðu til hvalveiða og þau telji mikilvægt að standa vörð um sjálfbæra nýtingu auðlinda til matvælaframleiðslu. Fulltrúi BÍ „setur þann áskilnað við málið að um hvalveiðar gildi sérlög og því lögfræðilegt álitamál hvort að gildissvið laga um velferð dýra hafi verið ætlað að ná yfir hvali“. Sjávarútvegur Hvalveiðar Hvalir Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
Þetta kemur fram í áliti fagráðsins, sem Matvælastofnun óskaði eftir 22. maí síðastliðinn. Ráðið byggir niðurstöðu sína á eftirlitsskýrslu MAST um velferð hvala við veiðar á Íslandi árið 2022 og viðtölum við sérfræðinga. Í álitinu segir meðal annars að það sé mat ráðsins að miklir ágallar hafi verið á veiðunum við Ísland sumarið 2022. Þá hafi ráðið ekki séð neitt í skýrslu MAST né gögnum sem henni fylgdu sem bendir til þess að eitthvað sérstakt við aðstæður umræddrar vertíðar hafi valdið ágöllunum. „Af fyrirliggjandi gögnum að dæma og því sem fram kom í samtali við sérfræðinga telur ráðið að við veiðar á stórhvelum sé ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. Niðurstaða ráðsins er að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra,“ segir í álitinu. Í greinargerð með álitinu er meðal annars bent á að jafnvel þótt skot hittu alla jafna ákjósanlegasta skotsvæðið á hvalnum bentu myndbönd og önnur gögn til þess að ekki væri hægt að tryggja skjótt meðvitundarleysi eða dauða. Ekki væri hægt að sjá að ytri þættir á borð við veðurfar, ölduhæð eða skotmaður hefðu úrslitaáhrif á skilvirkni veiðiaðferðarinnar og þá liðu að minnst tíu mínútur upp í allt að 22 mínútur á milli skota. BÍ: Álitamál hvort lög um velferð dýra nái yfir hvali „Fagráðið er sammála um að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem þarf að uppfylla við skotveiðar á villtum spendýrum, er ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum,“ segir í álitinu. Þar sé meðal annars byggt á því að ekki sé hægt að ákvarða kyn hvala frá skipunum né sjá hvort hvalkýr eru kefldar eða mjólkandi, lífslíkur móðurlausra kálfa séu hverfandi, veiðarnar séu ómögulegar án þess að dýrunum sé fylgt eftir um tíma sem valdi þeim streitu og ótta, og aflífun sé ekki möguleg á skjótan og sársaukalausan hátt. Fagráðið fór yfir svör Hvals ehf. við eftirlitsskýrslu MAST en telur tillögur fyrirtækisins um nýja tækni við veiðarnar ekki raunhæfar. Notkun rafmagns við aflífun sé til að mynda ekki leið sem tryggi öruggan og skjótan dauðdaga. Þá byggi upplýsingar þess efnis að hægt sé að tryggja að það dauðastríð sem sást á veiðunum 2022 eigi sér ekki stað á veiðum á hrefnum, sem séu allt að tífalt minni en langreyðar. Vandséð sé að betur megi standa að veiðunum. Með álitinu fylgir bókun frá fulltrúa Bændasamtaka Íslands, sem segist sammála því að núverandi aðferðir við hvalveiðar séu ósamrýmanlegar lögum um velferð dýra. Hins vegar séu samtökin ekki að taka afstöðu til hvalveiða og þau telji mikilvægt að standa vörð um sjálfbæra nýtingu auðlinda til matvælaframleiðslu. Fulltrúi BÍ „setur þann áskilnað við málið að um hvalveiðar gildi sérlög og því lögfræðilegt álitamál hvort að gildissvið laga um velferð dýra hafi verið ætlað að ná yfir hvali“.
Sjávarútvegur Hvalveiðar Hvalir Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira