Innlent

„Ég er í svo stórum skóm, númer 46“

Árni Sæberg skrifar
Það var glatt á hjalla í dómsmálaráðuneytinu í dag.
Það var glatt á hjalla í dómsmálaráðuneytinu í dag. Vísir/Vilhelm

Formleg lyklaskipti fóru fram í dómsmálaráðuneytinu í dag. Jón Gunnarsson færði Guðrúnu Hafsteinsdóttur, nýbökuðum dómsmálaráðherra, lyklakippu í formi Íslands og í fánalitunum, aðgangskort og stærðarinnar blómvönd.

Greint var frá því í dag að Guðrún Hafsteinsdóttir væri orðin dómsmálaráðherra. 

„Þú tekur hérna við mjög góðum vinnustað, þar sem starfar frábært fólk. Sem leggur sig allt fram og það hefur verið gengið vel að starfa með því og ég hef ekkert annað en gott um það að segja,“ sagði Jón þegar hann afhenti lyklana.

Ekki einfalt að feta í fótsporin

„Ég vil þakka þér innilega Jón, fyrir þín störf. Það verður ekki auðvelt að feta í þín fótspor, en ég mun reyna,“ sagði Guðrún.

„Ég er í svo stórum skóm, númer 46,“ svaraði Jón og uppskar hlátur viðstaddra.

Þá sagði Guðrún að hún muni sigla málum sem Jón var byrjaður á, en ekki náðist að klára, örugglega í höfn. Þar á hún vafalítið um útlendingamálin og ný lögreglulög.

Athöfnina má sjá hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×