Áhyggjur af auknum hnífaburði: „Stutt hjá hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum” Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. júní 2023 12:04 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægi rannsóknardeild segir að lögregla hafi lengi haft áhyggjur af auknum vopnaburði, ekki síst þegar kemur að hnífum. Maður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið félaga sínum að bana með hníf á laugardaginn. Vísir/Arnar Lögregla hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum. Yfirheyrslur yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á laugardagsmorgun hafa gengið vel að sögn yfirlögregluþjóns. Lögreglu barst tilkynning um meðvitundarlaus mann á bílaplani í iðnaðarhverfi í Drangahrauni í Hafnarfirði snemma á laugardagsmorgun. Þegar lögreglu bar að var maðurinn úrskurðaður látinn og í kjölfarið voru tveir menn handteknir. Öðrum var sleppt úr haldi fljótlega en hinn hefur verið úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Sá er grunaður um að hafa orðið manninum að bana með hníf. Að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns í miðlægri rannsóknardeild lögreglu hafa yfirheyrslur yfir manninum gengið vel. „Hann var yfirheyrður á laugardaginn og hefur ekki verið yfirheyrður síðan. Í gær vorum við svo að vinna með þau gögn sem við öfluðum á laugardaginn og svona til að reyna skýra myndina. Við teljum að þrátt fyrir að ekki sé langt um liðið séum við komnir með nokkuð góða mynd af því hvernig þessi atburður varð.“ Mennirnir bjuggu saman í húsnæðinu við Drangarhraun. Hinn látni er á fimmtugsaldri en sá sem grunaður er um verknaðinn er á fertugsaldri. Þeir eru báðir pólskir ríkisborgarar. Að sögn Gríms er sá grunaði ekki með sakaferil að baki. Þetta er þriðja morðmálið hér á landi á rúmum tveimur mánuðum. Grímur vill ekki tjá sig um það hvort morðvopnið hafi fundist en segir að lögregla hafi miklar áhyggjur af auknum vopnaburði. „Þá sérstaklega hvað varðar hnífa. Það er stutt hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum.” Hvað varðar fjölda manndrápsmála segir Grímur að ekki sé hægt að draga miklar ályktanir af því þó málin séu nú þrjú á tiltölulega skömmum tíma. Maðurinn fannst látinn á bílaplani í iðnaðarhverfi í Drangahrauni í Hafnarfirði. Sá látni og hinn grunaði bjuggu saman í húsnæðinu. Skjáskot/Já.is Hafnarfjörður Lögreglumál Manndráp í Drangahrauni Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Erlent Fleiri fréttir Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um meðvitundarlaus mann á bílaplani í iðnaðarhverfi í Drangahrauni í Hafnarfirði snemma á laugardagsmorgun. Þegar lögreglu bar að var maðurinn úrskurðaður látinn og í kjölfarið voru tveir menn handteknir. Öðrum var sleppt úr haldi fljótlega en hinn hefur verið úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Sá er grunaður um að hafa orðið manninum að bana með hníf. Að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns í miðlægri rannsóknardeild lögreglu hafa yfirheyrslur yfir manninum gengið vel. „Hann var yfirheyrður á laugardaginn og hefur ekki verið yfirheyrður síðan. Í gær vorum við svo að vinna með þau gögn sem við öfluðum á laugardaginn og svona til að reyna skýra myndina. Við teljum að þrátt fyrir að ekki sé langt um liðið séum við komnir með nokkuð góða mynd af því hvernig þessi atburður varð.“ Mennirnir bjuggu saman í húsnæðinu við Drangarhraun. Hinn látni er á fimmtugsaldri en sá sem grunaður er um verknaðinn er á fertugsaldri. Þeir eru báðir pólskir ríkisborgarar. Að sögn Gríms er sá grunaði ekki með sakaferil að baki. Þetta er þriðja morðmálið hér á landi á rúmum tveimur mánuðum. Grímur vill ekki tjá sig um það hvort morðvopnið hafi fundist en segir að lögregla hafi miklar áhyggjur af auknum vopnaburði. „Þá sérstaklega hvað varðar hnífa. Það er stutt hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum.” Hvað varðar fjölda manndrápsmála segir Grímur að ekki sé hægt að draga miklar ályktanir af því þó málin séu nú þrjú á tiltölulega skömmum tíma. Maðurinn fannst látinn á bílaplani í iðnaðarhverfi í Drangahrauni í Hafnarfirði. Sá látni og hinn grunaði bjuggu saman í húsnæðinu. Skjáskot/Já.is
Hafnarfjörður Lögreglumál Manndráp í Drangahrauni Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Erlent Fleiri fréttir Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Sjá meira