Fótbolti

Allt út­lit fyrir að Luis Enriqu­e verði næsti stjóri PSG

Siggeir Ævarsson skrifar
Luis Enrique virðist vera að taka við PSG
Luis Enrique virðist vera að taka við PSG Vísir/Getty

Hinn spænski Luis Enrique er kominn langt í samningaviðræður við PSG um að taka við þjálfun liðsins. Enrique er sagður hafa gefið klúbbnum jákvætt svar en PSG hafa varann á sér eftir að upp úr slitnaði í viðræðum við Julian Nagelsmann.

Christophe Galtier var rekinn frá PSG í vor þrátt fyrir að liðið hafi orðið franskur meistari annað árið í röð. Það þótti stjórnendum PSG ekki viðunandi árangur en mikil áhersla hefur verið hjá liðinu að vinna Meistaradeild Evrópu sem hefur ekki gengið eftir.

Í gær bárust fréttir af því að PSG væru að bera víurnar í Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, en hann er samningsbundinn Arsenal út næsta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×