Innlent

Trudeau til Vestmannaeyja

Árni Sæberg skrifar
Justin Trudeau er á leið til landsins.
Justin Trudeau er á leið til landsins. Kyle Mazza/Getty

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, verður sérstakur gestur sumarfundar forsætisráðherra Norðurlandanna sem verður haldinn í Vestmannaeyjum 25. til 26. júní næstkomandi.

Ísland er gestgjafi sumarfundarins í ár vegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Eitt af þemum fundarins að þessu sinni er viðnámsþróttur samfélaga og var fundarstaðurinn valinn af því tilefni en í ár eru fimmtíu ár liðin frá lokum eldgossins í Vestmannaeyjum. Norðurlöndin styrktu uppbygginguna í kjölfar gossins með margvíslegum hætti.

Til fundarins er boðið forsætisráðherrum Norðurlandanna, auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands, og framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar tekur þátt í hluta fundarins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×