Fótbolti

„Mjög leiðinlegt að heyra þetta“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ísak er leikmaður Rosenborgar í Noregi.
Ísak er leikmaður Rosenborgar í Noregi. vísir/sigurjon

„Þetta kom mér alveg á óvart eftir að stjórnin var búin að gefa það út að hún hefði trú á honum,“ segir Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður norska stórliðsins Rosenborg en þjálfari liðsins Kjetil Rekdal var í morgun rekinn frá félaginu.

Ásamt Ísaki er Kristall Máni Ingason einnig leikmaður félagsins. Ísak hefur verið hér heima á Íslandi síðustu vikur að jafna sig eftir höfuðhögg.

Ísak fékk tíðindin í morgun en hann heldur út til Noregs á sunnudaginn og mun þá byrja að æfa hægt og rólega.

Eftir ellefu umferðir er Rosenborg í ellefta sæti deildarinnar og menn þar á bæ ekki parsáttir með árangurinn.

„Þetta er frekar erfitt fyrir mig. Ég er nýkominn út og núna er þjálfarinn farinn. Þetta er mjög góður maður og frábær þjálfari. Algjörlega gamli skólinn en vinur allra leikmanna og mjög góður maður. Maður vill ekki sjá neinn missa starfið sitt og það var mjög leiðinlegt að heyra þetta.“

Klippa: Mjög leiðinlegt að heyra þetta



Fleiri fréttir

Sjá meira


×