„Dagurinn sem ég geng í raðir besta knattspyrnufélags í sögu leiksins“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júní 2023 12:31 Jude Bellingham var kynntur til leiks hjá Real Madrid í dag. Florencia Tan Jun/Getty Images Jude Bellingham var í dag kynntur til leiks sem nýr leikmaður spænska stórveldisins Real Madrid. Eins og greint var frá hér á Vísi í gær staðfesti Real Madrid það sem lengi hafði legið í loftinu. Englendingurinn Jude Bellingham, einn eftirsóttasti ungi leikmaður heims, er genginn í raðir félagsins frá Borussia Dortmund. Eins og venjan er hjá Real Madrid var Bellingham formlega kynntur til leiks á Santiago Bernabéu, heimavelli Madrídinga, í dag. „Ég vil byrja á því að þakka öllum þeim sem eru mættir og öllum þeim sem fylgjast með á netinu fyrir að fylgja mér í gegnum stoltasta dag lífs míns. Daginn sem ég geng í raðir besta knattspyrnufélags í sögu leiksins,“ sagði Bellingham á blaðamannafundi eftir kynninguna. „Það eru ekki margir leikmenn sem fá tækifæri til að spila með jafn mögnuðu félagi, jafn sögufrægu félagi, þannig að ég er virkilega þakklátur,“ bætti Bellingham við. Peningar ekki ástæðan og fær fimmuna hans Zidane Englendingurinn segir einnig að það hafi ekki verið peningar sem lokkuðu hann til Real Madrid. „Peningar eru ekki það sem heillar mig. Ég hugsa nákvæmlega ekkert um peninga þegar ég tek þessar ákvarðanir. Ég hef aldrei gert það og mun aldrei gera það. Ég spila leikinn einfaldlega af því ég elska það.“ Þá mun Bellingham klæðast tryju númer fimm hjá Real Madrid og segir hann að það sé gert af virðingu við fyrrverandi leikmann og þjálfara liðsins, Zinedine Zidane. „Ég geri það af virðingu við leikmann sem ég horfði upp til þegar ég var að alast upp. Hann var magnaður leikmaður, sá besti, en ég er að reyna að feta mína eigin leið og framlengja arfleifð tölunnar frekar en að reyna að fylgja honum.“ 🗣️ "I'm not trying to be the same as [Zidane], I'm just trying to be Jude."Jude Bellingham says it's an honour to wear the number 5 shirt at Real Madrid 🙌5️⃣ pic.twitter.com/a28QIv4G6f— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 15, 2023 Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Eins og greint var frá hér á Vísi í gær staðfesti Real Madrid það sem lengi hafði legið í loftinu. Englendingurinn Jude Bellingham, einn eftirsóttasti ungi leikmaður heims, er genginn í raðir félagsins frá Borussia Dortmund. Eins og venjan er hjá Real Madrid var Bellingham formlega kynntur til leiks á Santiago Bernabéu, heimavelli Madrídinga, í dag. „Ég vil byrja á því að þakka öllum þeim sem eru mættir og öllum þeim sem fylgjast með á netinu fyrir að fylgja mér í gegnum stoltasta dag lífs míns. Daginn sem ég geng í raðir besta knattspyrnufélags í sögu leiksins,“ sagði Bellingham á blaðamannafundi eftir kynninguna. „Það eru ekki margir leikmenn sem fá tækifæri til að spila með jafn mögnuðu félagi, jafn sögufrægu félagi, þannig að ég er virkilega þakklátur,“ bætti Bellingham við. Peningar ekki ástæðan og fær fimmuna hans Zidane Englendingurinn segir einnig að það hafi ekki verið peningar sem lokkuðu hann til Real Madrid. „Peningar eru ekki það sem heillar mig. Ég hugsa nákvæmlega ekkert um peninga þegar ég tek þessar ákvarðanir. Ég hef aldrei gert það og mun aldrei gera það. Ég spila leikinn einfaldlega af því ég elska það.“ Þá mun Bellingham klæðast tryju númer fimm hjá Real Madrid og segir hann að það sé gert af virðingu við fyrrverandi leikmann og þjálfara liðsins, Zinedine Zidane. „Ég geri það af virðingu við leikmann sem ég horfði upp til þegar ég var að alast upp. Hann var magnaður leikmaður, sá besti, en ég er að reyna að feta mína eigin leið og framlengja arfleifð tölunnar frekar en að reyna að fylgja honum.“ 🗣️ "I'm not trying to be the same as [Zidane], I'm just trying to be Jude."Jude Bellingham says it's an honour to wear the number 5 shirt at Real Madrid 🙌5️⃣ pic.twitter.com/a28QIv4G6f— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 15, 2023
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Sjá meira