Manchester United gefst upp á að eltast við Kane Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júní 2023 10:01 Manchester United er búið að gefast upp í eltingaleik við Harry Kane. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images Svo virðist sem forráðamenn Manchester United séu búnir að gefast upp á því að eltast við enska landsliðsfyrirliðann Harry Kane, framherja Tottenham. Eins og flest sumur undanfarinn áratug hefur Kane verið orðaður við brottför frá Tottenham. Þetta sumarið er engin undantekning, en talið er að þessi tæplega þrítugi framherji vilji finna sér nýja áskorun. Kane á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Tottenham og því sjá mörg stórlið tækifæri á því að fá þennan markahæsta framherja enska landsliðsins frá upphafi á góðu verði. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, er þó ekki þekktur fyrir að gefa afslætti og það er hár vermiði sem virðist hafa fælt Manchester United frá kaupunum. Manchester United have ended their interest in signing Harry Kane from Tottenham this summer, feeling that the money it will take to lure the England striker to Old Trafford is unrealistic.Story: @JamieJackson___ https://t.co/k53w8PbX0R— Guardian sport (@guardian_sport) June 14, 2023 Harry Kane var efstur á óskalista Eriks ten Hag, knattspyrnustjóra United. Samkvæmt umfjöllun The Guardian um málið er Hollendingurinn vonsvikinn með það að ekki sé hægt að lokka Kane til félagsins, en skilur þó að klúbburinn verði að setja mörkin einhversstaðar þegar kemur að því að borga fyrir leikmann sem verður þrítugur í næsta mánuði og á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum. Það verður því fróðlegt að sjá hvað verður um Harry Kane í sumar og hvort önnur félög sem hafa áhuga á því að klófesta hann fari sömu leið og Manchester United. Evrópsk stórlið á borð við Real Madrid og Bayern München eru sögð áhugasöm. Harry Kane er sem áður segir markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi með 55 mörk í 82 leikjum. Þá er hann næstmarkahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 213 mörk í 317 leikjum fyrir Tottenham. Enski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Eins og flest sumur undanfarinn áratug hefur Kane verið orðaður við brottför frá Tottenham. Þetta sumarið er engin undantekning, en talið er að þessi tæplega þrítugi framherji vilji finna sér nýja áskorun. Kane á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Tottenham og því sjá mörg stórlið tækifæri á því að fá þennan markahæsta framherja enska landsliðsins frá upphafi á góðu verði. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, er þó ekki þekktur fyrir að gefa afslætti og það er hár vermiði sem virðist hafa fælt Manchester United frá kaupunum. Manchester United have ended their interest in signing Harry Kane from Tottenham this summer, feeling that the money it will take to lure the England striker to Old Trafford is unrealistic.Story: @JamieJackson___ https://t.co/k53w8PbX0R— Guardian sport (@guardian_sport) June 14, 2023 Harry Kane var efstur á óskalista Eriks ten Hag, knattspyrnustjóra United. Samkvæmt umfjöllun The Guardian um málið er Hollendingurinn vonsvikinn með það að ekki sé hægt að lokka Kane til félagsins, en skilur þó að klúbburinn verði að setja mörkin einhversstaðar þegar kemur að því að borga fyrir leikmann sem verður þrítugur í næsta mánuði og á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum. Það verður því fróðlegt að sjá hvað verður um Harry Kane í sumar og hvort önnur félög sem hafa áhuga á því að klófesta hann fari sömu leið og Manchester United. Evrópsk stórlið á borð við Real Madrid og Bayern München eru sögð áhugasöm. Harry Kane er sem áður segir markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi með 55 mörk í 82 leikjum. Þá er hann næstmarkahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 213 mörk í 317 leikjum fyrir Tottenham.
Enski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn