„Húsnæðismálin eru langmikilvægust“ Árni Sæberg skrifar 14. júní 2023 21:44 Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Forseti ASÍ segir að stóra málið í komandi kjarasamningslotu verði að heimilin í landinu haldi kaupmætti sínum. Verkalýðshreyfingin gangi að samningaborðinu með samningsvilja í brjósti en kunni ráð til þess að ná sínu fram, vilji aðrir aðilar vinnumarkaðar ekki semja. Kaupmáttur ráðstöfunartekna dróst saman um tæp fimm prósent á fyrstu mánuðum ársins og er þetta fjórði ársfjórðungurinn í röð þar sem kaupmáttur rýrnar. Verðbólga mælist nú 9,5 prósent og samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar hefur vaxtabyrði heimilanna þyngst gríðarlega á milli ára. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þetta skýrt merki um alvarlega stöðu heimilanna. Mikil samstaða væri að skapast innan verkalýðshreyfingarinnar um að sækja launahækkanir, sem væru að minnsta kosti í samræmi við verðbólgutölur. Seðlabankastjóri hefur sagt að mikilvægt sé að aðilar vinnumarkaðarins sýni ábyrgð í verki með því að gera hófsama langtímakjarasamninga. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands, mætti í myndver til Margrétar Helgu Erlingsdóttur til þess að fara yfir komandi kjaraviðræður, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Stóra málið snýst um það að heimilin í landinu haldi kaupmætti sínum. Það er hægt að halda kaupmætti með mörgum þáttum. Eitt af því eru bara beinar launahækkanir. Annað er skattadæmi, þriðja er velferðarkerfið og fjórða, það getur verið verðlag í landinu. Ef við ætlum að viðhalda þeim kaupmætti sem við viljum hafa í heimilunum þá verða allir að koma á borðinu og það er okkar sýn að við getum gert langtímasamning, þar sem allir aðilar skuldbinda sig til að taka sinn þátt í þessu. Ef það gerist ekki þá er eina neyðarbrauðið, eins og Ragnar nefnir, að sækja þetta beint á fyrirtækin,“ segir Finnbjörn. Mannréttindi að eiga sitt heimili Finnbjörn segir að hann hafi trú á því að allir hlutaðeigandi muni koma að borðinu með það að markmiði að semja. Mikilvægur hluti af því sé aðkoma stjórnvalda að velferðarkerfismálum og að þar sé hússnæðisskortur veigamesti hlutinn. „Það eru mannréttindi að eiga sitt heimili. Húsnæðismálin eru langmikilvægust, en það eru fleiri þættir. Við verðum náttúrulega að horfa til þeirra sem minnst mega sín og þú nefndir að hún er að stóraukast vaxtabyrðin og hún eykst að sjálfsögðu á þeim sem skulda. Og það er unga fólkið í landinu sem þetta kemur langverst við og við verðum að reisa við vaxtabótakerfið. Við verðum að styrkja barnabótakerfið þannig að unga fólkinu sé gert kleift að lifa hér í landi.“ Að lokum segir Finnbjörn að verkalýðshreyfingin muni leggja upp með að leysa kjaramálin í komandi kjarabaráttu. „Séu aðrir ekki tilbúnir til þess, þá kunnum við náttúrulega okkar okkar ráð til að ná þessu fram. En ég trúi ekki öðru vegna þess að það tala allir um það að það eru allir tilbúnir í langtímasamning og ég vil bara sjá efndir í því.“ ASÍ Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Húsnæðismál Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Launahækkanir þurfi hið minnsta að vera í samræmi við verðbólgutölur Sækja þarf launahækkanir sem eru hið minnsta í samræmi við verðbólgutölur í næstu kjarasamningum að sögn formanns VR. Hann segir mikla samstöðu að skapast fyrir því að sækja mjög kröftuglega fram í komandi viðræðum. Kaupmáttur dróst saman um tæp fimm prósent á fyrstu mánuðum ársins og vaxtagjöld heimilanna jukust um sextíu prósent milli ára. 14. júní 2023 12:01 Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. 7. júní 2023 08:42 Segir nauðsynlegt að gera hófsama kjarasamninga til langs tíma Seðlabankastjóri segir nauðsynlegt að gerðir verði hóflegir langtíma kjarasamningar og aðhald aukið í ríkisfjármálum til að ná verðbólgunni niður. Ef Seðlabankinn eigi einn að ná niður verðbólgu þurfi að hækka vexti enn frekar. 24. maí 2023 12:12 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Kaupmáttur ráðstöfunartekna dróst saman um tæp fimm prósent á fyrstu mánuðum ársins og er þetta fjórði ársfjórðungurinn í röð þar sem kaupmáttur rýrnar. Verðbólga mælist nú 9,5 prósent og samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar hefur vaxtabyrði heimilanna þyngst gríðarlega á milli ára. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þetta skýrt merki um alvarlega stöðu heimilanna. Mikil samstaða væri að skapast innan verkalýðshreyfingarinnar um að sækja launahækkanir, sem væru að minnsta kosti í samræmi við verðbólgutölur. Seðlabankastjóri hefur sagt að mikilvægt sé að aðilar vinnumarkaðarins sýni ábyrgð í verki með því að gera hófsama langtímakjarasamninga. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands, mætti í myndver til Margrétar Helgu Erlingsdóttur til þess að fara yfir komandi kjaraviðræður, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Stóra málið snýst um það að heimilin í landinu haldi kaupmætti sínum. Það er hægt að halda kaupmætti með mörgum þáttum. Eitt af því eru bara beinar launahækkanir. Annað er skattadæmi, þriðja er velferðarkerfið og fjórða, það getur verið verðlag í landinu. Ef við ætlum að viðhalda þeim kaupmætti sem við viljum hafa í heimilunum þá verða allir að koma á borðinu og það er okkar sýn að við getum gert langtímasamning, þar sem allir aðilar skuldbinda sig til að taka sinn þátt í þessu. Ef það gerist ekki þá er eina neyðarbrauðið, eins og Ragnar nefnir, að sækja þetta beint á fyrirtækin,“ segir Finnbjörn. Mannréttindi að eiga sitt heimili Finnbjörn segir að hann hafi trú á því að allir hlutaðeigandi muni koma að borðinu með það að markmiði að semja. Mikilvægur hluti af því sé aðkoma stjórnvalda að velferðarkerfismálum og að þar sé hússnæðisskortur veigamesti hlutinn. „Það eru mannréttindi að eiga sitt heimili. Húsnæðismálin eru langmikilvægust, en það eru fleiri þættir. Við verðum náttúrulega að horfa til þeirra sem minnst mega sín og þú nefndir að hún er að stóraukast vaxtabyrðin og hún eykst að sjálfsögðu á þeim sem skulda. Og það er unga fólkið í landinu sem þetta kemur langverst við og við verðum að reisa við vaxtabótakerfið. Við verðum að styrkja barnabótakerfið þannig að unga fólkinu sé gert kleift að lifa hér í landi.“ Að lokum segir Finnbjörn að verkalýðshreyfingin muni leggja upp með að leysa kjaramálin í komandi kjarabaráttu. „Séu aðrir ekki tilbúnir til þess, þá kunnum við náttúrulega okkar okkar ráð til að ná þessu fram. En ég trúi ekki öðru vegna þess að það tala allir um það að það eru allir tilbúnir í langtímasamning og ég vil bara sjá efndir í því.“
ASÍ Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Húsnæðismál Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Launahækkanir þurfi hið minnsta að vera í samræmi við verðbólgutölur Sækja þarf launahækkanir sem eru hið minnsta í samræmi við verðbólgutölur í næstu kjarasamningum að sögn formanns VR. Hann segir mikla samstöðu að skapast fyrir því að sækja mjög kröftuglega fram í komandi viðræðum. Kaupmáttur dróst saman um tæp fimm prósent á fyrstu mánuðum ársins og vaxtagjöld heimilanna jukust um sextíu prósent milli ára. 14. júní 2023 12:01 Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. 7. júní 2023 08:42 Segir nauðsynlegt að gera hófsama kjarasamninga til langs tíma Seðlabankastjóri segir nauðsynlegt að gerðir verði hóflegir langtíma kjarasamningar og aðhald aukið í ríkisfjármálum til að ná verðbólgunni niður. Ef Seðlabankinn eigi einn að ná niður verðbólgu þurfi að hækka vexti enn frekar. 24. maí 2023 12:12 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Launahækkanir þurfi hið minnsta að vera í samræmi við verðbólgutölur Sækja þarf launahækkanir sem eru hið minnsta í samræmi við verðbólgutölur í næstu kjarasamningum að sögn formanns VR. Hann segir mikla samstöðu að skapast fyrir því að sækja mjög kröftuglega fram í komandi viðræðum. Kaupmáttur dróst saman um tæp fimm prósent á fyrstu mánuðum ársins og vaxtagjöld heimilanna jukust um sextíu prósent milli ára. 14. júní 2023 12:01
Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. 7. júní 2023 08:42
Segir nauðsynlegt að gera hófsama kjarasamninga til langs tíma Seðlabankastjóri segir nauðsynlegt að gerðir verði hóflegir langtíma kjarasamningar og aðhald aukið í ríkisfjármálum til að ná verðbólgunni niður. Ef Seðlabankinn eigi einn að ná niður verðbólgu þurfi að hækka vexti enn frekar. 24. maí 2023 12:12