Innlent

Á slysadeild eftir líkamsárás fjögurra á aldrinum 17 til 20

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Árásin átti sér stað í Mjóddinni í gærkvöldi.
Árásin átti sér stað í Mjóddinni í gærkvöldi. vísir/vilhelm

Sautján ára drengur var í gærkvöldi fluttur á slysadeild vegna líkamsárásar í Mjóddinni í Reykjavík, af hendi fjögurra annarra á aldrinum 17 til 20 ára. Mennirnir fjórir voru handteknir í dag og verða yfirheyrðir í kjölfarið.

Greint var frá árásinni í tilkynningu frá lögreglu í morgun. Heimir Ríkarðsson lögreglufulltrúi segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða drengi sem hafi ítrekað komið við sögu hjá lögreglu. Barefli var beitt við árásina.

„Það var ráðist á einn aðila á svipuðum aldri, sá fór uppá slysadeild og þar var gert að sárum hans. Líðan er eftir atvikum en hann fór heim í gær,“ segir Heimir.

Hann vildi ekki staðfesta hvers konar barefli hafi verið beitt. Tilkynning barst lögreglu á níunda tímanum frá vegfaranda í Mjóddinni.

Stutt er síðan tveir karlmenn, fæddir árið 2005, voru handteknir grunaðir um hættulega líkamsárás.

Hafið þið orðið varir við aukið ofbeldi hjá ungmennum síðustu misseri, vor og sumar?

„Þetta gengur í bylgju eins og annað en eitt mál er einu máli of mikið,“ segir Heimir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×