Innlent

Átján ára spörkuðu í höfuð manns á fertugsaldri

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Árásin átti sér stað seint í nótt á Austurstræti.
Árásin átti sér stað seint í nótt á Austurstræti. vísir/kolbeinn tumi

Tveir karlmenn, fæddir árið 2005, voru handteknir í morgun grunaðir um hættulega líkamsárás. Karlmaður á fertugsaldri hlaut nefbrot eftir að sparkað var í höfuð hans.

Tilkynnt var um árásina, sem átti sér stað á Austurstræti í Reykjavík, klukkan hálf sex í morgunsárið. 

Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Að hans sögn varð annar hinna handteknu átján ára í mars. Hinn er ólögráða en nær átján ára aldri síðar í mánuðinum

„Barnavernd var tilkynnt um handtöku á öðrum. Þeir voru síðar yfirheyrðir og látnir lausir,“ segir Skúli 

Maðurinn hafi sjálfur farið á spítala, sennilega nefbrotinn. Sá er fæddur árið 1987. Tveir til viðbótar urðu fyrir árásarinni en Skúli kveðst ekki vita hvort tengsl hafi verið á milli mannanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×