Glódís var að sjálfsögðu í lykilhlutverki í liði Bayern München sem afrekaði það að tryggja sér þýska meistaratitilinn í lokaumferðinni.
Og það sem meira er, hún lék allar 1.980 mínúturnar sem Bayern spilaði í deildinni á leiktíðinni.
Enginn annar útileikmaður í deildinni spilaði allar mínúturnar en tveir markverðir gerðu það þó.
WOW! #stats2223@glodisperla hat in der #DieLiga-Saison 2022/23 jede einzelne Minute gespielt. Nur zwei weitere Spielerinnen (2 Torhüterinnen) standen ebenfalls über die gesamte Spielzeit auf dem Platz. Hut ab, Glódís! #FCBFrauen #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/AvspHWjiSq
— MEISTERINNEN (@FCBfrauen) June 12, 2023
Það var einmitt markvörður Bayern, Maria Grohs, sem var næst á eftir Glódísi hvað spilaðar mínútur hjá Bayern varðar en hún lék 1.873 mínútur. Næsti útileikmaður á eftir Glódísi, hin enska Georgia Stanway, lék 1.807 mínútur eða 173 mínútum færra en Glódís.
Hin 21 árs gamla Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék sjö deildarleiki fyrir Bayern í vetur, alla sem varamaður, eða alls 232 mínútur. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir, 19 ára, var á varamannabekknum í fimm leikjum en lék annars með varaliði Bayern sem endaði í 4. sæti í næstefstu deild.