Fundu erfðabreytu sem hefur áhrif á tónhæð raddar Helena Rós Sturludóttir skrifar 11. júní 2023 15:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Rósa S. Gísladóttir, fyrsti höfundur greinarinnar og vísindamaður. Íslensk erfðagreining Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á upptökum af tali um þrettán þúsund Íslendinga varpar ljósi á erfðabreytu sem hefur áhrif á hversu djúp eða há röddin er. Erfðabreytan er sú fyrsta sem vitað er að hafi áhrif á tónhæð að sögn vísindamanns. Rannsóknin birtist í vísindaritinu Science Advances á föstudag og segir Rósa S. Gísladóttir, fyrsti höfundur greinarinnar og vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu, niðurstöðurnar áhugaverðar. „Það er í raun mjög lítið vitað um erfðaþætti sem hafa áhrif á rödd og tal. Þarna erum við að fara svolítið nýstárlega aðferð að hreinlega taka upp, tal Íslendinga og gera mælingar á þessum upptökum. Og finnum þarna fyrsta breytileikann sem hefur áhrif á tónhæð í röddinni. Það er í rauninni fyrsti breytileikinn sem við vitum til að hefur áhrif á tónhæð,“ segir Rósa. Hefur áhrif á konur og karla Athyglisvert sé að erfðabreytan, ABCC9, sem fannst í rannsókninni hafi áhrif á rödd karla og kvenna óháð líkamsstærð. „Sumum finnst það kannski koma svolítið að óvart af því við tengjum þetta við hormóna, við tengjum röddina við þegar strákar fara í mútur og svo framvegis og það er það sem er svolítið spennandi við þessa niðurstöðu er að við erum að læra eitthvað nýtt við þennan eiginleika. Að það eru engin augljós tengsl við hormóna út frá því hvað við vitum um þetta gen og svo framvegis,“ segir Rósa jafnframt. Samband tónhæðar og heilsu Það sé þó mögulegt þar sem sama erfðabreyta hafi líka áhrif á tjáningu á geni í nýrnahettum þar sem framleidd eru ýmis hormón sem geta haft áhrif á þessa tóna. Það sé eitthvað sem þurfi að rannsaka nánar. Þá hafi sama erfðabreyta áhrif á hjarta og æðakerfi sem undirstrikar samband tónhæðar og líkamlegrar heilsu. „Ég held það sé mikilvægt að fólk viti að þetta sé kannski ekki augljós áhættuþáttur ef fólk er með hærri tónhæð þá ætti það ekki að hafa áhyggjur af því að það sé með háan púlsþrýsting eða eitthvað slíkt en þetta er mjög áhugaverð mynstur fyrir okkur að spá og spekúlera í,“ segir hún. Íslensk erfðagreining Heilsa Vísindi Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Rafiðnaðarsamband Íslands reiknar fastlega með því að til verkfalla komi í lok mánaðar að sögn varaformanns sambandsins, þar sem ekki hefur tekist að semja um kjarasamning við Landsnet. Verkfall muni hafa áhrif á raforkudreifingu á landinu öllu. 11. júní 2023 11:37 Kári um íslenskuna: „Mér þykir vænt um hana en ég hef ekki áhyggjur af henni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals í Íslandi í dag á degi íslenskrar tungu, en enn á þessu stigi eru landsmenn staddir í því sem nú er orðið vika íslenskrar tungu. 18. nóvember 2022 09:59 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Rannsóknin birtist í vísindaritinu Science Advances á föstudag og segir Rósa S. Gísladóttir, fyrsti höfundur greinarinnar og vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu, niðurstöðurnar áhugaverðar. „Það er í raun mjög lítið vitað um erfðaþætti sem hafa áhrif á rödd og tal. Þarna erum við að fara svolítið nýstárlega aðferð að hreinlega taka upp, tal Íslendinga og gera mælingar á þessum upptökum. Og finnum þarna fyrsta breytileikann sem hefur áhrif á tónhæð í röddinni. Það er í rauninni fyrsti breytileikinn sem við vitum til að hefur áhrif á tónhæð,“ segir Rósa. Hefur áhrif á konur og karla Athyglisvert sé að erfðabreytan, ABCC9, sem fannst í rannsókninni hafi áhrif á rödd karla og kvenna óháð líkamsstærð. „Sumum finnst það kannski koma svolítið að óvart af því við tengjum þetta við hormóna, við tengjum röddina við þegar strákar fara í mútur og svo framvegis og það er það sem er svolítið spennandi við þessa niðurstöðu er að við erum að læra eitthvað nýtt við þennan eiginleika. Að það eru engin augljós tengsl við hormóna út frá því hvað við vitum um þetta gen og svo framvegis,“ segir Rósa jafnframt. Samband tónhæðar og heilsu Það sé þó mögulegt þar sem sama erfðabreyta hafi líka áhrif á tjáningu á geni í nýrnahettum þar sem framleidd eru ýmis hormón sem geta haft áhrif á þessa tóna. Það sé eitthvað sem þurfi að rannsaka nánar. Þá hafi sama erfðabreyta áhrif á hjarta og æðakerfi sem undirstrikar samband tónhæðar og líkamlegrar heilsu. „Ég held það sé mikilvægt að fólk viti að þetta sé kannski ekki augljós áhættuþáttur ef fólk er með hærri tónhæð þá ætti það ekki að hafa áhyggjur af því að það sé með háan púlsþrýsting eða eitthvað slíkt en þetta er mjög áhugaverð mynstur fyrir okkur að spá og spekúlera í,“ segir hún.
Íslensk erfðagreining Heilsa Vísindi Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Rafiðnaðarsamband Íslands reiknar fastlega með því að til verkfalla komi í lok mánaðar að sögn varaformanns sambandsins, þar sem ekki hefur tekist að semja um kjarasamning við Landsnet. Verkfall muni hafa áhrif á raforkudreifingu á landinu öllu. 11. júní 2023 11:37 Kári um íslenskuna: „Mér þykir vænt um hana en ég hef ekki áhyggjur af henni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals í Íslandi í dag á degi íslenskrar tungu, en enn á þessu stigi eru landsmenn staddir í því sem nú er orðið vika íslenskrar tungu. 18. nóvember 2022 09:59 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Hádegisfréttir Bylgjunnar Rafiðnaðarsamband Íslands reiknar fastlega með því að til verkfalla komi í lok mánaðar að sögn varaformanns sambandsins, þar sem ekki hefur tekist að semja um kjarasamning við Landsnet. Verkfall muni hafa áhrif á raforkudreifingu á landinu öllu. 11. júní 2023 11:37
Kári um íslenskuna: „Mér þykir vænt um hana en ég hef ekki áhyggjur af henni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals í Íslandi í dag á degi íslenskrar tungu, en enn á þessu stigi eru landsmenn staddir í því sem nú er orðið vika íslenskrar tungu. 18. nóvember 2022 09:59