Fótbolti

Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði fyrir Vålerenga

Jón Már Ferro skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir hefur enn ekki tapað með Vålerenga á þessu tímabili.
Ingibjörg Sigurðardóttir hefur enn ekki tapað með Vålerenga á þessu tímabili. Vålerenga

Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir og varnarmaður Vålerenga skoraði mark í 1-1 jafntefli gegn Brann í dag. Liðið er ósigrað á toppi norsku úrvalsdeildarinnar þegar einungis þrír leikir eru eftir af deildinni.

Ingibjörg skoraði markið á 48. mínútu og kom Vålerenga yfir í leiknum. Þegar um hálftími var eftir af leiknum jafnaði Brann leikinn og þar við sat.

Vålerenga er á toppi deildarinnar með 37 stig eftir fimmtán leiki. Liðið hefur enn ekki tapað leik og stefnir hraðbyr að norska titlinum.

Einungis þrjár umferðir eru eftir og er Vålerenga fimm stigum á undan Rosenborg sem er í öðru sætinu. Rosenborg á þó einn leik til góða.

Hún á að baki 53 A-landsleiki með íslenska landsliðinu og hefur ekki skorað mark. Með undir nítján ára liði íslands spilaði hún fimmtán leiki og skoraði fimm mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.