Fótbolti

Fyrrum leikmaður Arsenal og United á bekknum á morgun

Jón Már Ferro skrifar
Henrikh Mkhitaryan, fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United, verður að öllum líkindum á varamannabekknum á morgun þegar Inter Milan mætir Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Henrikh Mkhitaryan, fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United, verður að öllum líkindum á varamannabekknum á morgun þegar Inter Milan mætir Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. vísir/getty

Samkvæmt ítalska miðlinum Gazzetta dello sport verður sóknarsinnaði miðjumaður Inter Milan, Henrikh Mkhitaryan, á bekknum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun. Mkhitaryan er fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United.

Mkhitaryan hefur verið meiddur undanfarnar vikur og verður að öllum líkindum ekki í byrjunarliðinu á morgun þrátt fyrir að hafa æft með Inter-liðinu í dag.

Þjálfari liðsins, Simone Insaghi, segist taka ákvörðunina í rólegheitum en hann þyrfti á öllum í hundrað prósent standi á morgun.

„Við þurfum að spila með hjartanu allan leikinn. Líka þegar við munum eiga í erfiðleikum. Mkhitaryan? Hann lítur ágætlega út en er ekki hundrað prósent klár,“ segir Simone Insaghi, þjálfari Inter Milan.

„Tilfinningarnar fyrir svona leik eru yndislegar. Við höfum engu að tapa í þessum úrslitaleik. Við erum að njóta augnabliksins en við viljum ekki láta staðar numið hér,“ segir Insaghi.

„Markmiðið er að spila úrslitaleikinn á eins góðan hátt og mögulegt er. Við höfum ekki hlustað á gagnrýnisraddir og satt að segja höfum við ekki spáð mikið í þennan leik.

Við erum ekki rólegir og vitum að við verðum að berjast allan leikinn gegn besta liði heims. 

Við berum mikla virðingu fyrir Manchester City en ég held að þeir beri líka virðingu fyrir okkur. Á morgun verður þetta ellefu á móti ellefu og við ætlum að selja okkur dýrt,“ segir Insaghi.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.