Kóraskóli heitir nýr grunnskóli fyrir nemendur í 8.-10. bekk í Kórahverfinu í Kópavogi. Um 260 nemendur munu hefja þar nám í haust en skólinn verður formlega stofnaður þann 1. ágúst.
Í vetur var tekin ákvörðun um að aðskilja 1.-7. bekk Hörðuvallaskóla frá unglingadeildinni og stofna nýjan skóla fyrir unglingadeildina. Kóraskóli er staðsettur í sama húsnæði og 8.-10. bekkur Hörðuvallaskóla var, við Vallakór 12-14 í Kópavogi. Húsnæðið liggur að Kórnum, íþróttamiðstöð HK.
Nemendur Hörðuvallaskóla komu með tillögur að nafni á nýja skólann og í kjölfarið var kosið milli tveggja tillaga. Lendingin var sú að skólinn skyldi heita Kóraskóli.
Mygla hefur greinst á nokkrum stöðum í eldra húsnæði Melaskóla. Skólastjórnendur hafa boðið til fundar með foreldrum og aðstandendum nemenda næstkomandi mánudag.
Skólastjóri fámennasta grunnskóla landsins segir börnin stundum óska þess að vera fleiri en einungis fjórir nemendur eru í skólanum. Þurfa þau að keyra 120 kílómetra til að fara í skólasund en skólabílstjórinn er einnig íþróttakennari nemendanna og matráður skólans.
Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.