Innlent

Nýr gagn­fræða­skóli til starfa í Kópa­vogi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Kóraskóli við hlið Kórsins.
Kóraskóli við hlið Kórsins. Vísir/Vilhelm

Kóraskóli heitir nýr grunnskóli fyrir nemendur í 8.-10. bekk í Kórahverfinu í Kópavogi. Um 260 nemendur munu hefja þar nám í haust en skólinn verður formlega stofnaður þann 1. ágúst.

Í vetur var tekin ákvörðun um að aðskilja 1.-7. bekk Hörðuvallaskóla frá unglingadeildinni og stofna nýjan skóla fyrir unglingadeildina. Kóraskóli er staðsettur í sama húsnæði og 8.-10. bekkur Hörðuvallaskóla var, við Vallakór 12-14 í Kópavogi. Húsnæðið liggur að Kórnum, íþróttamiðstöð HK.

Nemendur Hörðuvallaskóla komu með tillögur að nafni á nýja skólann og í kjölfarið var kosið milli tveggja tillaga. Lendingin var sú að skólinn skyldi heita Kóraskóli.


Tengdar fréttir

Mygla fannst í eldra húsnæði Melaskóla

Mygla hefur greinst á nokkrum stöðum í eldra húsnæði Melaskóla. Skólastjórnendur hafa boðið til fundar með foreldrum og aðstandendum nemenda næstkomandi mánudag.

For­eldrar í Laugar­dal fagna á­kvörðun skóla- og frí­stunda­ráðs

Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.