„Mikill heiður að vera treyst fyrir svona stóru verkefni“ Íris Hauksdóttir skrifar 9. júní 2023 11:35 Vera Design og Kraftur styrktarfélag krabbameinssjúkra tóku höndum saman með nýrri skartgripalínu. Kraftur, stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra tók nýverið höndum saman við skartgripalínuna Vera Design. Í kjölfarið hannaði Vera Design nýja fallega skartgripalínu fyrir Kraft og mun allur ágóði renna til félagsins. Tíu ár eru síðan Íris Björk Tanja Jónsdóttir eigandi Vera Design stofnaði fyrirtækið sem hefur dafnað vel síðan þá. Það var svo í byrjun þessa árs sem Írisi barst tölvupóstur frá Krafts konum varðandi samstarf. „Æðruleysisbænin, hringurinn, er með fyrstu gripunum sem Vera Design kom með á markað, hafði vakið athygli þeirra. Þess vegna leituðu þær til okkar með hönnun á nýrri línu fyrir Kraft. Það er mikill heiður að vera treyst fyrir svona stóru verkefni,“ segir Íris og heldur áfram. „Þetta er mikilvægt á svo margan hátt. Gefa allan ágóða sölunnar Vera Design hannar skartgripi sem eru tímalausir og hafa merkingu. Það er boðskapur í allri hönunninni, og þannig passar það mjög vel inn í heim Vera Design að vera með línu með svo mikilvægum skilaboðum „LÍFIÐ ER NÚNA“ sem á við alla alltaf. Svo ekki sé talað um að fá að taka þátt í að styrkja þessi mikilvægu samtök sem styðja við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein.“ Einstakur skartgripur með kraftmiklum boðskap Þar sem um góðgerðarmálefni er að ræða segir Íris að aldrei hafi komið annað til greina en að gefa allan ágóða sölunnar. „Ég sé þetta sem fallegt verkefni ætlað til þess að styðja við einstaklinga sem herja erfiða baráttu við sjúkdóm sem tekur gríðarlega á alla sem standa nálægt.“ Íris Björk Tanja stofandi og eigandi Vera Design ásamt Ingu Dóru sem gekk til liðs við fyrirtækið á síðasta ári. Hún hefur víðtæka reynslu úr skartgripageiranum.aðsend Línuna hannaði Íris með það í hug að um tímalaust skart væri að ræða. „Að mínu mati er mikilvægast að boðskapurinn fái að njóta sín og að hægt sé að nota skartið á nokkra vegu. Það hefur verið áhersla hjá Vera Design frá upphafi. Henta við öll tækifæri Það eru þrjár útgáfur af armböndum og hálsmenin koma með tveimur hálsfestum, silfur og leðuról sem hægt er að nota á nokkra vegu. Öll línan er úr 925 sterling silfri og kemur bæði rhodiun húðuð og með 18k gull húð. Útkoman er algjörlega geggjuð og við erum mjög stoltar af þessari vörulínu. Skartið hentar fyrir alla og skilaboðin komast áleiðis, bæði fyrir þann sem ber skartið sem og hina sem berja það augum.“ Vera Design er með tæplega þrjátíu útsölustaði um land allt og tekur Íris það fram að algjört gagnsæi sé á sölu og ágóða verkefnis. „Það skiptir okkur miklu máli að það sé engin milliliður í innheimtu á sölu línunnar,“ segir Íris að lokum. Áhugasamir geta kynnt sér skartgripalínuna hér. Tíska og hönnun Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Tíu ár eru síðan Íris Björk Tanja Jónsdóttir eigandi Vera Design stofnaði fyrirtækið sem hefur dafnað vel síðan þá. Það var svo í byrjun þessa árs sem Írisi barst tölvupóstur frá Krafts konum varðandi samstarf. „Æðruleysisbænin, hringurinn, er með fyrstu gripunum sem Vera Design kom með á markað, hafði vakið athygli þeirra. Þess vegna leituðu þær til okkar með hönnun á nýrri línu fyrir Kraft. Það er mikill heiður að vera treyst fyrir svona stóru verkefni,“ segir Íris og heldur áfram. „Þetta er mikilvægt á svo margan hátt. Gefa allan ágóða sölunnar Vera Design hannar skartgripi sem eru tímalausir og hafa merkingu. Það er boðskapur í allri hönunninni, og þannig passar það mjög vel inn í heim Vera Design að vera með línu með svo mikilvægum skilaboðum „LÍFIÐ ER NÚNA“ sem á við alla alltaf. Svo ekki sé talað um að fá að taka þátt í að styrkja þessi mikilvægu samtök sem styðja við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein.“ Einstakur skartgripur með kraftmiklum boðskap Þar sem um góðgerðarmálefni er að ræða segir Íris að aldrei hafi komið annað til greina en að gefa allan ágóða sölunnar. „Ég sé þetta sem fallegt verkefni ætlað til þess að styðja við einstaklinga sem herja erfiða baráttu við sjúkdóm sem tekur gríðarlega á alla sem standa nálægt.“ Íris Björk Tanja stofandi og eigandi Vera Design ásamt Ingu Dóru sem gekk til liðs við fyrirtækið á síðasta ári. Hún hefur víðtæka reynslu úr skartgripageiranum.aðsend Línuna hannaði Íris með það í hug að um tímalaust skart væri að ræða. „Að mínu mati er mikilvægast að boðskapurinn fái að njóta sín og að hægt sé að nota skartið á nokkra vegu. Það hefur verið áhersla hjá Vera Design frá upphafi. Henta við öll tækifæri Það eru þrjár útgáfur af armböndum og hálsmenin koma með tveimur hálsfestum, silfur og leðuról sem hægt er að nota á nokkra vegu. Öll línan er úr 925 sterling silfri og kemur bæði rhodiun húðuð og með 18k gull húð. Útkoman er algjörlega geggjuð og við erum mjög stoltar af þessari vörulínu. Skartið hentar fyrir alla og skilaboðin komast áleiðis, bæði fyrir þann sem ber skartið sem og hina sem berja það augum.“ Vera Design er með tæplega þrjátíu útsölustaði um land allt og tekur Íris það fram að algjört gagnsæi sé á sölu og ágóða verkefnis. „Það skiptir okkur miklu máli að það sé engin milliliður í innheimtu á sölu línunnar,“ segir Íris að lokum. Áhugasamir geta kynnt sér skartgripalínuna hér.
Tíska og hönnun Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira