Hareide uppljóstrar liðinu á Ölveri: „Finnur þetta hvergi annars staðar“ Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2023 13:04 Åge Hareide mætir og ræðir við stuðningsmenn Íslands á Ölveri fyrir leikina við Slóvakíu og Portúgal. Samsett/Egill/Diego Nýi landsliðsþjálfarinn Åge Hareide hefur samþykkt að mæta á sportbarinn Ölver bæði 17. og 20. júní, fyrir landsleiki Íslands við Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM karla í fótbolta. Mikill áhugi virðist vera fyrir þessum fyrstu leikjum undir stjórn Hareide og þá sérstaklega leiknum við Portúgal, sem strax varð uppselt á. Hareide fer með sömu leið og Heimir Hallgrímsson gerði á sínum tíma með því að funda með helstu stuðningsmönnum íslenska landsliðsins á leikdegi, eða um það bil tveimur klukkutímum áður en flautað er til leiks, og uppljóstra byrjunarliði Íslands. Björn Hlynur Haraldsson, einn eigenda Ölvers, segir að Hareide hafi strax tekið vel í hugmyndina. „Við vildum tékka á því hvort það væri ekki kominn tími til að koma þessu aftur í gang, eftir mikið af Covid-leikjum síðustu ár, svo ég hafði samband við KSÍ. Skilaboðum var komið áleiðis til nýja þjálfarans og hann tók bara vel í þetta og ætlar að mæta í eigin persónu,“ segir Björn Hlynur. Dyrunum lokað og slökkt á símum „Hugmyndin er að þetta verði eins og áður, þannig að hann komi og tilkynni Tólfunni byrjunarliðið áður en að fjölmiðlar fái að heyra af því. Þau í Tólfunni gera alltaf smá serimóníu úr þessu, þar sem öllum dyrum er lokað og slökkt á símum, og svo fá þau beint í æð byrjunarliðið frá þjálfaranum og pepp fyrir landsleikinn. Við ætlum að njóta þess að búa í þannig samfélagi að landsliðsþjálfarinn geti mætt rétt fyrir leik á aðalsportpöbbinn og hitt helstu stuðningsmenn landsliðsins. Maður finnur þetta hvergi annars staðar í heiminum,“ segir Björn Hlynur. Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er einn af eigendum Ölvers.Getty/Daniele Venturelli „Lofum að skila Tólfunni ekki of seint á völlinn“ Hareide var ráðinn landsliðsþjálfari um miðjan apríl en hann tók við af Arnari Þór Viðarssyni. Fyrsti leikur Íslands undir stjórn þessa 69 ára gamla Norðmanns verður því gegn Slóvakíu á þjóðhátíðardaginn, og hvetur Björn Hlynur Tólfumeðlimi og aðra stuðningsmenn til að fjölmenna á fund með nýja þjálfaranum. „Þetta hefur alltaf gengið mjög vel enda tekur Tólfufólk þessu alvarlega, og það gerum við líka. Það verður gaman að fá Åge í heimsókn fyrir fyrsta landsleikinn sinn hérna, og endurvekja þessa skemmtilegu hefð,“ segir Björn Hlynur sem reiknar með að Hareide mæti á svæðið um fimmleytið á leikdegi, en leikirnir hefjast klukkan 18:45. „Þetta er auðvitað heimili Tólfunnar og allra stuðningsmanna íslenska landsliðsins, og við erum bara spennt að fá sem flesta svo að stemningin verði aftur eins og hún var fyrir nokkrum árum. Það eru stórir leikir hjá bæði kvenna- og karlalandsliðinu í ár og við ætlum að gera okkar besta til að stemningin verði sem best. Og við lofum að skila Tólfunni ekki of seint á völlinn,“ segir leikarinn glettinn. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Sjá meira
Mikill áhugi virðist vera fyrir þessum fyrstu leikjum undir stjórn Hareide og þá sérstaklega leiknum við Portúgal, sem strax varð uppselt á. Hareide fer með sömu leið og Heimir Hallgrímsson gerði á sínum tíma með því að funda með helstu stuðningsmönnum íslenska landsliðsins á leikdegi, eða um það bil tveimur klukkutímum áður en flautað er til leiks, og uppljóstra byrjunarliði Íslands. Björn Hlynur Haraldsson, einn eigenda Ölvers, segir að Hareide hafi strax tekið vel í hugmyndina. „Við vildum tékka á því hvort það væri ekki kominn tími til að koma þessu aftur í gang, eftir mikið af Covid-leikjum síðustu ár, svo ég hafði samband við KSÍ. Skilaboðum var komið áleiðis til nýja þjálfarans og hann tók bara vel í þetta og ætlar að mæta í eigin persónu,“ segir Björn Hlynur. Dyrunum lokað og slökkt á símum „Hugmyndin er að þetta verði eins og áður, þannig að hann komi og tilkynni Tólfunni byrjunarliðið áður en að fjölmiðlar fái að heyra af því. Þau í Tólfunni gera alltaf smá serimóníu úr þessu, þar sem öllum dyrum er lokað og slökkt á símum, og svo fá þau beint í æð byrjunarliðið frá þjálfaranum og pepp fyrir landsleikinn. Við ætlum að njóta þess að búa í þannig samfélagi að landsliðsþjálfarinn geti mætt rétt fyrir leik á aðalsportpöbbinn og hitt helstu stuðningsmenn landsliðsins. Maður finnur þetta hvergi annars staðar í heiminum,“ segir Björn Hlynur. Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er einn af eigendum Ölvers.Getty/Daniele Venturelli „Lofum að skila Tólfunni ekki of seint á völlinn“ Hareide var ráðinn landsliðsþjálfari um miðjan apríl en hann tók við af Arnari Þór Viðarssyni. Fyrsti leikur Íslands undir stjórn þessa 69 ára gamla Norðmanns verður því gegn Slóvakíu á þjóðhátíðardaginn, og hvetur Björn Hlynur Tólfumeðlimi og aðra stuðningsmenn til að fjölmenna á fund með nýja þjálfaranum. „Þetta hefur alltaf gengið mjög vel enda tekur Tólfufólk þessu alvarlega, og það gerum við líka. Það verður gaman að fá Åge í heimsókn fyrir fyrsta landsleikinn sinn hérna, og endurvekja þessa skemmtilegu hefð,“ segir Björn Hlynur sem reiknar með að Hareide mæti á svæðið um fimmleytið á leikdegi, en leikirnir hefjast klukkan 18:45. „Þetta er auðvitað heimili Tólfunnar og allra stuðningsmanna íslenska landsliðsins, og við erum bara spennt að fá sem flesta svo að stemningin verði aftur eins og hún var fyrir nokkrum árum. Það eru stórir leikir hjá bæði kvenna- og karlalandsliðinu í ár og við ætlum að gera okkar besta til að stemningin verði sem best. Og við lofum að skila Tólfunni ekki of seint á völlinn,“ segir leikarinn glettinn.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Sjá meira