Innlent

Harmar ó­þarfa fugla­dráp og biðlar til katta­eig­enda að vera á varð­bergi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Að sögn Maríu fjölgaði heimilisköttum töluvert í Vesturbænum í heimsfaraldrinum og því sé ástandið nú verra en áður.
Að sögn Maríu fjölgaði heimilisköttum töluvert í Vesturbænum í heimsfaraldrinum og því sé ástandið nú verra en áður. María Huld Markan Sigfúsdóttir

María Huld Markan Sigfúsdóttir, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur, segir sárt að verða vitni að því blóðbaði sem á sér stað ár hvert þegar heimiliskettir veitast að fuglum með nýfædda unga í hverfinu. Hún biðlar til kattaeigenda að gera það sem þau geta til þess að koma í veg fyrir óþarfa morð á fuglum.

Hún segir frá því að hafa setið úti á verönd að njóta sólarinnar fyrr í dag og fylgst með karlkyns svartþresti sækja mat fyrir nýfædda unga sína. „Næsta sem ég veit eru fjaðrir og blóð út um allt,“ segir María. Þá var fuglinn lentur í gini kattar sem hafði tekið sér veiðitúr.

María segist hafa þurft að hafa hraðar hendur og bola kettinum í burtu áður en hann næði kvenfuglinum líka.

Að sögn Maríu fjölgaði heimilisköttum töluvert í Vesturbænum í heimsfaraldrinum og því sé ástandið nú verra en áður.

Aðkoman var ljót. María Huld Markan Sigfúsdóttir

„Margir segja að það er ekki hægt að berjast móti kattareðlinu og að kettirnir geta ekkert að þessu gert,“ segir María en ítrekar að eigendur þurfi þrátt fyrir það að sýna ábyrgð, rétt eins og hundaeigendur passi að hundarnir séu ekki að bíta önnur dýr.

María bendir á að margt sé hægt að gera til þess að sporna gegn óþarfa fugladrápum katta. Kragar og bjöllur geti til dæmis skipt sköpum. Jafnvel mætti halda heimiliskettinum innandyra ef erfitt reynist að halda honum frá nýbökuðum fuglaforeldrum. 


Tengdar fréttir

Safnaði illa þefjandi sorpi og dæmd til að selja íbúðina

Héraðsdómur hefur dæmt eiganda íbúðar í Reykjavík til að flytja úr íbúðinni og selja hana vegna yfirgengilegrar sorpsöfnunar, sem olli nágrönnum gríðarlegum óþægindum. Lögmaður Húseigendafélagsins segir málið algjört undantekningartilvik - og sérstakt fyrir ýmsar sakir.

Hunda- og kattafólk snýr bökum saman fyrir frumvarp

Hunda og kattaeigendur hafa sameinast um undirskriftalista til stuðnings frumvarpi um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu yrði katta og hundahald í fjölbýlishúsum ekki háð leyfi annarra íbúa.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.