Kante hefur verið leikmaður Chelsea síðan árið 2016 þegar hann gekk til liðs við liðið frá Leicester þar sem hann varð Englandsmeistari. Kante hefur verið gífurlega sigursæll á ferli sínum sem leikmaður og meðal annars unnið ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina með Chelsea og orðið heimsmeistari með Frökkum.
N Golo Kanté to Al Ittihad, here we go! #CFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 7, 2023
Medical tests completed in London.
2 year deal with an option for further season.
100m per season salary figure includes image rights, commercial deals and creative portfolio. pic.twitter.com/aHflFM9VMI
Al Ekhbariva TV greinir frá því að Kante muni skrifa undir tveggja ára samning við Al-Ittihad með möguleika á eins árs framlengingu til viðbótar. Samkvæmt blaðamanninum Fabrizio Romano mun Kante fá 100 milljónir evra í árslaun hjá Al-Ittihad.
Al-Ittihad er meistaralið Sádi Arabíu og á dögunum samdi liðið við landa Kante, Karim Benzema, sem kemur til liðsins frá Real Madrid.
Kante kom aðeins við sögu í níu leikjum Chelsea á tímabilinu vegna meiðsla.