Fótbolti

N´Golo Kante verður liðs­fé­lagi Benzema og fær fimm­tán milljarða í árs­laun

Smári Jökull Jónsson skrifar
N´Golo Kante heldur á ný mið í sumar.
N´Golo Kante heldur á ný mið í sumar. Vísir/Getty

N´Golo Kante hefur samið við Al-Ittihad um að gerast leikmaður liðsins en samningur hans við Chelsea rennur út núna í sumar. Í Al-Ittihad hittir Kante fyrir Karim Benzema.

Kante hefur verið leikmaður Chelsea síðan árið 2016 þegar hann gekk til liðs við liðið frá Leicester þar sem hann varð Englandsmeistari. Kante hefur verið gífurlega sigursæll á ferli sínum sem leikmaður og meðal annars unnið ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina með Chelsea og orðið heimsmeistari með Frökkum.

Al Ekhbariva TV greinir frá því að Kante muni skrifa undir tveggja ára samning við Al-Ittihad með möguleika á eins árs framlengingu til viðbótar. Samkvæmt blaðamanninum Fabrizio Romano mun Kante fá 100 milljónir evra í árslaun hjá Al-Ittihad.

Al-Ittihad er meistaralið Sádi Arabíu og á dögunum samdi liðið við landa Kante, Karim Benzema, sem kemur til liðsins frá Real Madrid.

Kante kom aðeins við sögu í níu leikjum Chelsea á tímabilinu vegna meiðsla. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.