Fótbolti

Leikmaður í sænsku kvennadeildinni dæmdur í langt bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmaðurinn sem féll á lyfjaprófinu má ekki spila aftur í sænsku úrvalsdeildinni fyrr en á næsta ári.
Leikmaðurinn sem féll á lyfjaprófinu má ekki spila aftur í sænsku úrvalsdeildinni fyrr en á næsta ári. getty/Oli Scarff

Leikmaður í sænsku kvennadeildinni í fótbolta hefur verið dæmdur í langt bann fyrir ólöglega lyfjanotkun.

Frá þessu er greint í Expressen. Þar segir að leikmaður í sænsku úrvalsdeildinni hafi verið dæmdur í bann eftir að lyfið canrenone fannst í sýni hans í september á síðasta ári.

Haft er eftir talsmanni félagsins sem leikmaðurinn spilaði fyrir að hann hefði fulla ástæðu til að vera ósáttur við félagið enda hafi það ekki greint frá því að leikmaðurinn væri að taka canrenone, samkvæmt læknisráði.

Leikmaðurinn, sem er ekki sænskur, spilar ekki í sænsku deildinni um þessar mundir og má það ekki á næstunni enda verið dæmdur í bann til 17. maí næstkomandi. Hann fékk átján mánaða bann en það tók gildi í nóvember á síðasta ári. Leikmaður hefur þrjár vikur til að áfrýja úrskurðinum.

Talsmaður félagsins segir fráleitt hversu langt bannið er. „Lengd bannsins er svo fáránleg að það er ómögulegt að ná utan um það. Þetta eyðileggur ferilinn hjá ungum leikmanni sem notar almennt lyf sem hún tilkynnti um.“

Samkvæmt talsmanninum greindi leikmaðurinn félaginu frá því að hann væri að taka canrenone. Félagið flaskaði hins vegar á því að tilkynna það áfram og því fór sem fór.

„Ég finn rosalega mikið til með henni. Þú veist að sem íþróttamaður berðu ábyrgð og getur ekki treyst á neinn annan en sjálfan þig. En hafandi sagt það vorkenni ég henni,“ sagði talsmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×