Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum tökum við stöðuna í kjaradeilu BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundur stendur nú yfir í Karphúsinu hjá Ríkissáttasemjara. 

Þá verður rætt við utanríkisráðherra um stöðuna í Úkraínu en stór stífla í Dnipro ánni brast í nótt sem gæti haft hörmulegar afleiðingar.

Einnig fáum við viðbrögð frá framkvæmdastjóra Þroskahjálpar við verðbólguaðgerðum ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær og falla í misgóðan jarðveg.

Að lokum segjum við frá yfirvofandi breytingum á gjaldskrá á gámasvæði Árborgar en íbúar þurfa brátt að greiða komugjald inn á svæðið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.