Þá verður rætt við utanríkisráðherra um stöðuna í Úkraínu en stór stífla í Dnipro ánni brast í nótt sem gæti haft hörmulegar afleiðingar.
Einnig fáum við viðbrögð frá framkvæmdastjóra Þroskahjálpar við verðbólguaðgerðum ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær og falla í misgóðan jarðveg.
Að lokum segjum við frá yfirvofandi breytingum á gjaldskrá á gámasvæði Árborgar en íbúar þurfa brátt að greiða komugjald inn á svæðið.