Kuldabletturinn ekki til að skemma sumarveðrið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júní 2023 12:45 Kuldabletturinn sem um ræðir sést vel hér á þessari mynd frá 2015. NASA Veðurfræðingur segir að mynd sem sýnir kuldablett á yfirborði sjávar við Íslands, sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum, sýni stöðuna nú ekki rétt. Myndin er átta ára gömul. Ekki er von á mikilli sól á suðvesturhorninu í þessari viku. Myndin, sem sýnir kort af heiminum í mismunandi litum eftir hitastigi, hefur verið í talsverðri dreifingu á samfélagsmiðlum íslenskra notenda að undanförnu. Myndin er nánast öll rauð eða appelsínugul, að undanskildu suðurskautinu, og bletti sem nær að hluta til yfir Ísland. Margir virðast telja þetta til marks um óheppni Íslendinga í veðurmálum. Veðurfræðingur segir málið ekki alveg svo einfalt. „Það er verið að dreifa gamalli mynd. Hún er orðin átta ára gömul, þegar þessi kuldablettur var mjög áberandi í sjónum fyrir suðvestan landið. Núna er bara þannig að það sér ekki til hans, allavega ekki í yfirborðssjónum. Þó hann gæti nú kannski lúrt neðar þá hefur hann ekki áhrif á veðrið hjá okkur,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Sjórinn fyrir sunnan og suðvestan landið sé fremur hlýr um þessar mundir. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir Dæmigerð falsfrétt Samkvæmt Einari er kortinu ætlað að sýna breytingar sem muni verða yfir hundrað til tvöhundruð ár. Afleiðingar af loftslagsbreytingum, þar sem flest hafsvæði heims muni hlýna. Einar segir að hins vegar að sums staðar muni ekki hlýna, og jafnvel kólna, til að mynda við Ísland „En núna eru þessi áhrif bara lítt sýnileg eða bara ekki neitt.“ Þannig að þegar fólk sér þessa mynd í dreifingu á netinu þá ætti það kannski ekki að afpanta á tjaldsvæðinu? „Nei, er þetta ekki bara dæmigerð falsfrétt eins og við sjáum stundum þegar er verið að dreifa einhverju gömlu?“ spyr Einar þá. Ekki von á sólskini Þrátt fyrir að kuldabletturinn ásæki ekki íbúa suðvesturhornsins muni sólin ekki láta sjá sig mikið í vikunni. Þó sé nokkuð hlýtt á svæðinu, þó enn hlýrra sé fyrir norðan og austan. „Svo á að kólna aðeins um helgina og þá hreinsast nú upp úr þessu og íbúar á suðvesturlandi gætu tekið gleði sína á ný með sólina að gera. Annars er þetta mjög milt og gott veðurfar það er bara verst að það rignir lítið eftir miklar rigningar í maí.“ Veður Loftslagsmál Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Ekkert bendir til þess að kuldaskeið sé yfirvofandi við Ísland þrátt fyrir að merki séu um að bráðnun íss á norðurskautinu valdi kuldapolli í hafinu fyrir utan landið. 3. ágúst 2017 22:56 Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Myndin, sem sýnir kort af heiminum í mismunandi litum eftir hitastigi, hefur verið í talsverðri dreifingu á samfélagsmiðlum íslenskra notenda að undanförnu. Myndin er nánast öll rauð eða appelsínugul, að undanskildu suðurskautinu, og bletti sem nær að hluta til yfir Ísland. Margir virðast telja þetta til marks um óheppni Íslendinga í veðurmálum. Veðurfræðingur segir málið ekki alveg svo einfalt. „Það er verið að dreifa gamalli mynd. Hún er orðin átta ára gömul, þegar þessi kuldablettur var mjög áberandi í sjónum fyrir suðvestan landið. Núna er bara þannig að það sér ekki til hans, allavega ekki í yfirborðssjónum. Þó hann gæti nú kannski lúrt neðar þá hefur hann ekki áhrif á veðrið hjá okkur,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Sjórinn fyrir sunnan og suðvestan landið sé fremur hlýr um þessar mundir. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir Dæmigerð falsfrétt Samkvæmt Einari er kortinu ætlað að sýna breytingar sem muni verða yfir hundrað til tvöhundruð ár. Afleiðingar af loftslagsbreytingum, þar sem flest hafsvæði heims muni hlýna. Einar segir að hins vegar að sums staðar muni ekki hlýna, og jafnvel kólna, til að mynda við Ísland „En núna eru þessi áhrif bara lítt sýnileg eða bara ekki neitt.“ Þannig að þegar fólk sér þessa mynd í dreifingu á netinu þá ætti það kannski ekki að afpanta á tjaldsvæðinu? „Nei, er þetta ekki bara dæmigerð falsfrétt eins og við sjáum stundum þegar er verið að dreifa einhverju gömlu?“ spyr Einar þá. Ekki von á sólskini Þrátt fyrir að kuldabletturinn ásæki ekki íbúa suðvesturhornsins muni sólin ekki láta sjá sig mikið í vikunni. Þó sé nokkuð hlýtt á svæðinu, þó enn hlýrra sé fyrir norðan og austan. „Svo á að kólna aðeins um helgina og þá hreinsast nú upp úr þessu og íbúar á suðvesturlandi gætu tekið gleði sína á ný með sólina að gera. Annars er þetta mjög milt og gott veðurfar það er bara verst að það rignir lítið eftir miklar rigningar í maí.“
Veður Loftslagsmál Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Ekkert bendir til þess að kuldaskeið sé yfirvofandi við Ísland þrátt fyrir að merki séu um að bráðnun íss á norðurskautinu valdi kuldapolli í hafinu fyrir utan landið. 3. ágúst 2017 22:56 Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46
Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Ekkert bendir til þess að kuldaskeið sé yfirvofandi við Ísland þrátt fyrir að merki séu um að bráðnun íss á norðurskautinu valdi kuldapolli í hafinu fyrir utan landið. 3. ágúst 2017 22:56
Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00